Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, Keilufell, Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, Halla- og Hamrahlíðarlönd, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Vesturgata 21, Þorláksgeisli 62-66, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Fossvogsvegur, Guðríðarstígur 6-8, Nýtt götuheiti , Reykjanesbraut, Safamýri 28, Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, Víðidalur, Fákur,

Skipulags- og byggingarnefnd

109. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 26. mars kl. 09:05, var haldinn 109. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Ágústa Sveinsbjörnsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 970548 (01.18.21)
420369-7789 Ölgerðin Egill Skallagrímss ehf
Grjóthálsi 7-11 110 Reykjavík
541201-4590 Tangram arkitektar ehf
Leifsgötu 3 101 Reykjavík
1.
Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, að deiliskipulagi reits, 1.182.1, "Ölgerðarreitur", milli Grettisgötu, Njálsgötu og Frakkastíg, dags. 26.11.02, breytt 26.03.03. Einnig lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 02.10.02, bréf Árbæjarsafns, dags. 22.10.02, bréf Ingibjargar Þorsteinsdóttur dags. 19.11.02 varðandi ósk um viðbyggingu við hús nr. 16b við Grettisgötu, bréf Harðar Ásbjörnssonar, dags. 25.03.00, bréf Andrésar Magnússonar og Maríu Óskarsdóttur, dags. 29.09.00, Jóns Guðmars Jónssonar, dags. 15.08.00 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.11.02. Málið var i auglýsingu frá 29. janúar til 13. mars, athugasemdafrestur var til 13. mars 2003. Athugasemdabréf bárust frá Trausta Leóssyni, dags. 29.01.03, Ragnhildi Kjeld, Grettisgötu 22, Maríu Óskarsdóttur, Grettisgötu 22B og Grettisgötu 22C, BTS Byggingum ehf c/o Benedikt Sigurðsson, Grettisgötu 22D, dags. 24.02.03, BTS Byggingum ehf c/o Benedikt Sigurðsson, Grettisgötu 22D og Maríu Óskarsdóttur, Grettisgötu 22B, dags. 01.03.03, Svölu Thorlacius hrl. f.h. eigenda Frakkastígs 16, dags. 12.03.03, Guðrúnu Fanney Sigurðardóttur arkitekts, f.h. BTS Bygginga ehf, dags. 13.03.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2003, ásamt skuggavarpi dags.20.03.03.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram komu í umsögn skipulagsfulltrúa og á framlögðum uppdrætti.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20285 (04.67.7)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
2.
Keilufell, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf, dags. 20.03.03, að deiliskipulagi við Keilufell ásamt greinargerð, dags. í mars 2003. Athugasemdabréf við kynningu bárust frá Sigurði Friðrikssyni og Vilborgu Kr. Gísladóttur, Keilufelli 27, dags. 09.09.02, Þór Marteinssyni og Valg. Laufey Einarsdóttur, Keilufelli 14, dags. 24.09.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21.03.03 og húsakönnun Árbæjarsafns, dags. 24.03.03.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Við samþykkjum auglýsingu tillögunnar með venjulegum fyrirvara.


Umsókn nr. 10238
621097-2109 Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
620692-2129 Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
3.
Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Lögð fram breytt tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 17.03.03, ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, sama dags, að deiliskipulagi Sóleyjarima 1, norðausturhluta lóðar Landssímans í Rimahverfi, sem frestað var þegar heildarskipulag svæðisins var samþykkt. Einnig lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 18. mars 2003, og svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem frestað var á fundi nefndarinnar þann 29.01.03:
"Miklar deilur hafa verið um svokallaða Landsímalóð í Rimahverfi. Íbúar hverfisins hafa margoft lýst þeirri skoðun sinni að núverandi tillögur að skipulagi feli í sér of þétta byggð á svæðinu. Hér er þeirri hugmynd varpað fram að til að koma til móts við íbúanna og byggingaraðila að Reykjavíkurborg bjóði byggingaraðilum að minnka byggingarmagn á svæðinu og setja þar sem að byggingarsvæði á að vera nú opið svæði fyrir íbúa hverfisins. Til að bæta byggingaraðilum tekjumissinn fengju byggingaraðilar úthlutaðri sambærilegri lóð og þeir misstu annars staðar í borgarlandinu.
Svæðið sem losnaði á Landssímalóðinni yrði notað fyrir útivist og íþróttaiðkun fyrir unga sem aldna í hverfinu og þar gæti til að mynda battavöllur verið staðsettur. Á móti létu íbúar af fyrirhuguðum mótmælum og kærum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að reynt verði að fara þessa leið og bjóða fram aðstoð sína til að sættir megi nást á grundvelli þessarar tillögu. Ljóst er að allir myndu hagnast á lausn sem þessari, og kostirnir augljósir, bætt yrði úr þörf fyrir útivistarsvæði í hverfinu, jákvæðari umræða fengist um nýbyggingarsvæðið og sátt þýddi að byggingaraðilar gætu hafist handa sem fyrst."
Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu um málsmeðferð tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að tillögu D-listans um málið verði vísað til skoðunar í tengslum við endurskoðun á byggingu skóla á lóð syðst á svæðinu. Tekið er undir þau meginsjónarmið að æskilegt væri að geta stækkað græn svæði á reitnum. Möguleikar skapast á því í tengslum við skólalóð og fyrirhugað fyrirkomulag þar.

Tillaga fulltrúa Reykjavíkurlista samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu varðandi málsmeðferð deiliskipulagstillögunnar:
Umrædd lóð hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu skipulagshugmyndum. Komið hefur verið til móts við ýmsar athugasemdir íbúa á fyrri stigum s.s. umferðarskipulag, aðkomu og fleira. Sá reitur sem hér um ræðir var frestað og nú liggja fyrir tillaga sem unnið hefur verið með í samræmi við athugasemdir sem komu fram á fyrri auglýsingatíma. Fjölbýlishús hafa verið lækkuð, byggingarreitir færðir til og unnið hefur verið að fleiri atriðum til breytinga. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu.
Tillaga fulltrúa Reykjavíkurlista um auglýsingu framlagðrar deiliskipulagstillögu samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað:
Tillaga okkar Sjálfstæðismanna var flutt í janúarmánuði. Núna 25. mars er okkur kynnt frumdrög sem að fela í sér flutning á barnaskólanum og leikskólanum yfir í stækkað húsnæði Rimaskóla. Þessháttar flutningur býður upp á möguleika á útivistarsvæði á Landsímareitnum en engar mótaðar áætlanir eða ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt enda um alger frumdrög að ræða. Engar tillögur um breytingu á uppbyggingu barna- og leikskóla hafa verið kynntar í Fræðsluráði eða Leikskólaráði og alveg óvíst um hver endaleg niðurstaða verður. Ef að áætlanir um flutning ná ekki fram að ganga er ekki hægt að koma fyrir útivistarsvæði eins og tillaga okkar sjálfstæðismanna felur í sér.
Við fögnum því að meirihlutinn taki undir með skoðunum okkar um útivistarsvæði en eðlilegra hefði verið að koma fram með mótaðar tillögur þess efnis á fund nefndarinnar eða fresta málinu til að vinna að slíkum tillögum eins og við Sjálfstæðismenn fórum fram á. Því miður hafa efndir ekki fylgt orðum hjá R-listanum í þessu máli og muna íbúar hverfisins vel eftir loforðaplaggi frá Ingibjörgu Sólrúnu sem dreift var í hvert hús fyrir síðustu kosningar þar sem því var lofað að; ,,endurskoða skipulag Landsímalóðarinnar í sátt við íbúa Grafarvogs"

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Borgaryfirvöld hafa ávallt lagt áherslu á að vinna með íbúum að tillögum um byggð á Landssímalóð. Tekið hefur verið mið af athugasemdum um aðkomu, umferðarskipulag og hæð húsa. Þegar skipulagið var auglýst var kallað eftir sjónarmiðum hagsmunaðila, þau rök vegin og metin og síðan tekin afstaða. Unnið hefur verið að því að taka tillit til sem flestra málefnalegra sjónarmiða. Því var lofað í maí síðastliðnum og við það hefur verið staðið. Dylgjum um annað er vísað til föðurhúsanna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Tillaga okkar sjálfstæðismanna er tilkominn vegna þess að skipulagið var ekki unnið í sátt við íbúana eins og lofað var. Það eru engar dylgjur það er staðreynd.


Umsókn nr. 30081
4.
Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Björns Ólafs arkitekts og VA arkitekta, dags. 14. febrúar 2003 að deiliskipulagi 1. áfanga í Halla- og Hamrahlíðarlöndum ásamt drögum að skilmálum, dags. 21. febrúar 2003.
Kynnt, samþykkt að unnið verði áfram með tillöguna á grundvelli framlagðra gagna með vísan til þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.

Umsókn nr. 26952
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 243 frá 25. mars 2003, án liðar nr. 58.
Jafnframt lagður fram liður nr. 19 frá 5. febrúar 2003.


Umsókn nr. 26080 (01.13.600.5)
020367-3699 Jón Hafnfjörð Ævarsson
Vesturgata 21 101 Reykjavík
6.
Vesturgata 21, endur- og nýbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er sótt um að nýju leyfi til þess að sameina lóðir nr. 21, 21B við Vesturgötu og hluta lóða 8A og 10 við Ránargötu, leyfi til þess að rífa hús nr. 21B við Vesturgötu ásamt bakhúsi og bílskúr við hús nr. 21 við Vesturgötu, breyta innra fyrirkomulagi og útliti hússins nr. 21 og byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með fjórum íbúðum að Vesturgötu auk tveggja steinsteyptra bakhúsa sem hýsa alls fjórar íbúðir allt einangrað að utan og klætt með bárujárni og múrsteini.
Samtals verða þá níu íbúðir á lóðinni nr. 21 við Vesturgötu.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8. nóvember 2002 fylgir erindinu. Samþykki nágranna Vesturgötu 21B dags. 25. júlí 2002 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 25. nóv. til 24. des. 2002. Athugasemdabréf bárust frá Jon Olav Fivelstad og Þuríði Hjálmtýsdóttur, Ránargötu 8A, dags. 05.12.02, íbúum Ránargötu 6, 6a, 8, 8a, 10, 12, 12a og Vesturgötu 19, 20, 22, 23, 24, 25, 26a og 26b, dags. í des. 2002, íbúum Vesturgötu 23, dags. 23.12.02, Jóhanni B. Samper, Vesturgötu 23, dags. 23.12.02, íbúum Vesturgötu 25, dags. 22.12.02, Kristjáni Má Kárasyni, Ránargötu 8, dags. 20.12.02, Önnu Garðarsdóttur, Marinó Þorsteinssyni, Hjördísi Marinósdóttur og Þresti Helgasyni, eigendum Vesturgötu 19 og Eyjólfi Baldvinssyni eiganda íbúðar í Vesturgötu 25, dags. 20.12.02. Einnig lagt fram samþykki Málarabúðarinnar, dags. 24.09.02 og eigenda Ránargötu 8 og Ránargötu 10, mótt. 06.12.02.Lagður fram nýr uppdr. Arkitektastofu Þorgeirs, dags. 12. janúar 2003. Einnig lögð fram drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugsemdum, dags. 16.01.03.
Stærð xx
Gjald kr. 4.800 + xx

Björn Ingi Hrafnsson tók sæti á fundinum kl. 9:50, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 1, 2, 5 og 7-15.

Frestað.

Umsókn nr. 26931 (04.13.540.3)
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf
Hvassaleiti 66 103 Reykjavík
7.
Þorláksgeisli 62-66, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt raðhús með þremur íbúðum og þremur innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 62-66 við Þorláksgeisla.
Stærð: Hús nr. 62 (matshl. 01) íbúð 1. hæð 79,2 ferm., 2. hæð 101,5 ferm. Bílgeymsla 1. hæð 28,2 ferm.
Samtals 208,9 ferm. og 690,9 rúmm.
Hús nr. 64 (matshl. 02) íbúð 1. hæð 76,6 ferm., 2. hæð 98,7 ferm. Bílgeymsla 1. hæð 28,0 ferm.
Samtals 203,3 ferm. og 675,5 rúmm.
Hús nr. 66 (matshl. 03) íbúð 1. hæð 79,2 ferm., 2. hæð 101,7 ferm. Bílgeymsla 1. hæð 28,4 ferm.
Samtals 209,3 ferm. og 692,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 105.989
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
8.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 14. mars 2003.


Umsókn nr. 10361 (01.8)
9.
Fossvogsvegur, fjölbýlishús fyrir eldri borgara
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 12. s.m. varðandi umsókn Skógarleitis um lóð við Fossvogsveg frá 26. apríl 2002. Ekki er mælt með frekari uppbyggingu. Borgarráð samþykkti umsögn skipulagsfulltrúa og felur skipulags- og byggingarsviði að svara erindinu.


Umsókn nr. 30010 (04.12)
500299-2319 Landslag ehf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
10.
Guðríðarstígur 6-8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 12. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Guðríðarstíg 6-8.


Umsókn nr. 26951
11.
Nýtt götuheiti ,
Nafnanefnd leggur til að ný gata sem tengist Rauðatorgi fái heitið Hádegismóar. Heitið er dregið af örnefninu Hádegismóum sem líklega eru eyktarmörk frá Keldum.
En Keldur eru í hánorður frá Hádegismóum.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30089 (04.6)
680269-2899 Vegagerðin
Borgartúni 5-7 105 Reykjavík
12.
Reykjanesbraut, /Stekkjarbakki, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 11. mars 2003, varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til byggingar mislægra gatnamóta Stekkjarbakka - Smiðjuvegar við þjóðveg nr. 41, Reykjanesbraut.
Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 25.03.03 ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 980356 (01.28.31)
491070-0139 Knattspyrnufélagið Fram
Safamýri 28 108 Reykjavík
13.
Safamýri 28, Knattspyrnufélagið Fram
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 12. s.m. um auglýsingu að breyttu deiliskipulagi reits sem afmarkast af Starmýri, Miklubraut, Safamýri og Álftamýri.


Umsókn nr. 30109 (01.15.2)
14.
Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. mars 2003:
Úrskurðarorð: Varakröfu eigenda íbúðar að Skúlagötu 10 og kröfum annarra kærenda um að úrskurðarnefndin breyti hinni kærðu ákvörðun er vísað frá úrskurðarnefndinni. Fellt er úr gildi hið kærða deiliskipulag að því er tekur til svæðis sem afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg. Að öðru leyti skal hin kærða ákvörðun standa óröskuð.


Umsókn nr. 20388 (04.71)
15.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Víðidal og skilmálum fyrir hesthús.