Víðidalur, Fákur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Grettisgata 35B, Gvendargeisli 102, Hólatorg 2, Jörfagrund 23-27, Skildinganes 49, Vatnagarðar 40, Þórðarsveigur 11-21, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Reitur 1.180,2, Skipulags- og byggingarnefnd, Spítalastígur 4B, Túngata 34, Furugerði 5,

Skipulags- og byggingarnefnd

106. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 5. mars kl. 09:05, var haldinn 106. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Bjarnfríður Vilhjálsmdóttir, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20388 (04.71)
1.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf og Helga Hafliðasonar, arkitekts, dags. 10.12.02, breytt 03.02.03, ásamt greinargerð, dags. 3. mars 2003, að breytingu á deiliskipulagi og skilmálum fyrir hesthús í Víðidal. Einnig lagt fram bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 14. febrúar 2003.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 26819
2.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 240 frá 4. mars 2003.


Umsókn nr. 26191 (01.17.313.0)
210850-3849 Sigurgeir Þorbjörnsson
Grettisgata 35b 101 Reykjavík
260956-3299 Hlín Gunnarsdóttir
Grettisgata 35b 101 Reykjavík
3.
Grettisgata 35B, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 18.12.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja út timbri og bárujárni við austurgafl hússins á lóðinni nr. 35B við Grettisgötu, samkv. uppdr. Arkitekta Ólöf & Jon ehf, dags. 12.11.02, breytt 22.11.02. Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 14. nóvember 2002 og umsögn Árbæjarsafns dags. 6. desember 2002 fylgja erindinu. Samþykki nágranna Laugavegi 52 (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 30. des. 2002 til 27. janúar 2003. Athugasemd bárust frá: Huld Hilmarsdóttur Göethe, dags. 9. janúar 2003 og Hlín Gunnarsdóttur og Sigurgeir Þorbjörnssyni, dags. 3. febrúar 2003. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. mars 2003.
Stærð: Stækkun viðbygging 11,8 ferm. og 37 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.776
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Bílastæði á lóð er samþykkt með fyrirvara þar sem ágreiningur er milli aðila um hvort heimilt sé að aka um umferðarkvöð um lóðin nr. 35 við Grettisgötu. Komi í ljós að umsækjanda sé það ekki heimilt fellur samþykktin niður hvað bílastæði varðar.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 26775 (05.13.570.6)
251161-2089 Hörður Baldvinsson
Bugðutangi 21 270 Mosfellsbær
4.
Gvendargeisli 102, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús steinsteypt í einangrunarmót að hluta á tveim hæðum og með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 102 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 73,7 ferm., 2. hæð 188,5 ferm., bílgeymsla 45,8 ferm., samtals 308 ferm., 1059,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 54.019
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26655 (01.16.031.0)
081264-5039 Katrín Lovísa Ingvadóttir
Hólatorg 2 101 Reykjavík
280953-7099 Páll Baldvin Baldvinsson
Hólatorg 2 101 Reykjavík
5.
Hólatorg 2, aflétta niðurrifskvöð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12. febrúar 2003, þar sem ofanrituð óskar eftir að aflétt verði niðurrifskvöð á geymsluskúr sem byggður var 1969 á lóðinni nr. 2 við Hólatorg. Málinu fylgir bréf dags. 7. febrúar 2003.
Samþykkt að aflétta niðurrifskvöð á skúr þeim sem á lóðinni stendur.

Umsókn nr. 26747 (32.47.250.4)
450901-3420 Leiguliðar ehf
Garðsstöðum 62 112 Reykjavík
6.
Jörfagrund 23-27, fjölbýlishús m. 8 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft fjölbýlishús byggt úr forsteyptum einingum með samtals átta íbúðir á lóð nr. 23-27 við Jörfagrund.
Jafnframt er lagt til að húsið verði framvegis nr. 23 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 1. hæð 261,3 ferm., 2. hæð 260 ferm., samtals 521,3 ferm., 1679,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 85.649
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26807 (01.67.421.2)
100860-4499 Jón Valur Smárason
Kolbeinsmýri 3 170 Seltjarnarnes
7.
Skildinganes 49, endurn. byggingaleyfis skv. úrskurðanefnd
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis, sem fellt var úr gildi með úrskurði 31. júlí 2002, fyrir byggingu einbýlishús að hluta á tveimur hæðum og með innbyggðri bílgeymslu allt steypt í einangrunarmót, pússað og málað á lóð nr. 49 við Skildinganes.
Stærð: Íbúð 1. hæð 188,9 ferm., 2. hæð 83,7 ferm., bílgeymsla 39,9 ferm., samtals 312,5 ferm., 1077,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 54.947
Frestað.

Umsókn nr. 26546 (01.40.790.3)
530494-2339 Bílaþvottastöðin Laugin ehf
Grundarási 17 110 Reykjavík
8.
Vatnagarðar 40, br. afgr. og sjálfsafgrst.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.03, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta núverandi verkstæði í þvottaskýli, stækka núverandi afgreiðslu og setja upp sjálfsafgreiðslubensínstöð á austasta hluta lóðar nr. 40 við Vatnagarða, samkv. uppdr. ALARK arkitekta, dags. 21.01.03. Bréf hönnuðar dags. 21. janúar 2003 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 26. febrúar 2003.
Stærð: Verkstæði var 33,6 ferm. A-rými verður sömu stærðar B-rými, afgreiðsla var 39,3 ferm., 116,5 rúmm., verður 53,5 ferm., 174,6 rúmm., dæluskyggni 84 ferm. B-rými, 445,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 25.668
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Vatnagörðum 38 og Holtagörðum.


Umsókn nr. 26790 (05.13.160.1)
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf
Hvassaleiti 66 103 Reykjavík
9.
Þórðarsveigur 11-21, fjölbýli nr. 11-15
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 11-15 (matshl. 01) sem er steinsteypt þriggja og fimm hæða fjölbýlishús með 26 íbúðum og bílakjallara fyrir 24 bíla á lóðinni nr. 11-21 við Þórðarsveig.
Stærð xx (3.469,1 ferm. skv. skráningartöflu)
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
10.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 21. og 28. febrúar 2003.


Umsókn nr. 20251 (01.18.02)
11.
Reitur 1.180,2, Hallveigarstígur, Bergstaðastr., Spítalastígur, Ingólfsstræti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. febrúar 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. s.m. um endurauglýsingu tillögu að deiliskipulagi staðgreinireits 1.180.2, sem afmarkast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti.


Umsókn nr. 26811
12.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 20. febúrar 2003 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 5. febrúar 2003 og 12. febrúar 2003.


Umsókn nr. 26814 (01.18.400.8)
13.
Spítalastígur 4B,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar dags. 21. febrúar 2003, um samþykkt borgarstjórnar á 31. lið fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 5. janúar 2003, Spítalastíg 4B, sem frestað var á fundi borgarstjórnar þann 30. janúar 2003.


Umsókn nr. 26808 (01.13.730.8)
14.
Túngata 34, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í máli nr. 22/2001, dags. 27. febrúar 2003.
Úrskurðarorð:
Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. febrúar 2001, sem staðfest var af skipulags- og byggingarnefnd hinn 16. maí 2001, að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á innréttingu hússins að Túngötu 34, Reykjavík, er felld úr gildi.



Umsókn nr. 30002 (01.80.700.2 02)
15.
Furugerði 5, Fyrirspurn
Kristján Guðmundsson óskaði eftir upplýsingum frá embættinu varðandi notkun á húsnæðinu Furugerði 5 og skorts á bílastæðum og mögulegum leiðum til úrbóta.