Reitur 1.132.1, Naustareitur, Reitur 1.181.0, Norðlingaholt, Smiðshöfði 19, Tunguháls 1-3, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Brautarholt 2, Fálkagata 10, Laugavegur 7, Laugavegur 40, Reynisvatnsheiði, Svar við fyrirspurn um eignaskiptayfirlýsingar, Suðurgata lóð Háskóla Íslands , Sólvallagata 80, Norðlingaholt , Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans,

Skipulags- og byggingarnefnd

101. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 29. janúar kl. 09:10, var haldinn 101. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10233 (01.13.21)
1.
Reitur 1.132.1, Naustareitur, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Naustareits 1.132.1, sem afmarkast af Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu, ásamt greinargerð, mótt. 05.04.02. Athugasemdabréf bárust frá Ingu Sigurjónsdóttur arkitekt f.h. Björns Traustasonar, eiganda húsanna Tryggvagötu 18, dags. 21.05.02, Önnu Þóru Karlsdóttur, Njálsgötu 10A, dags. 23.05.02 og Lögfræðistofunni sf, dags. 24.05.02. Einnig lagt fram bréf skipulagshöfundar dags. 20.06.02, svar skipulagshöfundar við athugasemdum, dags. í sept. 2002, ásamt endurskoðari tillögu að deiliskipulag ásamt greinargerð Teiknistofunnar dags. janúar 2003.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:52 í stað Guðmundar Haraldssonar, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 6 - 14.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í tillögu dags. janúar 2003 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20252 (01.18.10)
2.
Reitur 1.181.0, Skólavörðustígur, Týsgata, Spítalastígur, Óðinsgata
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ásamt greinargerð og skilmálum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 01.07.02, lagfærða 27.01.03, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.181.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Týsgötu, Spítalastíg og Óðinsgötu. Málið var í auglýsingu frá 20. nóvember 2002 til 3. janúar 2003, athugasemdafrestur var til 3. janúar 2003. Athugasemdabréf bárust frá Hólmfríði Einarsdóttur og Sigurði Sigurðssyni, Týsgötu 4B, 2. hæð, dags. 23.12.02, Hrefnu Hrólfsdóttur og Viðari Erni Haukssyni, Týsgötu 4C, dags. 23.12.02, Stefaníu Traustadóttur, eig. íbúðar Týsgötu 6, (búsett í Ólafsfirði), dags. 30.12.02, 33 íbúum og eigendum fasteigna á og í nágrenni við reit 1.181.0, mótt. 03.01.03, Guðrúnu Mjöll Sigurðardóttur, Týsgötu 4B og Magnúsi Þór Torfasyni, Týsgötu 4B, dags. 31.12.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13.01.03.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa og breyttri tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10057 (04.79)
441099-3129 Rauðhóll ehf
Ármúla 21 108 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
3.
Norðlingaholt, deiliskipulag
Lögð fram breytt tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, að deiliskipulagi Norðlingaholts, dags. 16. janúar 2003. Einnig lagt fram bréf T.ark. dags. 15.01.03 og samantekt athugasemda, dags. 04.10.02.
Frestað á milli funda.

Umsókn nr. 30011 (04.06.14)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
4.
Smiðshöfði 19, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Arkís ehf, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 19 við Smiðshöfði, dags. 2. janúar 2003.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10414 (04.32.75)
080657-7819 Gunnlaugur Johnson
Lágholtsvegur 10 107 Reykjavík
5.
Tunguháls 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Gunnlaugs Ó. Johnsen arkitekts, dags. 21.01.03, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Hálsahverfi á lóðinni nr. 1-3 við Tunguháls, dags. 13.01.03.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 26564
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 235 frá 28. janúar 2003, án liðar nr. 5.


Umsókn nr. 25925 (01.24.120.1)
530302-3420 Leiguíbúðir ehf
Strýtuseli 16 109 Reykjavík
7.
Brautarholt 2, Byggja ofaná og br. í 23 íb.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 25.09.02, ásamt greinargerð, dags. 24.09.02, varðandi breytingar á Brautarholti 2 (matshluta 02), samkv. uppdr. dags. 24.09.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.10.02 ásamt bréfi gatnamálastjóra dags. 16.10.02. Málið var í kynningu frá 12. nóvember til 11. desember 2002. Athugasemdabréf bárust frá Kjartani Gunnarssyni f.h. Skipholts ehf, dags. 11.12.02 og 6. janúar 2003. Einnig lögð fram svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum, dags. 20.12.02 og 10.01.03.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Nefndin lítur svo á að komi fram sambærileg umsókn um breytingu frá öðrum aðilum á svæðinu hljóti þau sambærilega meðferð.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 30027 (01.55.31)
8.
Fálkagata 10, aflétting kvaðar á lóð
Lagt fram bréf Árna S. Péturssonar dags. 21.01.03 varðandi afléttingu kvaðar á lóð nr. 10 við Fálkagötu.
Samþykkt að fella niður niðurrifskvöð.

Umsókn nr. 26079 (01.17.101.2)
171253-3659 Anna Ólafsdóttir
Birkihlíð 48 105 Reykjavík
9.
Laugavegur 7, fsp. veitingastaður
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í samræmi við meðfylgjandi teikningar M3 arkitekta, dags. 21.10.02, á fyrstu hæð hússins nr. 7 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14.11.02, umsögn borgarlögmanns, dags. 06.12.02, bréf Lögmannsstofunnar ehf., dags. 23.10.02, bréf Lögmannstofunnar Fortis ehf., dags. 23.10.02. Ennfremur lagt fram bréf B&B lögmanna ehf f.h. Önnu Ólafsdóttur, dags. 20. janúar 2003, varðandi breytta nýtingu götuhæðar Laugavegar 7.
Frestað á milli funda.

Þorlákur Traustason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 26194 (01.17.222.1)
250668-5389 Ragnar Árnason
Stóragerði 3 108 Reykjavík
10.
Laugavegur 40, Endurbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12.11.02 ásamt erindi Ragnars Árnasonar dags. 7. nóvember 2002 f.h. eigenda þar sem spurt er hvort eigendum sé heimilt að endurbyggja hús á lóðinni eftir bruna og hvort eigendum sé skylt að endurbyggja á lóðinni nr. 40 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu, dags. 29.01.03.
Framlögð umsögn samþykkt.
Ósk um að fallið verði frá byggingarskyldu synjað.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20330 (05.1)
11.
Reynisvatnsheiði, afmörkun svæðis fyrir vatnsgeymi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. janúar 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23. október s.l. um auglýsingu deiliskipulags vegna afmörkunar svæðis fyrir vatnsgeymi á Reynisvatnsheiði ásamt bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14. nóvember s.l.


Umsókn nr. 26563
12.
Svar við fyrirspurn um eignaskiptayfirlýsingar,
Lagt fram svar byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2003, vegna fyrirspurnar Kristjáns Guðmundssonar um afgreiðslu eignaskiptayfirlýsinga.


Umsókn nr. 26569 (01.63.5-9.9)
13.
Suðurgata lóð Háskóla Íslands , afmörkun lóða
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. janúar 2003, ásamt uppdrætti þar sem gerð er grein fyrir þróun lóðarinnar og tillaga að afmörkun lóða á Háskólavæðinu.
Kynnt.

Umsókn nr. 26570 (01.13.340.1)
14.
Sólvallagata 80, kæra vegna synjunar
Lagt fram bréf LOGOS lögmannsþjónustu dags. 21. janúar 2003, f.h. Gissur og Pálma ehf., þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 10. desember 2002 um að synja umsókn um leyfi til þess að bæta einni íbúð ofaná hornið við Sólvallagata/Ánanaust á hús nr. 84 á lóð nr. 80-84 við Sólvallargötu. Óskað er eftir því að synjun byggingarfulltrúa verði felld úr gildi og að byggingarleyfið verði veitt.
Jákvætt að umsækjendur láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn. Grenndarkynna þarf tillöguna þegar hún berst.

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristján Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 26571
15.
Norðlingaholt , götuheiti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 15. ágúst 2002 með tillögu nafnanefndar að götuheitum í Norðlingaholti.
Frestað.

Umsókn nr. 10238
621097-2109 Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
620692-2129 Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
16.
Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
"Miklar deilur hafa verið um svokallaða Landsímalóð í Rimahverfi. Íbúar hverfisins hafa margoft lýst þeirri skoðun sinni að núverandi tillögur að skipulagi feli í sér of þétta byggð á svæðinu. Hér er þeirri hugmynd varpað fram að til að koma til móts við íbúanna og byggingaraðila að Reykjavíkurborg bjóði byggingaraðilum að minnka byggingarmagn á svæðinu og setja þar sem að byggingarsvæði á að vera nú opið svæði fyrir íbúa hverfisins. Til að bæta byggingaraðilum tekjumissinn fengju byggingaraðilar úthlutaðri sambærilegri lóð og þeir misstu annars staðar í borgarlandinu.
Svæðið sem losnaði á Landssímalóðinni yrði notað fyrir útivist og íþróttaiðkun fyrir unga sem aldna í hverfinu og þar gæti til að mynda battavöllur verið staðsettur. Á móti létu íbúar af fyrirhuguðum mótmælum og kærum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að reynt verði að fara þessa leið og bjóða fram aðstoð sína til að sættir megi nást á grundvelli þessarar tillögu. Ljóst er að allir myndu hagnast á lausn sem þessari, og kostirnir augljósir, bætt yrði úr þörf fyrir útivistarsvæði í hverfinu, jákvæðari umræða fengist um nýbyggingarsvæðið og sátt þýddi að byggingaraðilar gætu hafist handa sem fyrst."
Frestað.