Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, Aðalstræti 4, Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis, Aðalstræti 4, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gljúfrasel 7, Gvendargeisli 17-21, Gvendargeisli 17-21, Holtavegur 3, Hraunbær 111, 111A-G, Hraunbær 113, Jörfagrund 9, Kristnibraut 75, Logafold 128, Skógarsel 11-15, Skógarsel 11-15, Smáragata 13, Vogasel 3, Þorláksgeisli 11, Laugavegur 56, Laugavegur 7, Aðalstræti 2, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Barðavogur 21, Götuheiti, Laufásvegur 21-23, Reitur 1.172.2, Reitur 1.180,2, Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni,

Skipulags- og byggingarnefnd

97. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 11. desember kl. 09:05, var haldinn 97. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Þorlákur Traustason, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson og Jóhannes Kjarval. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10232 (01.19.3)
1.
Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju drög að deiliskipulagstillögu Hornsteina arkitekta ehf, dags. í sept. 2002, ásamt endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi reits, sem markast af Snorrabraut, Egilsgötu, Barónsstíg og Bergþórugötu (Heilsuverndarreitur). Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns 2002, umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 24.10.02. Lagt fram athugasemdabréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 04.11.02, bréf íþróttafulltrúa og forstöðumanns Sundhallarinnar, dags. 28.10.02, bréf Félagsþjónustunnar, dags. 05.11.02 og bréf Guðríðar Helgadóttur, mótt. 13.11.02. Einnig lögð fram ný tillaga Hornsteina arkitekta ehf, dags. 3. desember 2002 og samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 06.12.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20430 (01.13.65)
2.
Aðalstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 05.12.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Aðalstræti. Einnig lagt fram samþykki eigenda Aðalstrætis 6 á uppdr.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10500 (02.87.3)
3.
Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis, lóðarmarkabreyting
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að lóðarmarkabreytingu íþróttasvæðis Fjölnis í Grafarvogi, dags. 27.06.02. Málið var í kynningu frá 10. júlí til 7. ágúst 2002. Athugasemdabréf bárust frá Hlyni Jónssyni Arndal, Dalhúsum 78, dags. 14.07.02, 5 íbúum við Dalhús, dags. 01.08.02 og 16 íbúum við Dalhús, dags. 01.08.02.

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku sæti á fundinum kl. 9:13.

Kynnt.

Umsókn nr. 25900 (01.13.650.1)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
4.
Aðalstræti 4, Hótelbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja hótelbyggingu á tveimur til sex hæðum með sjötíu og níu herbergjum á lóðinni nr. 4 við Aðalstræti.
Nýbyggingar hússins eru steinsteyptar en eldri húshlutar eru úr bárujárnsklæddu timbri.
Bráðabirgðaskýrsla um hönnun eldvarna dags. 21. október 2002 fylgir erindinu. Bréf hönnuðar varðandi aðgengi fatlaðara (ódags.) fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25.11.02.
Stærð: Hótel kjallari 43,2 ferm., 1. hæð 663,9 ferm., 2. hæð 648,0 ferm., 3. hæð 568,5 ferm., 4. hæð 250,6 ferm., 5. hæð 250,6 ferm., 6.hæð 250,6 ferm.
Samtals 2675,4 ferm. og 8239,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 395.491
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 26346
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 230 frá 10. desember 2002.


Umsókn nr. 26033 (04.93.370.4)
160771-3139 Tómas Hermannsson
Langahlíð 9 105 Reykjavík
130869-3439 Ingunn Gylfadóttir
Grjótasel 8 109 Reykjavík
261273-4039 Sara Gylfadóttir
Grjótasel 8 109 Reykjavík
6.
Gljúfrasel 7, tvær íbúðir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að gera íbúð á jarðhæð hússins Grjótasel 8 (matshl. 02) á lóðinni Gljúfrasel 7 - Grjótasel 8, samkv. uppdr. Loga M. Einarssonar arkitekts, dags. 13.10.02. Málið var í kynningu frá 4. nóvember til 3. desember 2002. Athugasemdabréf barst frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur og Einari Fal Ingólfssyni, Gljúfraseli 7, dags. 01.12.02. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 09.12.02.
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 26316 (05.13.420.2)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
7.
Gvendargeisli 17-21, nýbygging nr. 17
Sótt er um leyfi til þess að byggja tuttugu íbúða fjölbýlishús sem er fimm hæðir og kjallari klætt að utan með múrkerfi og álklæðningu á lóðinni nr. 17 við Gvendargeisla.
Stærð Kjallari geymslur o.fl 237,8 ferm. 1. hæð íbúðir 337,7 ferm., 2. hæð íbúðir 302,9 ferm., 3. hæð íbúðir 302,9 ferm., 4. hæð íbúðir 302,9 ferm., 5. hæð íbúðir 302,9 ferm.
Samtals 1.787,1 ferm. og 5192,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 249.259
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26314 (05.13.420.2)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
8.
Gvendargeisli 17-21, nýbygging nr. 19
Sótt er um leyfi til þess að byggja tuttugu íbúða fjölbýlishús sem er fimm hæðir og kjallari klætt að utan með múrkerfi og álklæðningu á lóðinni nr. 19 við Gvendargeisla.
Stærð Kjallari geymslur o.fl 237,8 ferm. 1. hæð íbúðir 337,7 ferm., 2. hæð íbúðir 302,9 ferm., 3. hæð íbúðir 302,9 ferm., 4. hæð íbúðir 302,9 ferm., 5. hæð íbúðir 302,9 ferm.
Samtals 1.787,1 ferm. og 5192,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 249.259
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26317 (01.42.260.1)
550693-2409 Holtabakki ehf
Holtavegi Holtabakka 104 Reykjavík
9.
Holtavegur 3, frystigeymsla
Sótt er um leyfi til þess að byggja frystiskemmu úr stálgrind á lóð Samskipa að Holtavegi 3.
Eldvarnarhönnun dags. í ágúst 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Frystigeymsla 1. hæð 2129,7 ferm., milliloft 150,9 ferm.
Samtals 2280,6 ferm. og 20102,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 964.930
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.´

























































































































































































































































































































































































































,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,


Umsókn nr. 26273 (04.33.320.1)
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Vagnhöfða 7b 110 Reykjavík
10.
Hraunbær 111, 111A-G, Raðhús m. 6 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða raðhús með 6 íbúðum allt einangrað að utan og klætt með báruklæðningu úr alusinki á lóð nr. 111, 111A-G við Hraunbæ.
Bréf hönnuðar dags. 26. nóvember 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Hús nr. 111B (matshluti 02) 1. hæð 61,9 ferm., 2. hæð 56 ferm., samtals 117,9 ferm., 385,7 rúmm., hús nr. 111C (matshluti 03) 1. hæð 60,2 ferm., 2. hæð 54,3 ferm., samtls 114,5 ferm., 375 rúmm., hús nr. 111D (matshluti 04), hús nr. 111E (matshluti 05), hús nr. 111F (matshluti 06) eru öll sömu stærðar og hús nr. 111C þ.e. samtals 114,5 ferm., 375 rúmm. hvert hús, hús nr. 111G (matshluti 07) er sömu stærðar og hús nr. 111B þ.e. samtals 117,9 ferm., 385,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 109.027
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26203 (04.33.210.1)
591072-0219 Vottar Jehóva
Sogavegi 71 108 Reykjavík
11.
Hraunbær 113, samkomuhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða samkomuhús úr forsteyptum einingum með ljósri steindri áferð á lóð nr. 113 við Hraunbæ.
Stærð: Samkomuhús 1. hæð 508,8 ferm., 2. hæð 102,7 ferm., samtals 611,5 ferm., 3155,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 151.450
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26305 (32.47.270.2)
260962-3539 Páll Heimir Pálsson
Stíflusel 10 109 Reykjavík
12.
Jörfagrund 9, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja pallbyggt einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 9 við Jörfagrund.
Vottorð Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins vegna steyptra eininga dags. 17. mars 2000 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 206,1 ferm., bílgeymsla 28,6 ferm. Samtals 863,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 41.467
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26307 (04.11.520.5)
550399-2539 Íslenska byggingafélagið ehf
Holtagerði 32 200 Kópavogur
13.
Kristnibraut 75, fjölbýlishús 6 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum á lóðinni nr. 75 við Kristnibraut.
Stærð: 1. hæð geymslur o.fl. 239,7 ferm., 2. hæð íbúðir 232,7 ferm., 3. hæð íbúðir 236,8 ferm., 4. hæð íbúðir 236,8 ferm. Samtals 946,0 ferm. og 2757,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 132.336
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 26233 (02.87.160.2)
021256-7579 Jón Þór Þorvaldsson
Logafold 128 112 Reykjavík
14.
Logafold 128, skýli
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja opið skýli að austurhlið bílskúrs á lóðinni nr. 128 við Logafold, samkv. uppdr. Úti og inni, dags. 18.11.02. Lagt fram samþykki eiganda Logafoldar 130, sem grenndarkynnt var fyrir, á uppdr.
Gjald kr. 4.800
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26325 (04.93.100.1)
640300-3610 Holtasel ehf
Gerðhömrum 27 112 Reykjavík
15.
Skógarsel 11-15, fjölbýlishús C
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með þrjátíu íbúðum einangrað utan og klætt múrkerfi með innbyggðri bílageymslu fyrir fjörutíu bíla á lóðinni nr. 11-15 við Skógarsel.
Bréf hönnuða dags. 3. desember 2002 fylgir erindinu.
Stærð xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 26324 (04.93.100.1)
640300-3610 Holtasel ehf
Gerðhömrum 27 112 Reykjavík
16.
Skógarsel 11-15, nýbygging A
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús á tveimur hæðum með tíu íbúðum og tíu innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 11-15 við Skógarsel.
Stærð xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 24884 (01.19.720.9)
040558-5199 Stefán Einar Matthíasson
Smáragata 13 101 Reykjavík
17.
Smáragata 13, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa eldri bílskúr (matshl. 70, landnr. 102724, fastanr. 200-9255) og byggja nýjan steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 13 við Smáragötu, samkv. uppdr. Finns Björgvinssonar arkitekts, dags. 16.04.02, breytt 17.09.02. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa og umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 10. maí og 2. sept. 2002 fylgja erindinu. Bréf skrifstofu forseta Íslands dags. 21. ágúst 2002 fylgir erindinu, ásamt bréfi umsækjanda dags. 1.10.02 og 5.12.02. Málið var í kynningu frá 21. október til 26. nóvember 2002. Athugasemdabréf bárust frá skrifstofu forseta Íslands, dags. 25.11.02 og forsætisráðuneytinu, dags. 25.11.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 09.12.02.
Stærð: Eldri bílskúr 22,8 ferm og 71 rúmm.
Nýr bílskúr 71,2 ferm. og 245,3 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 11.774
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 26141 (04.93.030.2)
700402-6060 Eignarhaldsfélagið Mending ehf
Vogaseli 3 109 Reykjavík
18.
Vogasel 3, br. í tvær íb. + viðb.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta áður einbýlishúsi í tvíbýlishús með því að innrétta íbúð í áður vinnustofu og leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu við norðurhlið 1. hæðar hússins á lóð nr. 3 við Vogasel, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Tjarnargötu 4 dags. í okt. 2002. Samþykki nágranna (á teikningu) fylgir erindinu, dags. 03.12.02.
Stærð: Viðbygging 2,4 ferm., 6,5 rúmm., milliloft 51,2 ferm.
Gjald kr. 4.800 + 312
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Komi til breytinga á mannvirkjum Reykjavíkurborgar þ.e. gangstétt , kantsteini og lögnum og búnaði Orkuveitu Reykjavíkur skal sá kostnaður greiddur af umsækjanda.


Umsókn nr. 26331 (05.13.620.2)
431201-2670 Rimabær ehf
Laugavegi 103 105 Reykjavík
19.
Þorláksgeisli 11, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir sex bíla á lóðinni nr. 11 við Þorláksgeisla.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 240,0 ferm., geymslur o.fl. 96,0 ferm. 2. hæð íbúðir 297,1 ferm. 3. hæð 297,1 ferm.
Samtals 930,2 ferm. og 2699,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 129.576
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26169 (01.17.311.2)
070448-2979 María Guðbjörg Maríusdóttir
Stýrimannastígur 13 101 Reykjavík
20.
Laugavegur 56, (fsp) 56, 58a,58b,
Spurt er hvort leyft yrði að sameina lóðir nr. 58-58A og 58B við Laugaveg og byggja allt að fjögurra hæða byggingu á bakhluta stækkaðrar lóðar ásamt lóð nr. 56 við Laugaveg. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 03.12.02.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 6. nóvember 2002, bréf hönnuðar dags. 5. september 2000 ásamt ljósriti af bréfi sent hagsmunaaðilum vegna væntanlegs deiliskipulags dags. 6. mars 2000 fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til fyrirliggjandi deiliskipulagsvinnu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að vinnu við deiliskipulag svæðisins verði hraðað. Nefndin er jafnframt jákvæð fyrir að athugað verði með uppbyggingu í anda fyrirspurnarinnar.





Umsókn nr. 26079 (01.17.101.2)
171253-3659 Anna Ólafsdóttir
Birkihlíð 48 105 Reykjavík
21.
Laugavegur 7, fsp. veitingastaður
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í samræmi við meðfylgjandi teikningar M3 arkitekta, dags. 21.10.02, á fyrstu hæð hússins nr. 7 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14.11.02, umsögn borgarlögmanns, dags. 06.12.02, bréf Lögmannsstofunnar ehf., dags. 23.10.02, bréf Lögmannstofunnar Fortis ehf., dags. 23.10.02.
Frestað.

Þorlákur Traustason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 20386 (01.13.61)
121247-3489 Hjörleifur Stefánsson
Fjölnisvegur 12 101 Reykjavík
22.
Aðalstræti 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. desember 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27. f.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 2.


Umsókn nr. 10070
23.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 29. nóvember og 6. desember 2002.


Umsókn nr. 26014 (01.44.300.5)
24.
Barðavogur 21, kæra
Lagt fram að nýju bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. október 2002, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. apríl 2001 þar sem synjað var um beiðni kæranda um að fá húsið að Barðavogi 21 samþykkt sem þríbýlishús. Einnig lögð fram umsögn forstöðum. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 02.12.02.
Umsögn forstöðum. lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 25644
26.
Götuheiti, tillögur nafnanefndar
Lagt fram að nýju bréf nafnanefndar dags. 19. ágúst 2002 ásamt tillögum nefndarinnar.
Kynnt.

Umsókn nr. 26343 (01.18.350.7)
27.
Laufásvegur 21-23, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 5. desember 2002 í máli nr. 10/2002, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 24. apríl 2002 um að veita byggingarleyfi fyrir tengibyggingu á lóðinni nr. 21-23 við Laufásveg.
Úrskurðarorð:
Kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 24. apríl 2002, um að veita byggingarleyfi fyrir tengibyggingu á lóðinni nr. 21-23 við Laufásveg, er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 10390 (01.17.22)
28.
Reitur 1.172.2, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. desember 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27. f.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.172.2, sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg.


Umsókn nr. 20251 (01.18.02)
29.
Reitur 1.180,2, Hallveigarstígur, Bergstaðastr., Spítalastígur, Ingólfsstræti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. desember 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27. f.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.180.2, sem markast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti.


Umsókn nr. 20014
30.
Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni,
Fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar varðandi Dalhús.
Kynnt staða vinnu.