Efstaland 26, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Grjótháls 8, Háteigsvegur 14, Vesturgata 21, Klettháls 15, Sólvallagata 80, Þórðarsveigur 14-18, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Ásgarður 18-20, Bjargarstígur 14, Borgartún 25-27 og 31, Engjateigur 7, Grafarvogur, Laugavegur 53B, Reitur 1.161.1/2, Reitur 1.181.0, Reykjanesbraut, Sigtún 38, Skógarsel - íþróttasvæði ÍR., Smáragata 13,

Skipulags- og byggingarnefnd

93. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 09:07, var haldinn 93. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Helga Guðmundsdóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20336 (01.85.01)
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
1.
Efstaland 26, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 24.09.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 26 við Efstaland. Málið var í kynningu frá 10. október til 8. nóvember 2002. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt deiliskipulagstillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 26173
2.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 226 frá 12. nóvember 2002, án liðar nr. 45
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 17 og 22 frá 22. október 2002.


Umsókn nr. 26154 (04.30.120.1)
590269-1749 Skeljungur hf
Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík
3.
Grjótháls 8, bílaþvottastöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja þvottastöð úr steinsteypu einangraða að utan og klædda með álplötum ásamt þvottaaðstöðu vestan við bensínstöð Skeljungs á lóð nr. 8 við Grjótháls.
Stærð: Þvottastöð 101 ferm., 429,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 41.102
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25537 (01.24.441.4)
141250-4269 Dagbjört Erla Magnúsdóttir
Háteigsvegur 14 105 Reykjavík
210551-3879 Kristján Valdimarsson
Laugavegur 135 105 Reykjavík
301264-2919 Ragnheiður Bóasdóttir
Snorrabraut 71 105 Reykjavík
4.
Háteigsvegur 14, lagt fram bréf
Lagt fram bréf Lögfræðiþjónustunnar dags. 22. október 2002, þar sem þess er krafist að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 17. september s.l., um að fella úr gildi byggingarleyfi sem samþykkt var á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 4. september 2001, um samþykkt fyrir reyndarteikningum og áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 14 við Háteigsveg.
Frestað.
Málsaðila er bent á að snúa sér til kærunefndar fjöleignarhúsamála varðandi túlkun fjöleignahúsarlaga nr. 26/1994 um hvort samþykki meðeigenda þurfi fyrir þeim breytingum sem samþykktar voru þann 4. september 2001 og felldar voru úr gildi þann 17. september s.l.


Umsókn nr. 26080 (01.13.600.5)
020367-3699 Jón Hafnfjörð Ævarsson
Vesturgata 21 101 Reykjavík
5.
Vesturgata 21, endur- og nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að sameina lóðir nr. 21, 21B við Vesturgötu og hluta lóða 8A og 10 við Ránargötu, leyfi til þess að rífa hús nr. 21B við Vesturgötu ásamt bakhúsi og bílskúr við hús nr. 21 við Vesturgötu, breyta innra fyrirkomulagi og útliti hússins nr. 21 og byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með fjórum íbúðum að Vesturgötu auk tveggja steinsteyptra bakhúsa sem hýsa alls fjórar íbúðir allt einangrað að utan og klætt með bárujárni og múrsteini. Samtals verða þá níu íbúðir á lóðinni nr. 21 við Vesturgötu.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8. nóvember 2002 fylgir erindinu.
Samþykki nágranna Vesturgötu 21B dags. 25. júlí 2002 fylgir erindinu.
Stærð xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina og lóðarmarkabreytingu fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 6, 6A,8A, 10, 12 og 12A og Vesturgötu 19, 20, 22, 23, 24, 25, 26A og 26B.

Umsókn nr. 26159 (04.34.680.1)
470497-2549 Goddi ehf
Auðbrekku 19 200 Kópavogur
670169-7319 Jón Bergsson ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
6.
Klettháls 15, (fsp) nýbygging
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einnar hæðar stálgrindarskemmu fyrir tvær heildsölur í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 15 við Klettháls.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum. Lagfæra útlit.


Umsókn nr. 26157 (01.13.340.1)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
7.
Sólvallagata 80, (fsp) stækka hús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja eina hæð ofan á suðvesturhorn húss nr. 84 og fjölga með því um eina íbúð á lóð nr. 80-84 við Sólvallagötu.
Bréf hönnuðar dags. 3. nóvember 2002 fylgja erindinu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að taka neikvætt í fyrirspurnina í ljósi forsögu málsins.
Anna Kristinsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 26146 (05.13.330.1)
410694-2129 Byggingafélagið Breki ehf
Bjarkarási 24 210 Garðabær
8.
Þórðarsveigur 14-18, (fsp) fjölgun íbúða
Spurt er hvort leyft yrði að byggja þriggja til fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með 29 íbúðum og bílgeymslu fyrir 25 bíla í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 14-18 við Þóðarsveig.
Neikvætt gagnvart fjölgun íbúða.

Umsókn nr. 10070
9.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 1. nóvember 2002.


Umsókn nr. 26177 (01.83.420.3 04)
10.
Ásgarður 18-20, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. nóvember 2002, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 27. ágúst s.l., um að samþykkja leyfi til þess að breyta verslunarhúsæði á annarri hæð mh. 03 á lóðinni nr. 18-22 við Ásgarð í þrjár sjálfstæðar íbúðir með geymslum á fyrstu hæð.
Málinu vísað til umsagnar forstm. fjármála- og reksturs.

Umsókn nr. 20407 (11.84)
11.
Bjargarstígur 14, gatnagerðargjöld
Lagt fram bréf Einars Guðjónssonar f.h. Tinnu Jóhannsdóttur, dags. 04.11.02, varðandi ólöglega innheimtu gatnagerðargjalda að Bjargarstíg 14.
Málinu vísað til afgreiðslu skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

Umsókn nr. 20404 (01.21.81)
12.
Borgartún 25-27 og 31, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 29.10.02, ásamt afriti af kæru frá 20.08.02, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðirnar nr. 25-27 og 31 við Borgartún.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20303 (01.36.65)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
13.
Engjateigur 7, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna fækkunar bílastæða við Engjateig 7.


Umsókn nr. 20403 (02.8)
14.
Grafarvogur, hlaupahópur
Lagt fram bréf Hlaupahóps Grafarvogs, dags. 30.09.02, varðandi áningarstað fyrir útivistarfólk í Grafarvogi.
Vísað til skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 26176 (01.17.302.1)
15.
Laugavegur 53B, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. nóvember 2002, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 27. ágúst 2002 um að samþykkja umsókn Nagla ehf., um leyfi til þess að innrétta veitingastað á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 53B við Laugaveg.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20304 (01.16.1)
440900-2830 Stúdíó andrúm arkitektar ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
16.
Reitur 1.161.1/2, breyting á deiliskipulagi v/Garðastræti 41
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.161.1/2 vegna Garðastrætis 41.


Umsókn nr. 20252 (01.18.10)
17.
Reitur 1.181.0, Skólavörðustígur, Týsgata, Spítalastígur, Óðinsgata
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.181.0, sem markast af Skólavörðustíg, Týsgötu, Spítalastíg og Óðinsgötu.


Umsókn nr. 20405 (04.6)
18.
Reykjanesbraut, Stekkjarbakki, mislæg gatnamót
Lagt fram bréf eiganda Staldursins við Stekkjarbakka, dags. 04.11.02, varðandi mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar, Stekkjarbakka og Smiðjuvegar og aðkomu að Staldrinu.
Formaður gerði grein fyrir því að málið væri til meðferðar umhverfis- og tæknisviðs.

Umsókn nr. 20406 (01.36.60)
19.
Sigtún 38, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 05.11.02, ásamt afriti af kærum, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. september 2002 um breytingu á deiliskipulagi "Sigtúnsreit" vegna Sigtúns 38 lóðar Grand Hótels.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði- og stjórnsýslu.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10444 (04.91.4)
670169-1549 Íþróttafélag Reykjavíkur
Skógarseli 12 109 Reykjavík
20.
Skógarsel - íþróttasvæði ÍR., flettiskilti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23. s.m. varðandi staðsetningu flettiskiltis á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar.


Umsókn nr. 24884 (01.19.720.9)
040558-5199 Stefán Einar Matthíasson
Smáragata 13 101 Reykjavík
21.
Smáragata 13, bílskúr
Lagður fram tölvupóstur forsetaritara, dags. 11.11.02, varðandi ósk um framlengingu á fresti vegna grenndarkynningar Smáragötu 13.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 26. nóvember n.k.