Ingólfsstræti 1, Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, Grófin, Vínlandsleið 12-16, Reykjavíkurtjörn, Skildinganes, Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, Brautarholt 2, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bæjarflöt 10, Granaskjól 20, Grettisgata 39, Jötnaborgir 9-11, Kambsvegur 19, Hagatorg kirkja, Aðalskipulag Reykjavíkur, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Gautavík 20-22 og 28-30, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Reykjanesbraut, Skildingatangi 4, Skipulags- og byggingarnefnd, Sundahöfn,

Skipulags- og byggingarnefnd

91. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 30. október kl. 09:05, var haldinn 91. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Hermannsson, Nikulás Úlfar Másson, Jóhannes Kjarval, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar og Helga Guðmundsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20353 (01.15.03)
501299-2279 EON arkitektar ehf
Brautarholti 1 105 Reykjavík
1.
Ingólfsstræti 1, Fiskistofa
Lögð fram tillaga EON arkitekta, dags. í ágúst 2002. Einnig lögð fram umsögn Arkþings ehf, mótt. 15.10.02 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.10.02.
Jákvætt að umsækjandi láti vinna á eigin kostnað tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Grenndarkynna þarf tillöguna fyrir hagsmunaaðilum þegar hún berst.

Umsókn nr. 970548 (01.18.21)
420369-7789 Ölgerðin Egill Skallagrímss ehf
Grjóthálsi 7-11 110 Reykjavík
2.
Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Tangram arkitekta ehf, dags. 12.09.02, að deiliskipulagi reits 1.182.1, "Ölgerðarreitur", milli Klapparstígs, Grettisgötu og Njálsgötu. Einnig lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 02.10.02, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15.10.02, umsögn Árbæjarsafns, dags. 22.10.02 og svör Tangram arkitekta ehf, við athugasemdum, dags. 28.10.02.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:20

Jákvætt að deiliskipulagstillaga svæðisins verði unnin með hliðsjón af framlagðri tillögu.

Umsókn nr. 351 (01.11.8)
3.
Grófin, breytt deiliskipulag
Lögð fram breytt tillaga Arkitektur.is að deiliskipulagi reits 1.140.0, sem afmarkast af Grófinni, Tryggvagötu, Naustinni og Hafnarstræti, dags. 24.10.02.
Samþykkt að afturkalla fyrri ákvörðun nefndarinnar um auglýsingu frá 05.12.01 og að auglýsa framlagða tillögu eins og henni hefur verið breytt varðandi lóðarmörk.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20324
540174-0409 Ljósmyndavörur ehf
Skipholti 31 105 Reykjavík
4.
Vínlandsleið 12-16, matvöruverslun
Lagt fram að nýju bréf Ljósmyndavara ehf, dags. 16.09.02, varðandi heimild til reksturs matvöruverslunar að Vínlandsleið 16.
Synjað.
Umrætt svæði er athafnasvæði skv. gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og deiliskipulagi svæðisins. Á svæðinu er því heimil sú landnotkun sem kveðið er á um í aðalskipulagi. Almennt er ekki gert ráð fyrir matvöruverslunum á athafnasvæðum en sækja má um heimild skipulagsyfirvalda fyrir slíkum rekstri. Þegar Grafarholtshverfið var skipulagt var ekki gert ráð fyrir matvörumörkuðum á þessu svæði og þau ekki skipulögð sem slík. Gert var ráð fyrir sérstakri verslunar- og þjónustulóð í miðju hverfisins sem staðsett var, skipulögð og úthlutað á þeim forsendum. Í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags telur skipulags- og byggingarnefnd nauðsynlegt að framfylgja skipulagi um staðsetningu verslunar- og þjónustumiðstöðva og heimila ekki nýja matvörumarkaði sem stefnt geta tilveru hinna skipulögðu verslunar- og þjónustulóða í hættu og þar með skipulagi svæðisins. Nefndin mun því ekki heimila matvörumarkaði á athafnasvæðunum í og við Grafarholt í samræmi við framangreint og þá stefnu aðalskipulags að halda verslunarmiðstöðvum í göngufjarlægð frá íbúðahverfum.


Umsókn nr. 20249
5.
Reykjavíkurtjörn, bílgeymsla
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, varðandi fund borgarráðs þann 12. júlí 2002, þar sem samþykkt var að óska eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar, samgöngunefndar og skipulags- og byggingarnefndar um tillögur bjóðenda og niðurstöðu dómnefndar og mælst til að hafinn verði undirbúningur að gerð deiliskipulags. Einnig lagt fram bréf umhverfis- og tæknisviðs, dags. 01.10.02, bréf Skipulagsstofnunar dags. 01.10.02 og drög að umsögn skipulags- og byggingarsviðs.
Frestað.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að samhliða umsögn skipulags- og byggingarsviðs um bílastæðahús undir tjörninni verði kynntir kostir og gallar annarra valkosta bílastæðahúsa í miðborginni. Slík vinna yrði unnin í samhengi og samræmi við sambærilega vinnu í samgöngunefnd.

Tillagan féll á jöfnu, með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks gegn þremur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Óskar Dýrmundur Ólafsson sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Fulltrúar Reykjavíkurlista Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Þorlákur Traustason óskuðu bókað:
Skoðun á fleiri kostum bílastæðahúsa í miðborg Reykjavíkur er kostnaðarsöm og tímafrek. Að auki liggur fyrir úttekt og skoðun á vegum bílastæðasjóðs um bílastæði í miðborginni.
Sjálfsagt er að sú skoðun sem nú fer fram í samgöngunefnd á öðrum valmöguleikum verði jafnframt kynnt á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Það er álit fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að þegar skoðaður er sá kostur að setja bílageymslu undir tjörnina sé það nauðsynlegt fyrir skipulags- og byggingarnefnd að kynna sér gaumgæfilega aðra kosti og áhrif þeirra. Varðandi kostnaðarrök meirihlutans þá skal á það bent að samkvæmt þeirri áætlun um gerð deiliskipulags sem samþykkt hefur verið þarf að fara í samanburð á mismunandi kostum fyrir bílastæðahús.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja skynsamlegt að fara strax í þá vinnu og telja það forsendu fyrir þeirri umsögn sem nefndinni er ætlað að veita.


Umsókn nr. 20384 (01.67)
6.
Skildinganes, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög að tillögu Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts, dags. í okt. 2002, ásamt greinargerð, mótt. 28.10.02, að deiliskipulagi fyrir Skildinganes, reiti 1.671, 1.674, 1.675 og 1.676, sem markast af Einarsnesi, Skildinganesi, Skeljanesi og útivistarsvæði með strandlengju.
Höfundar kynntu.

Umsókn nr. 10238
621097-2109 Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
620692-2129 Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
7.
Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju auglýst tillaga Zeppelin arkitekta , ásamt skilmálum að deiliskipulagi Landssímalóðarinnar í Gufunesi. Einnig lögð fram breytt tillaga, dags. 15.10.02. Málið var í auglýsingu frá 6. mars til 17. apríl, athugasemdafrestur var til 17. apríl 2002. Eftirfarandi aðilar sendu athugasemdir: María Kristbjörg Ingvarsdóttir, Vættaborgum 8-B, dags. 07.03.02 og dags. 24.10.02, undirskriftalistar með nöfnum 402 íbúa frá fundi í Rimaskóla 09.04.02, Íbúasamtök Grafarvogs, dags. 12.04.02, Þórdís T. Þórarinsdóttir, Laufrima 34, dags. 14.04.02, 8 íbúar við Laufrima 34, dags. 15.04.02, 6 íbúar við Mosarima 32, 34 og 36, dags. 15.04.02, undirskriftalistar með nöfnum 543 íbúa við Lauf-, Mosa-, Smára, Stara- og Viðarrima, dags. 16.04.02, Birna K. Sigurðardóttir, Smárarima 16, mótt. 17.04.02, Emil Örn Kristjánsson, Smárarima 6, dags. 17.04.02, undirskriftalistar með nöfnum 14 íbúa í Rimahverfi, dags. 17.04.02. Einnig lagt fram bréf skólastjóra Tónskóla Hörpunnar, dags. 28.02.02, varðandi lóð fyrir tónlistarskóla á lóð Landssímans í Rimahverfi og umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 17.04.02. Ennfremur lögð fram drög að fundargerð frá almennum kynningarfundi fyrir íbúa Rimahverfis, sem haldinn var 09.04.02 og bréf Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 24.04.02, og drög að fundargerð frá almennum kynningarfundi með íbúum þann 22.10.02.
Kynnt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að breytt tillaga að deiliskipulagi Sóleyjarrima 1, lóð Landssímans, verði send í auglýsingu og kynnt fyrir íbúum og hagsmunaaðilum.

Samþykkt að fresta afgreiðslu tillögunnar á milli funda.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Ég tek undir tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að ný deiliskipulagstillaga verði auglýst. Ég tel að ekki hafi verið haft nóg samráð við íbúa varðandi þessa tillögu og gangrýni að fulltrúi F-listans í skipulags- og byggingarnefnd var ekki látin vita af opnum fundi með íbúum um skipulag á Landssímalóðinni, sem haldinn var í Rimaskóla 22. okt. sl.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Vegna bókunar fulltrúa F-lista um ónóga kynningu á almennum kynningarfundi fyrir íbúa Rimahverfis á skipulagi Landssímalóðar er rétt að benda á að fundurinn var rækilega auglýstur í fjölmiðlum, alls 3 sinnum, og einblöðungur borin út í hvert hús í Rima- og Borgarhverfi. Sjálfsagt er vegna framkominna athugasemda að kynna framvegis almenna kynningarfundi á vegum nefndarinnar fyrir fulltrúum skipulags- og byggingarnefndar.


Umsókn nr. 20345 (01.24.12)
050653-5529 Þormóður Sveinsson
Heiðargerði 124 108 Reykjavík
8.
Brautarholt 2, breytt notkun, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 25.09.02, ásamt greinargerð, dags. 24.09.02, varðandi breytingar á Brautarholti 2 (matshluta 02), samkv. uppdr. dags. 24.09.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15.10.02 ásamt bréfi gatnamálastjóra dags. 16.10.02.
Frestað.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 26093
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 224 frá 29. október 2002.


Umsókn nr. 25472 (02.57.580.3)
621194-2329 Kar ehf
Bæjarflöt 10 112 Reykjavík
10.
Bæjarflöt 10, viðbygging
Lagt fram bréf ARKÍS ehf, dags. 21.10.02, varðandi endurskoðun á synjun á erindi Kar ehf, um byggingu annars áfanga á lóð nr. 10 við Bæjarflöt, samkv. uppdr. dags. 16.07.02.
Frestað.

Umsókn nr. 25971 (01.51.560.1)
240951-3399 Inga Jóna Þórðardóttir
Granaskjól 20 107 Reykjavík
080451-4749 Geir Hilmar Haarde
Granaskjól 20 107 Reykjavík
11.
Granaskjól 20, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi beggja hæða, breyta stiga milli hæða, byggja viðbyggingu við suðurhlið kjallara og 1. hæðar og stækka svalir 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 20 við Granaskjól, samkv. uppdr. Hornsteina dags. 4.10.02. Einnig lagt fram samþykki hagsmunaaðila að Granaskjóli 18, áritað á uppdr. dags. 27.10.02.
Stærð: Viðbygging samtals 15,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.896
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25705 (01.17.312.5)
200364-7919 Valgerður Auður Andrésdóttir
Grettisgata 39 101 Reykjavík
12.
Grettisgata 39, viðbygging o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við vesturhlið og breyta lágreistu þaki í nýtanlega þakhæð yfir elsta hluta íbúðarhúss á lóð nr. 39 við Grettisgötu, samkv. uppdr. Arkitekta Ólöf og Jon ehf, dags. 21.08.02. Umsögn Árbæjarsafns dags. 24. júní 2002 og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 4. september 2002 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 25. sept. til 24. október 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 1. hæð 4,1 ferm., þakhæð 38 ferm., samtals stækkun 42,1 ferm., 89,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 4.331
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 24898 (02.34.130.7)
030368-3209 Bergrós Kjartansdóttir
Jötnaborgir 11 112 Reykjavík
120860-4889 Jón Rósmann Mýrdal
Jötnaborgir 11 112 Reykjavík
13.
Jötnaborgir 9-11, (11) bygging undir svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu undir svölum á austurhlið hússins nr. 11 á lóðinni nr. 9-11 við Jötnaborgir, samkv. uppdr. Hugverks, dags. 04.04.95, breytt 12.05.02. Samþykki meðeigenda í húsi (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 25. sept. til 24. október 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 16,5 ferm. og 47,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2.294
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25500 (01.35.420.5)
260472-5699 Birkir Bárðarson
Kambsvegur 19 104 Reykjavík
14.
Kambsvegur 19, kvistir - svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að afmarka séreign í kjallara og byggja fimm kvisti og svalir á þakhæð húss á lóð nr. 19 við Kambsveg, samkv. uppdr. 12.08.02. Íbúðarskoðun dags. 20. janúar 1999, afsal vegna eignar í kjallara dags. 17. ágúst 1999 og samþykki meðeigenda ódags. fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 27. sept. til 25. okt. 2002. Engar athugsemdir bárust.
Stærð: Stækkun 2. hæð 17,2 ferm., 34,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.675
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 26084 (01.54.410.2)
480269-0719 Neskirkja
Hagatorgi 107 Reykjavík
15.
Hagatorg kirkja, (fsp) breytingar
Spurt er hvort leyft yrði að byggja safnaðarheimili og tengigang að vesturhlið Neskirkjunnar í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð kirkjunnar við Hagatorg.
Bréf Húsafriðunarnefndar dags. 4. september 2002 fylgir erindinu.
Frestað.

Umsókn nr. 523
16.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 03.10.02, varðandi Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 um afstöðu Skipulagsstofnunar. Einnig lagt fram bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 02.10.02, greinargerð Lögmanna Skólavörðustíg 6B sf, dags. 02.10.02, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 20.09.02, 09.10.02 og bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 29.10.02..


Umsókn nr. 10070
17.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 10. 18. og 25. október 2002.


Umsókn nr. 20305 (02.35.74)
18.
Gautavík 20-22 og 28-30, breyting á lóðamörkum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. s.m. varðandi breytingu á lóðarmörkum að Gautavík 20-22 og 28-30.


Umsókn nr. 980691 (01.6)
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
19.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Hlíðarenda og breytingu á aðalskipulagi.


Umsókn nr. 20365 (04.6)
20.
Reykjanesbraut, Stekkjarbakki, mislæg gatnamót, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. s.m. um auglýsingu á breytingu deiliskipulags vegna mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka.


Umsókn nr. 20318 (01.67.52)
610102-2980 Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
21.
Skildingatangi 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi að Skildingatanga 4.


Umsókn nr. 552
23.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 17. október 2002 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 2. og 9. október 2002.


Umsókn nr. 20382 (01.33.2)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
24.
Sundahöfn, Skarfagarður, Skarfabakki
Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar frá 23. október 2002 um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar hafnarmannvirkja, Skarfagarðs og Skarfabakka í Sundahöfn. Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 26.08.02, varðandi framkvæmdaleyfi.
Frestað.