Aðalskipulag Reykjavíkur, Smáragata 13, Fossvogsvegur, Fylkisvegur, íþróttasvæði Fylkis, Naustabryggja 36-52, Kjalarnes, Skógarás, Kjalarnes, Esjumelar, Aðalstræti 2, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ármúli 12, Grundarstígur 5, Grænlandsleið 29-53, Gufunes skolpdælustöð, Kirkjustétt 15-21, Kjalarnes, Perluhvammur, Látrasel 7, Stakkahlíð 17, Gvendargeisli 100, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Austurstræti 18, Barðavogur 21, Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, Laugavegur 59, Reitur 1.171.2, Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Reykjavíkurtjörn, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarsvið, Sóltún 2, Teigagerði, Vesturhöfnin, Þórsgötureitur,

Skipulags- og byggingarnefnd

88. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 16. október kl. 09:05, var haldinn 88. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Hermannsson, Stefán Haraldsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Helga Guðmundsdóttir og Þórarinn Þórarinsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Aðgerðaáætlun Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.
Frestað.

Umsókn nr. 24884 (01.19.720.9)
040558-5199 Stefán Einar Matthíasson
Smáragata 13 101 Reykjavík
2.
Smáragata 13, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa eldri bílskúr (matshl. 70, landnr. 102724, fastanr. 200-9255) og byggja nýjan steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 13 við Smáragötu, samkv. uppdr. Finns Björgvinssonar arkitekts, dags. 16.04.02, breytt 17.09.02.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa og umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 10. maí og 2. sept. 2002 fylgja erindinu. Bréf skrifstofu forseta Íslands dags. 21. ágúst 2002 fylgir erindinu, ásamt bréfi umsækjanda dags. 1.10.02.
Stærð: Eldri bílskúr 22,8 ferm og 71 rúmm.
Nýr bílskúr 71,2 ferm. og 245,3 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 11.774
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 70, 72 og 74.

Umsókn nr. 10361 (01.8)
3.
Fossvogsvegur, fjölbýlishús fyrir eldri borgara
Lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 8.10.02.
Frestað.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru ekki sammála drögum að skipulagsforsögn og verkýslingu fyrir deiliskipulag á lóð fyrir neðan Fossvogsveg, þar sem gert er ráð fyrir að breyta grænu svæði í byggt svæði.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Ljóst er að breytt nýting þessa útivistarsvæðis kallar á breytingu á aðalskipulagi og mun koma íbúum aðliggjandi svæðis í opna skjöldu. Ég get því ekki lýst stuðningu við hugmyndir um byggingu fimm hæða fjölbýlishúss á þessu svæði.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Fulltrúar Reykjavíkurlista telja rétt að fram fari könnun á viðhorfi íbúa í nágrenni viðkomandi lóðar, sem skilgreind hefur verið sem grænt svæði, áður en afstaða verður tekin til skipulagsforsagnar. Telja fulltrúarnir ekki rétt á þessu stigi að taka afstöðu til einstakra hugmynda um byggingu á umræddri lóð, en telja augljóst að bygging, yrði af henni, þurfi að falla vel að umhverfi sínu og að margra hæða bygging komi ekki til greina.


Umsókn nr. 361 (04.36.3)
481173-0359 Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj
Fylkisvegi 6 110 Reykjavík
4.
Fylkisvegur, íþróttasvæði Fylkis, deiliskipulag
Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 21.06.02. Einnig lögð fram ný tillaga Erlings G. Pedersen arkitekts, dags. 04.10.02, að deiliskipulagi Fylkissvæðis í Elliðaárdal.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20356
5.
Naustabryggja 36-52, breytingar
Lagt fram bréf Björns Ólafs arkitekts, dags. 17.09.02, varðandi breytingar á raðhúsum í fjölbýli við Naustabryggju 36-52, samkv. grunnmyndum dags. 18.09.02.
Frestað.

Umsókn nr. 20036
210651-3819 Einar Ingimarsson
Heiðargerði 38 108 Reykjavík
6.
Kjalarnes, Skógarás, vélageymsla
Lögð fram að nýju tillaga Einars Ingimarssonar arkitekts, dags. 22.01.02, að afmörkun spildu úr Saurbæjarlandi fyrir vélageymslu.
Synjað sbr. samþykkt byggingarnefndar Kjalarness frá 13.05.1996 um að skemman hafi bara leyfi til að standa til 31.12.1999. Með tilliti til staðsetningar hennar telur nefndin ekki rétt að breyta þeirri ákvörðun. Skemman skal því fjarlægð.

Umsókn nr. 20253
591000-2170 Verksýn ehf
Skagaseli 6 109 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Esjumelar, lóð fyrir geymslu og lagerhúsnæði
Lagt fram bréf Verksýnar ehf, dags. 04.07.02, varðandi lóð fyrir geymslu og lagerhúsnæði á Esjumelum á svæðinu milli Lækjar- og Langamela og Vesturlandsvegar, samkv. uppdr. Teiknistofu Hauks Viktorssonar, dags. 04.06.02.
Jákvætt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn.

Umsókn nr. 25986 (01.13.610.1)
700485-0139 Minjavernd hf
Amtmannsstíg 1 101 Reykjavík
8.
Aðalstræti 2, Tengib., veitingah. ofl.
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi tengibyggingu, milli endurbyggðs framhúss að Aðalstræti og vöruskemmu að Vesturgötu, byggja tengibyggingu úr gleri og stáli og innrétta í öllum þrem byggingum veitingasölu, verslun og skrifstofur á lóð nr. 2 við Aðalstæti. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.10.02 og bréf húsafriðunarnefndar dags. 9.10.02.
Bréf hönnuðar dags. 10. október 2002 og brunahönnun Línuhönnun dags. í október 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Stærðaraukning samtals 136 ferm., 651,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 31.267
Frestað.

Umsókn nr. 26019
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 222 frá 15. október 2002, án liðar nr. 35.


Umsókn nr. 25975 (01.29.020.1)
460269-2969 Menntamálaráðuneyti
Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík
10.
Ármúli 12, færanlegar kennslustofur
Sótt er um leyfi til þess að setja tvær færanlegar kennslustofur við norðvesturhlið Ármúlaskóla á lóð nr. 12 við Ármúla.
Stærð: Færanleg kennslustofa 62,2 ferm., xxx rúmm. hvor stofa.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25615 (01.18.400.4)
240761-2469 Sigurður Örn Sigurðsson
Hlíðartún 11 270 Mosfellsbær
11.
Grundarstígur 5, reyndarteikningar
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af framhúsi (matshl. 01) á lóðinni nr. 5 við Grundarstíg.
Sýnt er innra skipulag á öllum hæðum hússins.
Jafnframt lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. október 2002, bréf umsæjanda ódagsett, móttekið 4. október 2002, afrit af afsali dags. 12. september 1912, erfðarafsal dags. 13. febrúar 1971, afrit af skiptasamningi dags. 24. nóvember 1983, yfirlýsing skiptaráðanda í Reykjavík dags. 8. október 1991, afrit úr skrám Fasteignamats ríkisins dags. 13. apríl 1978, afrit af álagningu fasteignagjalda árið 2001, yfirlit yfir fasteignir á lóðinni frá Fasteignamati ríkisins dags. 8. júlí 2002, matsvottorð Fasteignamats ríkisins dags. 18. september 2002, afrit af brunatryggingu dags. 1. júlí 2002, yfirlýsing fasteignasölunar fasteign.is dags. 2. október 2002, yfirlýsing fasteignasölunar Húsakaup dags. 3. október 2002, skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 24. ágúst 2002, bréf hönnuðar dags. 24. ágúst 2002 og virðingargjörð dags. 1. febrúar 1943 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.800
Synjað, með vísan til bréfs byggingarfulltrúa og fyrirliggjandi gagna.

Umsókn nr. 25959
530289-1339 JB Byggingarfélag ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
12.
Grænlandsleið 29-53, fjölbýlishús 2.h, 26 íb., 14 mhl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta steinsteypt tveggja hæða tvíbýlishús samtengd með stoðveggjum og sameiginlegri bílgeymslu fyrir 16 bíla ásamt fimm steinsteyptum tveggja hæða tvíbýlishúsum með innbyggðri bílgeymslu fyrir tvo bíla. Samtals er sótt um leyfi til þess að byggja tuttugu og sex íbúðir á lóð nr. 29-53 við Grænlandsleið.
Brunahönnun VSI dags. 1. október 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Hús nr. 29 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 89,9 ferm., 2. hæð 89,9 ferm., samtals 179,8 ferm., 543,9 rúmm.
Hús nr. 31 (matshluti 02), hús nr. 33 (matshluti 03), hús nr. 35 (matshluti 04), hús nr. 37 (matshluti 05), hús nr. 39 (matshluti 06), hús nr. 41 (matshluti 07) og hús nr. 43 (matshluti 08) eru öll sömu stærðar og hús nr. 29 samtals 179,8 ferm., 543,9 rúmm. hvert hús.
Hús nr. 45 (matshluti 09) íbúð 1. hæð 98,5 ferm., 2. hæð 89,6 ferm., bílgeymslur 62,5 ferm., samtals 250,6 ferm., 784,3 rúmm.
Hús nr. 47 (matshluti 10), hús nr. 49 (matshluti 11), hús nr. 51 (matshluti 12) og hús nr. 53 (matshluti 13) eru öll sömu stærðar og hús nr. 45 samtals 250,6 ferm., 784,3 rúmm. hvert hús.
Bílgeymsla (matshluti 14) geymslur íbúða í matshlutum 01-08 samtals 72,5 ferm., bílgeymsla 436,4 ferm., samtals 508,9 ferm., 1477,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 467.990
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26002
580302-3860 Fráveita Reykjavíkur
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
13.
Gufunes skolpdælustöð, skolpdælustöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja sorpdælustöð á til þess afmarkaðri lóð norðvestan við aðstöðu Sorpu á Gufunesi.
Stærð: Samtals 383,7 ferm., 2592,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 124.435
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25999 (04.13.520.1)
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
14.
Kirkjustétt 15-21, fjölbýlish. m. 22 íb. 3h + kj.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús ásamt kjallara undir hluta húss með samtals tuttugu og tveimur íbúðum á lóð nr. 15-17 við Kirkjustétt.
Stærð: Hús nr. 15-19 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 551,3 ferm., 2. hæð 551,3 ferm., 3. hæð 551,3 ferm., samtals 1653,9 ferm., 4768,8 rúmm.
Hús nr. 21 (matshluti 02) íbúð kjallari 124,8 ferm., 1. hæð 166,3 ferm., 2. hæð 168 ferm., 168 ferm., samtals 627,1 ferm., 1796,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 332.285
Synjað, samræmist ekki skipulagsskilmálum.

Umsókn nr. 990365
120257-4639 Jón Jóhann Jóhannsson
Grýtubakki 18 109 Reykjavík
15.
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi, samkv. uppdr. Einars Þ. Ásgeirssonar, dags. 05.06.99. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 02.02.99 og bréf Jóns J. Jóhannssonar og Ingibjargar R. Þengilsdóttur, dags. 19.06.02.
Frestað.

Umsókn nr. 25619 (04.92.840.8)
251046-4419 Jónas Hermannsson
Látrasel 7 109 Reykjavík
16.
Látrasel 7, aukaíbúð á neðri hæð.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að taka í notkun óútfyllt rými á neðri hæð, koma fyrir gluggum á norðvestur- og suðausturhlið neðri hæðar, innrétta aukaíbúð á neðri hæð húss og fjölga bílastæðum úr tveimur í fjögur á lóðinni nr. 7 við Látrasel, samkv. uppdr. Teiknistofu Þorgeirs og Hómeiru, dags. 17.09.02.
Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2002 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 13. ágúst og 17. september 2002 fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 22. ágúst 2002 fylgir erindinu. Bréf rafverktaka dags. 2. september 2002 og samþykki nágranna dags. 22. september 2002 fylgja erindinu. Jafnframt lögð fram umsögn gatnamálastjóra dags. 17. september 2002. Lagt fram samþykki hagsmunaaðila, mótt. 8. okt. 2002.
Stækkun: 1. hæð 62,6 ferm. og 150,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 7.210
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23969 (01.71.400.2)
650297-2539 Skörungar ehf
Lyngási 17 210 Garðabær
621097-2109 Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
17.
Stakkahlíð 17, Niðurrif, nýbygging, 10 íbúðir.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Sótt er um leyfi til þess að rífa verslunarhúsnæði og byggja í þess stað tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með tíu íbúðum á lóðinni nr. 17 við Stakkahlíð. Bílakjallari með fimmtán bílastæðum undir húsinu. Einnig lagt fram bréf formanns húsfélagsins Bogahlíð 2-6 dags. 3.06.02.
Málið var í kynningu frá 24. júní til 19. júlí 2002. Athugasemdabréf bárust frá 8 íbúum í Bogahlíð 8, dags. 01.07.02, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 17.07.02 ásamt framsendu erindi íbúa að Bogahlíð 12-18 frá 8. þ.m, Eddu Hermannsdóttur, Bogahlíð 6, dags. 15.07.02, íbúum Bogahlíðar 2,4 og 6, dags. 16.07.02, eigendum íbúða Bogahlíðar 10, dags. 09.07.02, Aðalheiði Tómasdóttur, Bogahlíð 10, dags. 15.07.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 20.08.02. Lagt fram bréf Eddu Hermannsdóttur, Bogahlíð 6, dags. 28.08.02 og bréf íbúa í Bogahlíð 8-10, dags. 29.09.02 ásamt fundargerð frá fundi dags. 2.10.02, minnisblaði skipulagsfulltrúa um hæðir og skuggavarp dags. 14.10.02 og minnisblað til formanns skipulags- og byggingarnefndar dags. 15.10.02.
Stærð: Verslunarhús sem verður rifið (matshl. 01, landnr. 107251, fastanr. 203-1320) skráð 339,0 ferm. og 1406 rúmm.
Nýbygging: Kjallari, bílgeymsla 463,5 ferm., geymslur o.fl 220,2 ferm. 1. hæð íbúðir 526,9 ferm. 2. hæð 496,0 ferm.
Samtals 1706,6 ferm. og 5113,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 245.429
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista með vísan til umsagnar og fyrirliggjandi gagna.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála því að rétt sé að breyta notkun á umræddum reit við Stakkahlíð. Hins vegar hefðum við viljað sjá talsvert minna byggingarmagn á reitnum og tökum því undir réttmæt mótmæli íbúanna á svæðinu.
Vegna þessa greiðum við atkvæði gegn tillögunni eins og hún liggur fyrir. Málið í heild er því miður enn eitt dæmið um yfirgang R-listans í skipulagsmálum og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma afstöðu meirihlutans til málefnalegra athugasemda íbúanna.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Því er alfarið hafnað að skort hafi á kynningu og samráð við hagsmunaaðila í máli þessu. Auk tveggja ítarlegra grenndarkynninga, lögum samkvæmt, hafa verið haldnir þrír fundir með hagsmunaaðilum, þar af tveir með fyrrverandi nefndarmönnum skipulags- og byggingarnefndar. Hafa minnispunktar frá þeim fundum verið lagðir fram í nefndinni auk þess sem gerð hefur verið ítarlega grein fyrir sjónarmiðum hagsmunaaðila á fundum nefndarinnar og sjónarmið þeirra liggja fyrir í innsendum athugasemdum. Einnig hafa íbúar rætt við núverandi formann nefndarinnar og aðra nefndarmenn og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Framangreint samráð hefur leitt til þess að tillögunni hefur verið gjörbreytt hvað varðar hæð, staðsetningu hússins á lóðinni, fjarlægðir frá nærliggjandi húsum auk þess sem bílastæðum hefur verið komið fyrir neðanjarðar o.fl. Þá hafa verið gerðar mælingar á hæð núverandi húss til að staðreyna hana eftir ábendingar frá íbúum auk þess sem skuggavarp hefur verið staðreynt af embættismönnum. Tala þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni sínu máli um það samráð sem haft hefur verið við íbúa og það tillit sem tekið hefur verið til athugasemda þeirra.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Kjarni málsins er sá að ekkert tillit var tekið til meginóska íbúanna um minnkun byggingarmagns á reitnum.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Minnisblað til formanns skipulags- og byggingarnefndar dags. 15.10.02 sýnir svart á hvítu það mikla samráð sem haft hefur verið við íbúa í málinu og að verulega hefur verið komið til móts við athugasemdir íbúa frá þeirri tillögu sem fyrst var kynnt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til fundargerðar frá fundi með íbúum þann 02.10.02 þar sem fram kemur að ekki hafi verið tekið tillit til óska íbúa.


Umsókn nr. 25993 (05.13.570.5)
010155-6069 Hulda Guðmunda Kjærnested
Fannafold 85 112 Reykjavík
180253-4329 Örn Óskarsson
Fannafold 85 112 Reykjavík
18.
Gvendargeisli 100, (fsp) einbýlish. m. bílg.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 100 við Gvendargeisla.
Frestað.

Umsókn nr. 10070
19.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 4. október 2002.


Umsókn nr. 20366 (01.14.05)
20.
Austurstræti 18, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. október s.l. varðandi kæru eiganda fasteignarinnar að Austurstræti 16, á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 13. des. 2000 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á fasteigninni nr. 18 við Austurstræti.


Umsókn nr. 26014 (01.44.300.5)
21.
Barðavogur 21, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. október 2002, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. apríl 2001 þar sem synjað var um beiðni kæranda um að fá húsið að Barðavogi 21 samþykkt sem þríbýlishús.
Málinu vísað til umsagnar forstöðum. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20187
190253-5389 Eyjólfur Einar Bragason
Melhæð 2 210 Garðabær
480199-2439 Akkorð ehf
Garðsstöðum 62 112 Reykjavík
22.
Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 23-39 við Jörfagrund á Kjalarnesi.


Umsókn nr. 20037 (01.17.30)
701265-0339 Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
501170-0119 Bílastæðasj Reykjavíkurborgar
Hverfisgötu 14 101 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Laugavegur 59,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18. f.m. um skammtímastöðvun bifreiða við Laugaveg 59.


Umsókn nr. 20335 (01.17.12)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
24.
Reitur 1.171.2, Skólav.stígur, Bergstaðastr.Hallveigarst. Ingólfsstr. Bankastr.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.171.2, sem markast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Hallveigarstíg, Ingólfsstræti og Bankastræti.


Umsókn nr. 20154 (01.17.14)
25.
Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Laugav/Bergstaðastr./Skólav.st./Vegamótastígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um deiliskipulag reits 1.171.4, sem markast af Laugavegi, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Vegamótastíg.


Umsókn nr. 20249
26.
Reykjavíkurtjörn, bílgeymsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, varðandi fund borgarráðs þann 12. júlí 2002, þar sem samþykkt var að óska eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar, samgöngunefndar og skipulags- og byggingarnefndar um tillögur bjóðenda og niðurstöðu dómnefndar og mælst til að hafinn verði undirbúningur að gerð deiliskipulags. Einnig lagt fram bréf umhverfis- og tæknisviðs, dags. 01.10.02 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 01.10.02.
Ingvi Þór Loftsson, Stefán Hermannsson og Stefán Haraldsson kynntu fyrirhugað vinnuferli við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og frumdrög að deiliskipulagstillögu.

Umsókn nr. 552
27.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 3. október 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 18. september 2002.


Umsókn nr. 20289
28.
Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að níu mánaða uppgjöri skipulags- og byggingarsviðs, dags. 14.10.02.


Umsókn nr. 20339
29.
Sóltún 2, breyting á lóðarmörkum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um breytingu á lóðarmörkum að Sóltúni 2.


Umsókn nr. 10115
041061-3409 Lárus Sumarliði Marinusson
Teigagerði 3 108 Reykjavík
30.
Teigagerði, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits, sem markast af Breiðagerði, lóð Breiðagerðisskóla, Hæðargarði að hluta og Grensásvegi að hluta.


Umsókn nr. 20320 (01.0)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
31.
Vesturhöfnin, Norðurgarður
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags vegna stækkunar lóðar Granda við Norðurgarð.


Umsókn nr. 20082 (01.18.11)
32.
Þórsgötureitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Þórsgötureits, sem markast af Þórsgötu, Týsgötu, Lokastíg og Baldursgötu.