Reitur 1.171.2, Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis, Keilufell, Kjalarnes, Mógilsá, Grænlandsleið 1-27, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Arnargata 4, Borgartún 25-27, Einarsnes 58A, Ferjuv. 2-Gnoðarv. 43 , Gvendargeisli 100, Hvassaleiti 34, Ingólfsstræti 5, Jónsgeisli 15, Jónsgeisli 63, Klettháls 9, Stórhöfði 37, Þorláksgeisli 45, Þorláksgeisli 47, Bíldshöfði 16, Grænlandsleið 17-21, Grænlandsleið 2-20, Kristnibraut 85, Laugavegur 26, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Austurstræti 18, Grafarholt, Laugavegur 3, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarsvið, Vættaborgir 84-96, Fundargerðir skipulagssjóðs, Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Fyrirspurn frá Hönnu Birnu Kristinsdóttur,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 661/2000

83. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 28. ágúst kl. 09:00, var haldinn 83. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Helga Guðmundsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20291 (01.17.12)
1.
Reitur 1.171.2, breyting á deiliskipulagi v/Ingólfsstrætis 5
Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta ehf, að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina nr. 5 við Ingólfsstræti, dags. 26.08.02. Einnig lagt fram bréf frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 23.08.02, dags. 26.08.02 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.08.02.
Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með vísan til 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin hefur ekki áhrif á grenndarhagsmuni.


Umsókn nr. 10500 (02.87.3)
2.
Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis, lóðarmarkabreyting
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að lóðarmarkabreytingu íþróttasvæðis Fjölnis í Grafarvogi, dags. 27.06.02. Málið var í kynningu frá 10. júlí til 7. ágúst 2002. Athugasemdabréf bárust frá Hlyni Jónssyni Arndal, Dalhúsum 78, dags. 14.07.02, 5 íbúum við Dalhús, dags. 01.08.02 og 16 íbúum við Dalhús, dags. 01.08.02.
Kynnt staða.

Umsókn nr. 20285 (04.67.7)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
3.
Keilufell, deiliskipulag
Lögð fram drög ALARK arkitekta ehf, dags. 21.08.02, að deiliskipulagi við Keilufell ásamt greinargerð, dags. í ágúst 2002.
Samþykkt að vinna að endurskoðun deiliskipulags svæðisins á grundvelli framlagðra tillagna.

Umsókn nr. 10480
4.
Kjalarnes, Mógilsá, Esjuhlíðar
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar, dags. 03.07.02, sem nær til jarðanna Mógilsár og Kollafjarðar á Kjalarnesi ásamt greinargerð. Málið var í auglýsingu frá 30. janúar til 13. mars, athugasemdafrestur var til 13. mars 2002. Athugasemdabréf bárust frá eftirtöldum aðilum: Hestamannafélagið Hörður, Mosfellsbæ, dags. 04.03.02, eigendur landspildu í landi Mógilsár Kjalarnesi, dags. 11.03.02, Íris Sigurjónsdóttir og Jóhann Örn Sigurjónsson, dags. 06.03.02, eigendur og ábúendur á Arnarhóli I, dags. 04.03.02 og 11.03.02, eigendur einkavatnsveitu Pétursborgar, Arnarhóls I og Arnarhóls 11, dags. 11.03.02, Sigríður Ingólfsdóttir, Arnarhóli II, dags. 11.03.02 og Náttúruvernd ríkisins, dags. 13.03.02. Lögð fram svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags. 27.06.02.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Auglýst deiliskipulagstillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20292 (04.1)
5.
Grænlandsleið 1-27, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.06.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlis- og raðhúsum á lóðunum nr. 17-21 og 23-27 við Grænlandsleið í tvíbýlishús, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 05.06.02 ásamt bréfi umsækjanda dags. 3. júní 2002. Einnig lagt fram bréf Vinnustofunnar Þverár dags. 14.08.02 varðandi fjölgun sjálfstæðra íbúða í þyrpingunni Grænlandsleið 2-20 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.08.02.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir frestun málsins.

Synjað með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 25690
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 216 frá 27. ágúst 2002 án liðar nr. 20.
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 66, 67, 74, 103 og 104 frá 14. ágúst 2002


Umsókn nr. 25316 (01.55.329.4)
060261-7099 Magnús Bjarni Baldursson
Arnargata 4 107 Reykjavík
7.
Arnargata 4, viðb. og br. inni
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við suðausturhlið einbýlishússins steinsteyptan kjallara og timburhæð ásamt leyfi til þess að breyta vinnustofu í eldhús og borðstofu og endurbyggja útiskúr á lóð nr. 4 við Arnargötu, samkv. uppdr. Verkfræðistofunnar Kletts ehf, dags. 14.05.02. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 15.07.02. Málið var í kynningu frá 16. júlí til 15. ágúst 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 79.4 ferm., 288,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 13.843
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25679 (01.21.810.1)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Keflavíkurflugvelli 235 Keflavíkurflugvöllu
8.
Borgartún 25-27, Atvinnuhús, 8.h og kj.
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta hæða steinsteypt skrifstofuhús allt einangrað að utan og klætt með flísum og múrkerfi ásamt geymslukjallara og neðanjarðarbílgeymslu fyrir 20 bíla á lóð nr. 25-27 við Borgartún.
Jafnframt er lagt til að lóð verði framvegis nr. 25 við Borgartún.
Brunahönnun VSI dags. 20. ágúst 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Skrifstofuhús (matshluti 01) geymslukjallari 785,3 ferm., 1.-7. hæð 736,7 ferm., 8. hæð 491,9 ferm., samtals 6434,1 ferm., 22662,6 rúmm. Bílgeymsla (matshluti 02) 520,7 ferm., 1562,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.162.786
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25680 (01.67.211.7)
061267-3959 Friðrik W Jónsson
Klapparstígur 13 101 Reykjavík
9.
Einarsnes 58A, flutningshús (Sölvhólsgata 10)
Sótt er um leyfi til þess að flytja tvílyft timburhús sem nú stendur við Sölvhólsgötu 10 og reisa það á lóðinni nr. 58 við Einarnses.
Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri að austurhlið hússins og leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni.
Stærð: Íbúð (matshl. 01) 1. hæð 75,1 ferm., 2. hæð 47,3 ferm. Samtals 122,4 ferm. og 352,9 rúmm.
Bílskúr (matshl. 02) 25,3 ferm. og 86,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 21.072
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25516 (01.44.010.1)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10.
Ferjuv. 2-Gnoðarv. 43 , flytja 2 kennsl.+ 2 og tengig.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að flytja bílastæði á norðurhluta lóðar, flytja þrjár færanlegar kennslustofur til á lóðinni setja niður eina til viðbótar og tengja allar fjórar saman með tengigangi áföstum við suðurinngang Vogaskóla á lóð nr. 2 við Ferjuvog, samkv. uppdr. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22.07.02.
Jafnframt er erindi 25469 dregið til baka. Einnig lagt fram samþykki eigenda að Snekkjuvogi 3, 5, 7 og 9 áritað á uppdrætti.
Stærð: Færanleg kennslustofa (aukið byggingarmagn) og tengigangur samtals 152,5 ferm., 549,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 26.390
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25668 (05.13.590.4)
180253-4329 Örn Óskarsson
Fannafold 85 112 Reykjavík
010155-6069 Hulda Guðmunda Kjærnested
Fannafold 85 112 Reykjavík
11.
Gvendargeisli 100, Einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft eibýlishús með innbyggðri bílgeymslu, allt úr steinsteyptum einingum, á lóð nr. 100 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 140,4 ferm., 2. hæð 95,7 ferm., bílgeymsla 38,2 ferm., samtals 274,3 ferm., 903,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 43.363
Synjað.
Samræmist ekki skilmálum.


Umsókn nr. 24506 (01.72.430.6)
210436-4569 Hafliði Guðjónsson
Krosshamrar 13 112 Reykjavík
12.
Hvassaleiti 34, Ýmsar breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af húsinu á lóðinni nr. 34 við Hvassaleiti, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 16.04.02. Sýnd er áður gerð íbúð á fyrstu hæð hússins.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Synjað um afnot af borgarlandi.
Nefndin getur fallist á afmörkun rýmisins sbr. 15 gr. reglugerðar nr. 910/2000.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 25562 (01.17.121.8)
230158-6149 Ögmundur Skarphéðinsson
Smáragata 7 101 Reykjavík
13.
Ingólfsstræti 5, endurnýjun á byggingarleyfi frá 09.08.2000
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Sótt er um endurnýjað byggingarleyfi frá 9. ágúst 2000 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og breyta núverandi lyftuhúsi á vesturþekju ásamt breyttu innra skipulagi 5. og 6. hæðar hússins á lóð nr. 5 við Ingólfsstræti. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.08.02.
Stærð: Stækkun 6. hæðar vegna kvists 13,8 ferm., 34,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.656
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulagsferli ólokið sbr. mál nr. 1 á dagskrá.


Umsókn nr. 25577 (04.11.350.3)
180364-5289 Margrét Káradóttir
Frostafold 25 112 Reykjavík
14.
Jónsgeisli 15, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 15 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 118,9 ferm., bílgeymsla 1. hæð 32,2 ferm.
Samtals 210,9 ferm. og 774,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 37.181
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25451 (04.11.340.8)
201072-5579 Sigurbjörn Valdimarsson
Garðsendi 12 108 Reykjavík
15.
Jónsgeisli 63, Einbýlish. 2.h og innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með múrkerfi og að hluta harðviðarklæðningu á lóð nr. 63 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 80,8 ferm., 2. hæð 93,8 ferm., bílgeymsla 37,9 ferm., samtals 212,5 ferm., 685,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 32.885
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25548 (04.34.610.1)
610700-2330 Bílasala Guðfinns ehf
Vatnsmýrarvegi 25-29 101 Reykjavík
211049-4489 Guðfinnur Halldórsson
Lækjargata 4 101 Reykjavík
16.
Klettháls 9, Atvinnuh. (bílasala)
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar atvinnuhús úr stálgrind og klætt með ljósum stálplötum á lóð nr. 9 við Klettháls.
Stærð: samtals 1.652 ferm., 8.601,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 412.891
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23215 (04.08.580.2)
621293-2069 Hreinsitækni ehf
Stórhöfða 35 110 Reykjavík
17.
Stórhöfði 37, skrifstofu og þjónustubygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða skrifstofu- og þjónustubyggingu úr steinsteypu á lóðinni nr. 37 við Stórhöfða.
Stærð xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 25675
500501-2350 Rúmmeter ehf
Krókhálsi 10 110 Reykjavík
18.
Þorláksgeisli 45, Fjölbýlishús 3.h, 8 íb., 8 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með átta íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 45 við Þorláksgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 125,1 ferm., 2. hæð 358,6 ferm., 3. hæð 358,6 ferm., bílgeymslur 212,8 ferm., samtals 1055,1 ferm., 3062,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 147.019
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Lóðarúrhlutun er ólokið.


Umsókn nr. 25677
500501-2350 Rúmmeter ehf
Krókhálsi 10 110 Reykjavík
19.
Þorláksgeisli 47, Fjölbýlishús 3.h, 8 íb., 8 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með átta íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 47 við Þorláksgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 125,1 ferm., 2. hæð 358,6 ferm., 3. hæð 358,6 ferm., bílgeymslur 212,8 ferm., samtals 1055,1 ferm., 3062,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 147.019
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Lóðarúrhlutun er ólokið.


Umsókn nr. 25695 (04.06.500.1)
20.
Bíldshöfði 16, (fsp) húsvarðaríbúð
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta húsvarðaríbúð á efri hæð (120 ferm.) í matshluta 03 á lóð nr. 16 við Bíldshöfða.
Bréf fyrirspyjenda dags. 16. ágúst 2002 fylgir erindinu.
Neikvætt, samræmist ekki skipulagi og andstætt gr. 4.7.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.

Umsókn nr. 25241 (04.11.250.1)
630398-2319 Ármannsverk ehf
Björtuhlíð 5 270 Mosfellsbær
21.
Grænlandsleið 17-21, Fsp. 17-21 & 23-27 fjölgun íbúða
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.06.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlis- og raðhúsum á lóðunum nr. 17-21 og 23-27 við Grænlandsleið í tvíbýlishús, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 05.06.02.
Bréf umsækjanda dags. 3. júní 2002 fylgir erindinu.
Vísað til endurskoðunar á skipulagi svæðisins sbr. mál nr. 5 í fundargerð.

Umsókn nr. 20275 (04.11.42)
22.
Grænlandsleið 2-20, fjölgun íbúða
Lagt fram bréf Vinnustofunnar Þverár dags. 14.08.02 varðandi fjölgun sjálfstæðra íbúða í þyrpingunni Grænlandsleið 2-20.
Vísað til endurskoðunar á skipulagi svæðisins sbr. mál nr. 5 í fundargerð.

Umsókn nr. 25670 (04.11.530.1)
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
23.
Kristnibraut 85, (fsp) fjölbýlish. nr. 85 og 87
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með 7 íbúðum á lóðum nr. 85 og 87 við Kristnibraut og bílgeymslur fyrir átta bíla á sameiginlegri bílastæðalóð húsa á lóðum nr. 85 og 87 við Kristnibraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 20042 (01.17.22)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
24.
Laugavegur 26, stækkun á þakhæð
Lagt fram bréf Glámu-Kím arkitekta, dags. 23.07.02, varðandi stækkun íbúðar á þakhæð hússins nr. 26 við Laugaveg, samkv. uppdr. dags. 01.07.02. Einnig lagt fram bréf skipulagsfulltrúa, dags. 26.08.02 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.08.02.
Jákvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn þegar hún berst.

Umsókn nr. 10070
25.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 23. ágúst 2002.


Umsókn nr. 480 (01.14.05)
26.
Austurstræti 18, kæra
Lagt fram að nýju bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 12.09.01 ásamt afriti af kærum, dags. 2. og 5. október 2000, þar sem kærð er ákvörðun skipulags og umferðarnefndar Reykjavíkur um breytingu á deiliskipulagi varðandi Austurstræti 18. Einnig lögð fram umsögn forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu dags. 26.08.02.
Framlögð umsögn samþykkt.

Umsókn nr. 990382 (04.1)
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
27.
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júlí 2002 sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. f.m. um deiliskipulag og fjölgun íbúða við Þorláksgeisla.
Borgarráð samþykkir að fjölga íbúðum í Þorláksgeisla 43-49 í allt að 30 íbúðir. Á lóðum nr. 43 og 45 verða leyfðar mest 8 íbúðir í hvoru húsi en mest 7 íbúðir í húsi á lóðum nr. 47 og 49. Gera skal ráð fyrir tveimur stæðum á lóð fyrir hverja íbúð, einu í bílageymslu og einu á lóð í samræmi við sérákvæði skilmála fyrir lóðir E1.



Umsókn nr. 20240 (01.17.00)
28.
Laugavegur 3, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28.01.02 ásamt afriti af kæru frá 21.01.02, varðandi niðurfellingu byggingarleyfis fyrir veitingastað að Laugavegi 3. Einnig lagt fram bréf nefndarinnar, dags. 18.06.02, um kæru Félagsíbúða iðnnema, dags. 24.04.02.
Forstöðumanni lögfræði- og stjórnsýslu falið að svara kærunni.

Þorlákur Traustason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 552
29.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. ágúst 2002 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 31. júlí, 7. og 14. ágúst 2002.


Umsókn nr. 20289
30.
Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að sex mánaða uppgjöri skipulags- og byggingarsviðs, dags. 23.08.02, ásamt yfirliti yfir deiliskipulagsverkefni 2001 - 2003 og yfirliti til samanburðar við starfsáætlun 2002.


Umsókn nr. 20047 (01.23.426.01)
31.
Vættaborgir 84-96, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 2.08.02 vegna kæru á breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 84-96 við Vættaborgir. Einnig lögð fram umsögn forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu dags. 19.08.02.
Framlögð umsögn samþykkt.

Umsókn nr. 20009
32.
Fundargerðir skipulagssjóðs,
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að fundargerðir skipulagssjóðs verði lagðar fram á fundum skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt.

Umsókn nr. 20010
33.
Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, aðkeypt vinna
Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir sundurliðun á aðkeyptri þjónustu á tímabilinu 1994-2002.
Í sundurliðun komi fram um hvaða verkefni er að ræða, hverjir unnu verkið, fjárhæðir greiðslna og hvernig viðkomandi aðili var valinn.


Umsókn nr. 20011
34.
Fyrirspurn frá Hönnu Birnu Kristinsdóttur, Háaleitisbraut 66-70
Hanna Birna Kristinsdóttir óskaði eftir upplýsingum um deiliskipulag Háaleitisbrautar 66-70.