Sogamýri, Fegrunarnefnd, Drekavogur 4A-4C,

Skipulags- og byggingarnefnd

80. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 7. ágúst kl. 09:00 var haldinn 80. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir,Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ólafur Bjarnason og Magdalena M Hermannsdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20111 (01.47.1)
431097-2659 Markarholt,sjálfseignarstofnun
Skeiðarvogi 153 104 Reykjavík
1.
Sogamýri, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög að forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 06.08.02, að breytingu á deiliskipulagi í Sogamýri. Deiliskipulagið afmarkast af Suðurlandsbraut að norðan, Miklubraut að sunnan og Skeiðarvogi/Mörkinni að vestan.
Frestað

Umsókn nr. 990355
521280-0189 Árbæjarsafn
Árbæjarbletti 110 Reykjavík
2.
Fegrunarnefnd,
Lagðar fram tillögur fegrunarnefndar, dags. 6.08.02, um tilnefningar til viðurkenningar vegna lóða atvinnuhúsnæðis og fjölbýlishúsa.
Samþykkt.

Umsókn nr. 25582 (01.41.400.4 01)
3.
Drekavogur 4A-4C, lagt fram bréf
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 31. júlí 2002 mál nr. 11/2002, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um byggingarleyfi fyrir Drekavog 4A og 4B frá 9. apríl 2002.
Málinu vísað til umsagnar forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu.