Miðborgin, Skuggahverfi, Grensásvegur 13, Fjörgyn, Grafarvogskirkja, Grafarholt, Þorláksgeisli 35-41, Hádegismóar, Grasagarðurinn í Laugardal, Gylfaflöt 16, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gvendargeisli 21, Gylfaflöt 16, Maríubaugur 1, Njörvasund 3, Ólafsgeisli 13-23, Ólafsgeisli 95, Þorláksgeisli 6, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Fegrunarnefnd, Hallsvegur, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Laugarnestangi 65, Laugavegur, Ofanleiti, Reitur 1.171.1, Reitur 1.171.3, Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Reitur 1.173.0, Reitur 1.174.0, Reitur 1.180.3, Sigtún 38, Skipulags- og byggingarnefnd,

Skipulags- og byggingarnefnd

74. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 29. maí kl. 09:05, var haldinn 74. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Kristján Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Bjarni Þ. Jónsson, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Kristín Þórisdóttir og Stefán Finnsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Máson, Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir, Stefán Hermannsson og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20139
1.
Miðborgin, varðveislugildi húsa
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 14. maí 2002 ásamt bréfi menningarmálanefndar frá 8. maí s.l. og skýrslu Árbæjarsafns, dags. 07.05.02. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 09.04.02, varðandi bréf menningarmálastjóra, dags. 21.03.02 ásamt mati borgarminjavarðar, dags. 20. s.m. á varðveislugildi húsa í miðborg Reykjavíkur.
Vísað til deiliskipulagsvinnu. Nefndin gerir ekki athugasemdir við skýrslurnar en áskilur sér rétt til þess að taka endanlega afstöðu til tillagna um friðun eða verndun einstakra húsa við gerð deiliskipulagsáætlana. Nefndin telur jafnframt eðlilegt að skýrslurnar verði kynntar fyrir eigendum þeirra húsa sem um ræðir.

Umsókn nr. 20189
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
2.
Skuggahverfi, syðri hluti
Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, dags. 22.05.02.

Gunnar L. Gissurarson tók sæti á fundinum kl. 9:11

Kynnt.

Umsókn nr. 20125 (01.46.50)
500269-6699 Pfaff hf
Grensásvegi 13 108 Reykjavík
3.
Grensásvegur 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 13 við Grensásveg, dags. 14.03.02, breytt 05.04.02. Málið var í kynningu frá 10. apríl til 10. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá Myllunni - Brauð hf, dags. 07.02.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdina, dags. 13.05.02.
Kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 10209 (02.87.60)
430389-1149 Logafold 22,húsfélag
Logafold 22 112 Reykjavík
4.
Fjörgyn, Grafarvogskirkja, bílastæði
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf íbúa við Logafold 20-22, dags. 04.04.01, varðandi bílastæði við Grafarvogskirkju ásamt tillögu Landmótunar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 17.12.01. Einnig lagt fram bréf hverfisnefndar Grafarvogs, dags. 06.02.02. Málið var í auglýsingu frá 10. apríl til 22. maí, athugasemdafrestur var til 22. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá Ágústi Jónssyni, Logafold 22, dags. 21.05.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.05.02.
Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 990382 (04.1)
5.
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 30.10.00, síðast breytt 12.03.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts. Málið var í auglýsingu frá 10. apríl til 22. maí, athugasemdafrestur var til 22. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá ÍAV, dags. 22.05.02.
Frestað.

Umsókn nr. 20196 (05.13.6)
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf
Hvassaleiti 66 103 Reykjavík
6.
Þorláksgeisli 35-41, fjölgun íbúða
Lagt fram bréf Gylfa Guðmundssonar f.h. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf, dags. 15.05.02, varðandi umsókn um fjölgun íbúða að Þorláksgeisla 35-41, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 08.05.02.
Frestað. Vísað til skoðunar skipulagsfulltrúa samhliða breytingu á deiliskipulagi austurhluta Grafarholtsins.

Umsókn nr. 10355 (04.1)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
7.
Hádegismóar, deiliskipulag
Við afgreiðslu málsins á fundi nefndarinnar þann 22.05.02 láðist að bóka að tekið hafi verið jákvætt í hugmyndir Íþróttafélagsins Fylkis um æfingasvæði fyrir félagið sunnan fyrirhugaðra bygginga í Hádegismóum. Jafnframt að skipulagsfulltrúa hefði verið falið að vinna tillögu þar að lútandi. Leiðréttist það hér með.
Samþykkt.

Umsókn nr. 20203 (01.39.5)
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Flókagötu 24 105 Reykjavík
8.
Grasagarðurinn í Laugardal, útilistaverk
Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur, dags. 14.05.02, varðandi staðsetningu útilistaverks - brjóstmyndar af Þorsteini Einarssyni fyrrum íþróttafulltrúa.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu brjóstmyndarinnar.

Umsókn nr. 24331 (02.57.630.1)
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
9.
Gylfaflöt 16, (fsp) Sameina lóðir 16-18, atvinnuhús
Lagt fram bréf Kristínar Jónsdóttur arkitekts, f.h. lóðarhafa Gylfaflatar 16 og 18, dags. 16.05.02, þar sem beðið er um að fá að sameina lóðirnar nr. 16 og 18 við Gylfaflöt og byggja samfellt hús á þessum lóðum, samkv. uppdr. ÓK arkitekta, dags. 20.05.02.
Samþykkt að sameina lóðirnar.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 25142
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 204 frá 28. maí 2002.


Umsókn nr. 25102 (00.00.000.0)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
11.
Gvendargeisli 21, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tuttugu íbúða fjölbýlishús sem er fimm hæðir og kjallari klætt utan með múrkerfi og álklæðningu á lóðinni nr. 21 við Gvendargeisla.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 24995 (02.57.630.1)
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
12.
Gylfaflöt 16, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 16 (-18) við Gylfaflöt
Stærð: 1. hæð verkstæði 574,8 ferm., 2. hæð skrifstofur 411.5 ferm. Samtals 986,3 ferm. og 4.205,3 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 201.854
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 25069 (04.13.210.1)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
13.
Maríubaugur 1, færanlegar kennslustofur 2. stk.
Sótt er um leyfi til þess að bæta við tveimur færanlegum kennslustofum úr timbri við matshluta 02 á lóðinni nr. 1 við Maríubaug.
Stærð: Stækkun matshl. 02 xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24988 (01.41.310.9)
270455-7199 Sigurður Helgason
Njörvasund 3 104 Reykjavík
14.
Njörvasund 3, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 08.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála við húsið á lóðinni nr. 3 við Njörvasund, samkv. uppdr. Glámu-Kím, dags. 27.04.02. Einnig lagt fram samþykki eigenda að húseignunum Njörvasundi 1 og Njörvasundi 5, mótt. 22.05.02. Lagt fram samþykki Nönnu Bjarkar Viðarsdóttur, Njörvasundi 1, dags. 23.05.02, Baldvins M. Fredriksen, Njörvasundi 1, dags. 23.05.02, Gunnars Hámundarsonar, Njörvasundi 1, dags. 23.05.02, Þóru Pétursdóttur, Njörvasundi 5, dags. 23.05.02 og Flosa Þ. Jakobssonar, Njörvasundi 5, dags. 23.05.02.
Stærð: Sólskáli 20,2 ferm. og 72,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.491
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa..


Umsókn nr. 24908 (04.12.310.2)
471099-3099 Byggingafélag Garðars & Erl ehf
Hrísrima 28 112 Reykjavík
15.
Ólafsgeisli 13-23, br. hús nr. 13 og 19
Sótt er um leyfi til þess að fjölga gluggum á suðurgafli húss nr. 13 og færa eldhús í húsi nr. 13 og 19 á lóð nr. 13-23 við Ólafsgeisla.
Gjald kr. 4.800
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25118 (04.12.640.1)
300856-5789 Ellert Már Jónsson
Miðhús 32 112 Reykjavík
16.
Ólafsgeisli 95, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu klætt timbri, málmplötum og steinflísum á lóðinni nr. 95 við Ólafsgeisla.
Bréf hönnuðar dags. 21. maí 2002 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24764 (00.00.000.0)
561184-0709 Búseti svf,húsnæðissamvinnufél
Skeifunni 19, 3.hæð 108 Reykjavík
17.
Þorláksgeisli 6, Fjölb. 3.h, m. 16 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús (matshluti 01) með sextán íbúðum að mestu einangrað að utan og klætt með múr með steindum mulningi og að hluta með báraðri málmklæðningu á lóð nr. 6-12 við Þorláksgeisla.
Stærð: Kjallari 56,5 ferm., 1. hæð 403,5 ferm., 2. hæð 385,5 ferm., 3. hæð 385,5 ferm., samtals 1231 ferm., 4064,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 195.106
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
18.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 17. og 24. maí 2002.


Umsókn nr. 990355
521280-0189 Árbæjarsafn
Árbæjarbletti 110 Reykjavík
19.
Fegrunarnefnd,
Lögð fram tillaga að skipan fulltrúa í vinnuhópa sem geri tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og uppgerð eldri húsa.
Samþykkt að Þórólfur Jónsson, deildarstjóri garðyrkjudeildar og Björn Axelsson umhverfisstjóri skipi vinnuhóp varðandi lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.
Skipulagsfulltrúi og borgarminjavörður tilnefni sinn fulltrúan hvor í vinnuhóp um uppgerð eldri hús.


Umsókn nr. 20215 (02.5)
20.
Hallsvegur, úrskurður umhverfisráðherra
Lagður fram úrskurður umhverfisráðherra frá 13. maí 2002 um mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar.


Umsókn nr. 10351
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
21.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 8. s.m. um deiliskipulag lóðar Háskóla Íslands, Vísindagarða.


Umsókn nr. 24904 (01.31.440.1)
22.
Laugarnestangi 65, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 24. maí 2002 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 65 við Laugarnestanga.
Stöðvun byggingarfulltrúa staðfest.

Umsókn nr. 20217 (01.1)
23.
Laugavegur, uppbygging og verndun
Lagður fram til kynningar bæklingur skipulagsfulltrúa um uppbyggingu og verndun við Laugaveginn, dags. í maí 2002.


Umsókn nr. 20132 (01.74)
24.
Ofanleiti, lokun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. um auglýsingu vegna lokunar Ofanleitis.


Umsókn nr. 10391 (01.17.11)
25.
Reitur 1.171.1, Laugavegur, Smiðjustígur, Hverfisgata, Klapparstígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits, sem afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg.


Umsókn nr. 10400 (01.17.13)
26.
Reitur 1.171.3, Laugavegur/Bergstaðastræti/Skólavörðust.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6. mars s.l. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.171.3, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg.
Borgarráð samþykkti erindið með þeirri athugasemd að til álita komi frekari uppbygging á lóð nr. 2 við Bergstaðastræti ásamt lóð bakhúss.


Umsókn nr. 20154 (01.17.14)
27.
Reitur 1.171.4, Hegningarhússreitur, Laugav/Bergstaðastr./Skólav.st./Vegamótastígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um auglýsingu deiliskipulags Hegningarhússreits við Skólavörðustíg og nágrenni.


Umsókn nr. 20170 (01.17.30)
28.
Reitur 1.173.0, Laugavegur 59/Hverfisgata 80, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 - Laugavegur 59 og Hverfisgata 80.


Umsókn nr. 20168 (01.17.40)
29.
Reitur 1.174.0, Vitastígur, Hverfisgata, Barónsstígur og Laugavegur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 8. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi.


Umsókn nr. 20179 (11.80.3)
30.
Reitur 1.180.3, Bergstaðastræti/Skólavörðustígur/Óðinsgata/Spítalastígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 8. s.m. um deiliskipulag reits 1.180.3, sem afmarkast af Bergstaðastræti, Skólavörðustíg, Óðinsgötu og Spítalastíg.


Umsókn nr. 562 (01.36.60)
460886-1399 AM PRAXIS sf
Sigtúni 42 105 Reykjavík
430986-1479 TGM ráðgjöf ehf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
630169-2919 Grand Hótel Reykjavík hf
Sigtúni 38 105 Reykjavík
31.
Sigtún 38, Grand Hótel, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. maí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. um auglýsingu breytts deiliskipulags lóðar nr. 38 við Sigtún, Grand Hótel.


Umsókn nr. 552
32.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 16. maí 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 8. maí 2002.