Aðalskipulag Reykjavíkur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Yfirlit um byggingarframkvæmdir,

Skipulags- og byggingarnefnd

68. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 27. mars kl. 09:10, var haldinn 68. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Gunnar L Gissurarson, Kristján Guðmundsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Helga Bragadóttir, Ólafur Bjarnason, Bjarni Reynarsson og Ingibjörg Rannv Guðlaugsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagðar fram að nýju athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, drög að svörum við þeim, dags. 25.03.02, ódags. viðbót við svör vegna athugasemda nr. 13, 17 og 44, tillaga um breytingar á þéttbýlisuppdrætti og/eða greinargerð vegna athugasemda, dags. 25.03.02, ásamt samantekt um breytingar, dags. 26.03.02. Jafnframt lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar, dags. 08.01.02, ódags. drög að svörum við þeim og bréf skrifstofu borgarstjórnar til borgarráðs, dags. 25.03.02, um umsögn verkefnisstjórnar um veitingamál vegna tillögu að breytingu á auglýstri tillögu. Einnig lögð fram 4 bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 03.01.02 frá fundi borgarstjórnar 20.12.01, varðandi samþykkt Reykjavíkurlistans um málsmeðferð á eftirtöldum breytingartillögum Sjálfstæðisflokks við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 til 2024, sem lagðar voru fram á fundi borgarráðs 18.12.01, atvinnusvæði í Dugguvogi og Esjumelum, íbúðarbyggð við Árbæjarsafn, göngubrú út í Viðey og lega Skerjabrautar.

Áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Haraldsson tók sæti á fundinum kl. 9:50.
Framlögð gögn kynnt.

Umsókn nr. 24763
2.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 196 frá 26. mars 2002.


Umsókn nr. 24768
3.
Yfirlit um byggingarframkvæmdir,
Lagt fram yfirlit um byggingarframkvæmdir í Reykjavík 2001, dags. mars 2002.