Aðalskipulag Reykjavíkur, Teigahverfi, deiliskipulag, Álfheimar 74, Laugavegur 180, Þingholtsstræti 29A, Skógarsel 11-15, Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, Ártúnshöfði, austurhluti, Elliðaárdalur, settjarnir, Halla- og Hamrahlíðarlönd, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Drekavogur 4A, Drekavogur 4B, Drekavogur 4C, Hamravík 84, Jónsgeisli 41, Suðurhlíð 38, Laugavegur 3, Þorláksgeisli 72, Sólvallagata 80, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Ferjuvogur 2, Vogaskóli, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Hólmaslóð 4, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Kjalarnes, Hvalfjarðargöng, Kjalarnes, Klébergsskóli, Ráðning skipulagsfulltrúa, Skipasund 9, Skipulags- og byggingarnefnd, Húsverndarsjóður Reykjavíkur,

Skipulags- og byggingarnefnd

67. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 20. mars kl. 09:07, var haldinn 67. skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Tómas Waage, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristján Guðmundsson, Gunnar L Gissurarson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þórarinn Þórarinsson, Helga Bragadóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson og Magdalena Margrét Hermannsdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagðar fram að nýju athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 ásamt lista yfir þær. Einnig lagðar fram eftirtaldar athugasemdir sem ekki voru lagðar fram á síðasta fundi; bréf Hauks Rúnars Magnússonar, dags. 06.03.02, bréf Hestamannafélagsins Fáks dags. 06.03.02, bréf Hjartar Hjartarsonar dags. 05.03.02, bréf Tryggva Jónssonar f.h. foreldrafélags Hvassaleitisskóla, dags. 04.03.02 og bréf Ingibjargar Ingadóttur dags. 05.03.02.
Athugasemdir kynntar.

Umsókn nr. 990628 (01.3)
420269-2189 Laugarneskirkja
Kirkjuteigi 105 Reykjavík
141155-4159 Ivon Stefán Cilia
Silfurteigur 1 105 Reykjavík
421089-1919 Lögmannsstofa Ásg B/Jóh Sig sf
Borgartúni 33 105 Reykjavík
2.
Teigahverfi, deiliskipulag,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags ásamt greinargerð, dags. 1. okt.. 2001, breytt 10. okt. 2001, að deiliskipulagi í Teigahverfi. Einnig lögð fram samantekt á hugmyndum, athugasemdum, fyrirspurnum og svörum við þeim, dags. 12. sept. 2001. Málið var í auglýsingu frá 14. nóv. til 12. des., athugasemdafrestur var til 31. des. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Sigurbirni Þorkelssyni framkv.stj. Laugarneskirkju, dags. 11.12.01, Lögmönnum f.h. Elísabetar Magnúsdóttur, dags. 14.12.01, Ivon Stefán Cilia, Silfurteigi 1, dags. 31.12.01, Hildi Bjarnadóttur, dags. 04.01.02, íbúðareigendum að Kirkjuteigi 25, dags. 14.01.02, Laugarneskirkju, dags. 07.03.02 og bréf byggingarfulltrúa, dags. 20.12.02
.
Athugasemdir kynntar.

Umsókn nr. 20105 (01.43.43)
701265-0339 Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
3.
Álfheimar 74, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 09.03.01, síðast breytt 04.03.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 74 við Álfheima.
Frestað. Skoða þarf aðkomu í suðausturhorni lóðar.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 20031 (01.25.20)
471293-2109 Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
4.
Laugavegur 180, hækkun
Lagt fram bréf Tekton ehf, dags. 13.02.02, varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 180 við Laugaveg. Einnig lagður fram 6. liður fundargerðar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 08.02.02, umsagnir skipulagsfulltrúa, dags. 01.02.02, 05.03.02 og umsögn umferðardeildar, dags 14.03.02.
Hækkun hússins synjað, með vísan til fyrirliggjandi umsagna, með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjáfstæðisflokks geiddu atkvæði gegn synjuninni.


Umsókn nr. 20071 (01.18.33)
061267-3959 Friðrik W Jónsson
Klapparstígur 13 101 Reykjavík
5.
Þingholtsstræti 29A, Sölvhólsgata 10
Lagt fram bréf Friðriks Weisshappel Jónssonar, dags. 20.02.02, varðandi flutning húss frá Sölvhólsgötu 10 á hluta lóðarinnar nr. 29A við Þingholtsstræti. Einnig lögð fram yfirlýsing eiganda, dags. 11.03.02, kaupsamningur um Þingholtsstræti 29, dags. 10.11.00 og uppdrættir, dags. 08.03.02.
Frestað. Óskað er eftir sneiðingu í gegnum lóðina.

Umsókn nr. 537 (04.93.00)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
6.
Skógarsel 11-15, deiliskipulag/aðalskipulag
Að lokinni forkynningu fyrir hagsmunaaðila er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, dags. 15.01.02, að deiliskipulagi á lóðinni nr. 11-15 við Skógarsel ásamt tillögu Borgarskipulags, dags. 08.02.02, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Athugasemdabréf bárust frá Holtaseli ehf, Gerðhömrum 27, dags. 07.03.02, Sigurði Thoroddsen, Grjótaseli 21, dags. 10.03.02 og Jes Einari Þorsteinssyni, Grjótaseli 19, dags. 05.03.02. Einnig lögð fram svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum, dags. 19.03.02.
Samþykkt að auglýsa tillöguna óbreytta.
Vísað til borgarráðs að nýju.


Umsókn nr. 10337
190253-5389 Eyjólfur Einar Bragason
Melhæð 2 210 Garðabær
7.
Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, raðhús í fjölbýli
Lagt fram bréf Eyjólfs Bragasonar ark. dags. 09.10.01, varðandi breytingu á raðhúsum í fjölbýlishús á lóðunum nr. 23-27 og 29-39, samkv. uppdr. AN2 arkitekta, dags. 10.04.01, síðast breytt. 11.12.01. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21.02.02, um fund samstarfsráðs Kjalarness frá 7. þ.m. þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið og nýir uppdrættir, dags. 05.01.02.
Nefndin er jákvæð gagnvart því að raðhúsum verði breytt í fjölbýlishús með allt að átta íbúðum í hverju húsi. Lóðarmörk haldist óbreytt en heimilt verði að stækka byggingarreiti.
Umsækjanda bent á að hlutast til um að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi.


Umsókn nr. 337 (04.07.1)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
8.
Ártúnshöfði, austurhluti, deiliskipulag
Lögð fram tillaga ARKÍS ehf, dags. 18.03.02 að deiliskipulagi Ártúnshöfða, austurhluta.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20012
9.
Elliðaárdalur, settjarnir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 11.03.02, að breytingu á deiliskipulagi vegna settjarna í Elliðaárdal. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 07.01.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs/ borgarstjórnar.


Umsókn nr. 20112
10.
Halla- og Hamrahlíðarlönd,
Rammaskipulag og deiliskipulag.
Höfundar kynntu drög að rammaskipulagi og nánari útfærslu á hluta þess.

Umsókn nr. 24713
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 195 frá 19. mars 2002.


Umsókn nr. 24696
701294-3199 Gerpir ehf
Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík
12.
Drekavogur 4A, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að breyta skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með ellefu íbúðum, byggja við og byggja hæð (3. hæð) úr steinsteypu ofan á húsið og klæða utan með sléttri og báraðri klæðningu húsið nr. 4A á lóðinni nr. 4 við Drekavog.
Stærð: Stækkun xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24697
701294-3199 Gerpir ehf
Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík
13.
Drekavogur 4B, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex íbúða fjölbýlishús sem er kjallari og þrjár hæðir úr steinsteypu klæddri álplötum. Húsið er nr. 4B á lóðinni nr. 4 við Drekavog.
Stærð: xx (skv. skráningartöflu 530,5 ferm. og 1561,2 rúmm.)
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24698
701294-3199 Gerpir ehf
Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík
14.
Drekavogur 4C, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex íbúða fjölbýlishús sem er kjallari og þrjár hæðir úr steinsteypu klæddri álplötum. Húsið er nr. 4C á lóðinni nr. 4 við Drekavog.
Stærð: xx (skv. skráningartöflu 600,7 ferm. og 1755,4 rúmm.)
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24695 (02.35.230.3)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
15.
Hamravík 84, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóðinni nr. 84 við Hamravík.
Stærð: xx (254,7 ferm. og 870,8 rúmm. skv skráningartöflu)
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24690 (04.11.370.3)
200765-4199 Jón Ingi Lárusson
Drápuhlíð 8 105 Reykjavík
170567-3909 Metta Ragnarsdóttir
Drápuhlíð 8 105 Reykjavík
16.
Jónsgeisli 41, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Jónsgeisla.
Stærð: xx (210 ferm. og 727 rúmm. skv. skráningu)
Gjald kr. 4.800 + xx
Synjað.
Samræmist ekki skilmálum.


Umsókn nr. 24254 (01.78.860.1)
601299-4889 Gígant ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
17.
Suðurhlíð 38, Fjölbýlishús m. 46 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja stallað fjögurra hæða fjölbýlishús með 46 íbúðum og bílageymslukjallara fyrir 79 bíla á lóðinni nr. 38 við Suðurhlíð.
Húsið er steinsteypt, einangrað utan og klætt með múrkerfi.
Skýrsla um brunahönnun dags. 27. nóvember 2001 fylgir erindinu.
Samkomulag undirritað af eigendum Suðurhliðar 36 og Suðurhlíðar 38 dags. 15. febrúar 2002 fylgir erindinu.
Stærð xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10416 (01.17.00)
18.
Laugavegur 3, notkun
Lagt fram að nýju bréf AM Praxis f.h. Félagsíbúða iðnnema, dags. 10.01.02, þar sem krafist er að byggingarleyfi vegna breyttrar starfsemi að Laugavegi 3 verði fellt úr gildi. Einnig lagt fram bréf Friðriks Weisshappel, dags. 08.02.02 og bréf AM Praxis, dags. 12.02.02 og 18.02.02. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 11.03.02.
Afturköllun byggingarleyfis synjað með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 24693 (04.13.570.3)
171064-5629 Óttar Möller
Fannafold 223a 112 Reykjavík
131268-3199 Íris Björk Hermannsdóttir
Fannafold 223a 112 Reykjavík
19.
Þorláksgeisli 72, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tvílyft einbýlisthús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóðinni nr. 72 við Þorláksgeisla.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24657
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
20.
Sólvallagata 80, fsp.fjölbýlishús nr. 80-84
Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt fjögurra og að hluta fimm hæða fjölbýlishús með þrjátíu og níu íbúðum á lóðinni nr. 80 við Sólvallagötu.
Í kjallara hússins er bílageymsla fyrir 35 bíla og á fyrstu hæð í norðvesturenda húss er gert ráð fyrir verslunarrými.
Bréf hönnuðar dags. 5. mars 2002 fylgir erindinu.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna minnispunkta til hönnuðar.


Umsókn nr. 10070
21.
70">Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 8. mars 2002.


Umsókn nr. 20102
180651-3309 Júlíus Vífill Ingvarsson
Hagamelur 2 107 Reykjavík
22.
Ferjuvogur 2, Vogaskóli, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 05.03.02, ásamt meðfylgjandi tillögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar frá fundi borgarráðs 5. mars s.l. varðandi skipulag Vogaskóla. Tillögunni er vísað til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.
Vísað til skoðunar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 980691 (01.6)
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
23.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 5. mars 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. f.m. um gerð deiliskipulags á Hlíðarenda. Jafnframt lögð fram ný skipulagsforsögn, dags. 4. þ.m.
Borgarráð samþykkti skipulagsbreytinguna með þeirri breytingu, að í lið 4.2 í forsögn falli út í 2. mgr. setningin "setja skal kvöð um slíka notkun við gerð skilmála". Í stað komi "slíkt skal tryggt við gerð skilmála".


Umsókn nr. 24712 (01.11.140.1)
24.
Hólmaslóð 4,
Lögð fram fjögur bréf Nuddskóla Guðmundar dags. 17. febrúar 2002, bréf byggingarfulltrúa til fjögurra iðnmeistara dags. 25. febrúar 2002.
Svarbréf þriggja iðnmeistara dags. 3. og 14. mars og bréf byggingarfulltrúa til skipulags- og byggingarnefndar dags. 18. mars.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 99
25.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 5. mars 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27. f.m. um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, ásamt viðbrögðum samvinnunefndar við innsendum athugasemdum, ódags., og greinargerð vegna athugasemda við auglýsta tillögu, dags. 13. f.m. Borgarráð samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.


Umsókn nr. 20113
26.
Kjalarnes, Hvalfjarðargöng, klifurrein
Lögð fram tillaga vegagerðarinnar, Hringvegur 1-f6, 3.hefti, að klifurrein við suðurenda Hvalfjarðarganga.
Kynnt.

Umsókn nr. 10407
27.
Kjalarnes, Klébergsskóli, leikskólalóð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 5. mars 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. f.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna leikskólalóðar á Kjalarnesi ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010.


Umsókn nr. 20075
28.
Ráðning skipulagsfulltrúa,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 5. mars 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27. f.m. um ráðningu skipulagsfulltrúa, ásamt greinargerð, dags. 19. s.m. Borgarráð samþykkti að ráða Helgu Bragadóttir í starfið.


Umsókn nr. 24714 (01.35.600.1)
29.
Skipasund 9, óleyfisbygging
Lagt fram bréf Einars Þórs Sverrissonar, lögfræðings ódags. vegna óleyfisbyggingar á lóðinni nr. 9 við Skipasund.
Vísað til umsagnar meðeigenda.

Umsókn nr. 552
30.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 7. mars 2002 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 20. og 27. febrúar 2002.


Umsókn nr. 20014
31.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Lögð fram tillaga vinnuhóps um úthlutun úr húsverndarsjóði, dags. 2002.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.