Aðalskipulag Reykjavíkur, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Stakkahlíð 19, Heiðargerði, Ofanleiti 1, Hverafold 142, Grafarholt, Miklabraut/Kringlumýrarbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Jörfagrund 3, Jörfagrund 5, Norðurstígur 5, Stóragerði 42-44, Sólvallagata 80, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Hverfisgata 73, Laugavegur 3, Miðborgin, Spítalastígur 4B, Brunnstígur 5,

Skipulags- og byggingarnefnd

66. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 13. mars kl. 09:07, var haldinn 66. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gunnar L. Gissurarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Þórarinn Þórarinsson, Ólafur Bjarnason, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Ásgeir Eiríksson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Helga Guðmundsdóttir, Margrét Þormar, Haraldur Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir og Stefán Finnsson. Fundarritari var Ívar Pálsson. Inga Jóna Þórðardóttir tók sæti á fundinum kl. 9:45. Þá höfðu verið afgreidd mál undir B og C-liðum fundargerðarinnar.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagðar fram athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 ásamt lista yfir þær. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra til athugasemdaraðila.
Kynnt.

Umsókn nr. 20101
2.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, leiðrétting á bókun
Á fundi nefndarinnar þann 27.02.02 láðist að bóka inn bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 19.02.02, ásamt bréfi borgarverkfræðings og formanns samvinnunefndar frá 15. þ.m. varðandi svæðisskipulag.
Leiðréttist það hér með.
Samþykkt.

Umsókn nr. 20107
3.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, skipulagstölur
Lagt fram minnisblað dags. 13.03.2002 um skipulagstölur í svæðisskipulagi ásamt yfirliti yfir breytingar dags. febrúar 2002.
Kynnt.

Umsókn nr. 20087 (01.71.41)
4.
Stakkahlíð 19, leikskóli
Lögð fram tillaga Fasteignastofu að leikskóla á lóðinni nr. 19 við Stakkahlíð.
Kynnt.

Umsókn nr. 20096
5.
Heiðargerði, forsögn
Lögð fram drög að forsögn fyrir deiliskipulag sem afmarkast af helgunarsvæði við Miklubraut til norðurs, Grensásvegi til austurs, Brekkugerði og lóð Hvassaleitisskóla til suðurs og húsum við Stóragerði til vesturs.
Samþykkt að unnin verði tillaga að deiliskipulagi á grundvelli framlagðrar forsagnar.

Umsókn nr. 24213 (01.74.400.1)
530978-0449 SVÍV ses.
Ofanleiti 1 103 Reykjavík
220137-4069 Hrafnkell Thorlacius
Suðurgata 18 101 Reykjavík
660567-0119 Arkitektastofan Ormar Þ G/Örn.H
Borgartúni 17 105 Reykjavík
6.
Ofanleiti 1, Stækkun 4 hæðar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.02.02, þar sem sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu ofan á þriðju hæð (bókasafn) Verzlunarskólans í Reykjavík á lóðinni nr. 1 við Ofanleiti. Burðarvirki viðbyggingar verði úr stáli og timbri og útveggir klæddir að utan með álplötum, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar ehf. OÖ, dags. 07.03.02. Einnig lagt fram bréf Hrafnkels Thorlacius arkitekts, dags. 27.02.02. Einnig lögð fram tillaga Arkitektastofunnar ehf OÖ, dags. 07.03.02, að breytingu á deiliskipulagi.
Stækkun: Ofanábygging 353,2 ferm. og 1.387,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 66.581
Framlögð tillaga að deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20080 (02.86.26)
130354-2119 Einar Sveinn Hálfdánarson
Hverafold 142 112 Reykjavík
170641-7799 Sverrir Norðfjörð
Hrefnugata 8 105 Reykjavík
7.
Hverafold 142, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sverris Norðfjörð arkitekts, dags. 21.02.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 142 við Hverafold. Einnig lagt fram samþykki eigenda húsanna nr. 47, 112, 114 og 144 við Hverafold.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 990382 (04.1)
8.
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 36 (01.2)
9.
Miklabraut/Kringlumýrarbraut, mislæg gatnamót
Lögð fram skýrsla Vinnustofunnar Þverár dags. í febrúar 2002, ásamt hugmynd að strætisvagnamiðstöð undir Miklubraut við Kringluna.
Kynnt.

Umsókn nr. 24671
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundargerð nr. 194 frá 12. mars 2002.


Umsókn nr. 24652 (32.47.280.2)
090266-3309 Jón Ingi Magnússon
Tröllaborgir 14 112 Reykjavík
11.
Jörfagrund 3, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 162,9 ferm., bílgeymsla 38 ferm., samtals 200,9 ferm., 719,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 34.536
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24653 (32.47.280.3)
240167-5659 Guðrún Björk Gunnarsdóttir
Tröllaborgir 14 112 Reykjavík
12.
Jörfagrund 5, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 5 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 162,9 ferm., bílgeymsla 38 ferm., samtals 200,9 ferm., 719,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 34.536
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 20771 (01.13.201.4)
630785-0309 Kirkjuhvoll sf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
13.
Norðurstígur 5, Endurnýjun á byggingarleyfi
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.01.02, þar sem sótt er um endurnýjun byggingarleyfis frá 7. maí 1997 (fjögurra íbúða hús nr. 5b) á lóðinni nr. 5 við Norðurstíg, samkv. uppdr. Halldórs Gíslasonar arkitekts, dags. í júní ´95, síðast breytt 15.01.02. Bréf Borgarskipulags dags. 4. júlí 1995 og 15. júní 2001, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 24. september 2001, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. desember 2001, bréf arkitekts f.h., umsækjanda dags. 15. janúar 2002 og eignaskiptayfirlýsing dags. 19. júlí 1993 fylgja erindinu. Málið var í grenndarkynningu frá 30. janúar til 28. febrúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá Höllu Dögg Sigurðardóttur, Norðurstíg 5, dags. 26.02.02, Elsu M. Ágústsdóttur, Norðurstíg 5, dags. 26.02.02 og Mikael S. Mikaelssyni, Tryggvagötu 8, dags. 27.02.02.
Stærð: 1. hæð geymslur o.fl. 76,4 ferm., 2. hæð íbúðir 112,7 ferm., 3. hæð íbúð 112,2 ferm., 4. hæð íbúð 76,5 ferm., samtals 377,8 ferm., 1052,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 50.530
Frestað.

Umsókn nr. 24352 (01.80.310.1)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
14.
Stóragerði 42-44, Dælu og dreifistöð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja dælu- og dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóðinni nr. 42-44 við Stóragerði, samkv. uppdr. Ferdinands Alfreðssonar, dags. í janúar 2002. Málið var í grenndarkynningu frá 6. febrúar til 7. mars 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Dælu- og dreifistöð, 36,4 ferm. og 139,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.691
Afmörkun lóðar samþykkt.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24657
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
15.
Sólvallagata 80, fsp.fjölbýlishús nr. 80-84
Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt fjögurra og að hluta fimm hæða fjölbýlishús með þrjátíu og níu íbúðum á lóðinni nr. 80 við Sólvallagötu.
Í kjallara hússins er bílageymsla fyrir 35 bíla og á fyrstu hæð í norðvesturenda húss er gert ráð fyrir verslunarrými.
Bréf hönnuðar dags. 5. mars 2002 fylgir erindinu.
Frestað.
Fyrirspyrjanda bent á að hafa samband við embættið.


Umsókn nr. 10070
16.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 1. mars 2002.


Umsókn nr. 20050 (01.15.32)
17.
Hverfisgata 73, niðurfelling á kvöð um gangrétt
Lagt fram að nýju bréf Sigurðar G. Tómassonar, dags. 08.02.02, varðandi ósk um niðurfellingu á kvöð um gangrétt. Einnig lögð fram tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis.
Samþykkt að fella niður kvöð.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10416 (01.17.00)
18.
Laugavegur 3, notkun
Lagt fram að nýju bréf AM Praxis f.h. Félagsíbúða iðnnema, dags. 10.01.02, þar sem krafist er að byggingarleyfi vegna breyttrar starfsemi að Laugavegi 3 verði fellt úr gildi. Einnig lagt fram bréf Friðriks Weisshappel, dags. 08.02.02 og bréf AM Praxis, dags. 12.02.02 og 18.02.02. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 11.03.02.
Frestað.

Umsókn nr. 20025
19.
Miðborgin, torg
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 05.02.02, ásamt tillögu Evu Maríu Jónsdóttur um endurvakningu torganna. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19.02.02.
Umsögn skipulagsfullrúa samþykkt.

Umsókn nr. 24633 (01.18.400.8)
20.
Spítalastígur 4B, Fyrirspurn
Guðmundur Haraldsson óskaði eftir upplýsingum um það hvort skúr á lóðinni, sem byggður hafði verið í óleyfi, fái að standa áfram en ekki hafi verið gerð grein fyrir því í umsögn forstöðumanns fjármála- og rekstrar dags. 4. mars 2002.

Guðmundur óskaði að bókað yrði:
Með tilliti til brunarvarnarlaga og reglugerðar tel ég að skylt sé að fjarlægja skúrinn með tilliti til öryggis fólks og eigna. Á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar var lögð fram á fundinum 5 bls. umsögn er varðaði Spítalastíg 4B sem tekin var saman af Bjarna Þór Jónssyni, forstöðumanni fjármála- og rekstrar. Þar sem umsögnin kom beint inn á fundinn tel ég að fundarmenn hafi ekki haft nægan tíma til að yfirfara greinargerðina. Ég geri að tillögu minni að allar umsagnir sem úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hefur beðið um vegna kærðra ákvarðana skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur verði kynntar nefndinni með dagskrá fyrir fund.


Umsókn nr. 20005 (01.13.100.5)
21.
Brunnstígur 5, Fyrirspurn
Inga Jóna Þórðardóttir óskaði skýringa á neikvæðri afstöðu embættanna gagnvart fyrirspurn um byggingu vinnustofu á lóðinni nr. 5 við Brunnstíg.
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir ástæðum synjunarinnar.