Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ráðning skipulagsfulltrúa, Skipulags- og byggingarnefnd,

Skipulags- og byggingarnefnd

64. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 09:05, var haldinn 64. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gunnar L. Gissurarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Hermannsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 99
1.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 með breytingum svæðisskipulagsnefndar, dags. 13. febrúar 2002.
Jafnframt lögð fram drög að viðbrögðum samvinnunefndar við innsendum athugasemdum ódags. ásamt drögum að greinargerð vegna athugasemda við auglýsta tillögu dags. 13. febrúar 2002.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista að mæla með því við borgarráð að tillagan verði samþykkt þannig breytt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 24620
2.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 192 frá 26. febrúar 2002, án liðar nr. 7.


Umsókn nr. 20075
3.
Ráðning skipulagsfulltrúa,
Lagður fram listi yfir umsækjendur og greinargerð, dags. 19.02.02.
Formaður skipulags- og byggingarnefndar, Árni Þór Sigurðsson, gerði grein fyrir málinu og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Skipulags- og byggingarnefnd mælir með því við borgarráð, á grundvelli starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar, að Helga Bragadóttir verði ráðinn skipulagsfulltrúi."
Samþykkt með 7 atkvæðum.


Umsókn nr. 20054
4.
Skipulags- og byggingarnefnd, drög að samþykkt
Lögð fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 05.02.02 og 07.02.02 ásamt drögum að samþykkt fyrir skipulags- og byggingarnefnd, dags. 07.02.02.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.