Grjótaþorp, Borgartún 25-27 og 31, Efstaland 26, Sólheimareitur, Kjalarnes, Útkot, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Jónsgeisli 55, Laufásvegur 48A, Sogavegur 112 , Stakkahlíð 17, Vagnhöfði 29, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur,

Skipulags- og byggingarnefnd

59. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 23. janúar kl. 09:00, var haldinn 59. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gunnar L. Gissurarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Þórhildur L. Ólafsdóttir, Ólafur Bjarnason, þórarinn Þórarinsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ásgeir Eiríksson, Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 154
500591-2189 Teiknistofan Skólavörðust 28 sf
Skólavörðustíg 28 101 Reykjavík
1.
Grjótaþorp, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15.11.01, frá fundi borgarstjórnar sama dag, varðandi verndun fornminja á horni Aðalstrætis og Túngötu. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. júní 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu breytingar deiliskipulags Grjótaþorps, sbr. samþykkt nefndarinnar frá 16. f.m., og minnisblað Borgarskipulags, dags. 19. þ.m., varðandi breytingar á tillögunni. Borgarráð samþykkti að auglýsa skipulagið með nokkrum breytingum, sbr. minnisblað Borgarskipulags. Jafnframt lögð fram greinargerð og uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 1. júlí 2001. Málið var í auglýsingu frá 6. júlí til 3. ágúst, athugasemdafrestur var til 17. ágúst 2001. Athugasemdabréf bárust frá 12 aðilum. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags 28.08.01, ný tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, að breyttu deiliskipulagi Grjótaþorps dags. 14.01.02, ásamt bréfi dags. 15.01.02, uppdráttur Landslags ehf., dags. 13.01.02 varðandi Víkurgarð og umhverfi. Uppdrættir teiknistofunnar Húss og skipulags, dags.03.01.02, varðandi Aðalstræti 4 ásamt tölvumyndum frá Aðalstræti og Fichersundi.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu varðandi fornminjar í Aðalstræti:
Sjálfstæðismenn leggja til að fleiri hugmynda verði leitað innanlands og erlendis um hvernig að varðveislu og sýningu fornminjanna í Aðalstræti verður staðið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að fela ekki minjarnar, heldur verði þær gerðar hluti af götumynd Aðalstrætis, öllum sýnilegar sem þar eiga leið um. Erlendis er algent að vegfarendur geti skoðað fornminjar í gegnum gler á götu eða gangstétt. Slíkar lausnir gætu einnig átt við hér og farið mjög vel. Einnig skal litið til þess, að hægt verði að mynda samstæða heild á svæðinu, bæði fyrir minjarnar um landnámsbæinn og í Víkurkirkjugarði.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Frestað.


Umsókn nr. 519 (01.21.81)
701285-0699 Arkitektar Skógarhlíð sf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
2.
Borgartún 25-27 og 31, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf ASK arkitekta, dags. 22. janúar 2002 ásamt tillögu A1 arkitekta og Ask arkitekta að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 25-27 og 31 við Borgartún, dags. 15.01.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Kynna skal tillöguna sérstaklega fyrir hagsmunaaðilum að Borgartúni 23 og 29.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 196 (01.85.01)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Ármúla 13 108 Reykjavík
071228-3479 Guðjón S Sveinbjörnsson
Efstaland 12 108 Reykjavík
091233-4289 Jóhanna Guðbjörg Bjarnadóttir
Efstaland 10 108 Reykjavík
260952-2509 Leifur Hákonarson
Efstaland 8 108 Reykjavík
020352-4699 Sigurður Ingi Halldórsson
Langagerði 62 108 Reykjavík
3.
Efstaland 26, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu á deiliskipulagi við Efstaland 26 eru lagðir fram að nýju uppdr. Arkhússins, dags. 18.06.01 og 22.01.02. Málið var í auglýsingu frá 19. okt. til 16. nóv., athugasemdafrestur var til 7. des. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Guðmundi Tryggva Sigurðssyni, dags. 28.11.01, Kjartani Hjaltested, Hjallalandi 19, dags. 04.12.01, Guðrúnu Guðmundsdóttur og Hilmari Guðjónssyni, Efstalandi 24, dags. 06.12.01, Katrínu Gunnarsdóttur, Efstalandi 24, dags. 07.12.01, Árna Sæmundssyni og Guðlaugu Sigurðardóttur, Efstalandi 22, dags. 07.12.01 og Sigurði Halldórssyni, Giljalandi 3, dags. 07.12.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 11. janúar 2002.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn Borgarskipulags og á uppdrætti dags. 22.01.02.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10382 (01.43.3)
4.
Sólheimareitur, deiliskipulag
Lagðar fram til kynningar tillögur Arkibúllunar ehf, dags. 20.01.02, að deiliskipulagi Sólheimareits.
Samþykkt að unnin verði tillaga að deiliskipulagi á grundvelli tillögu nr. 3.

Umsókn nr. 10324
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
Kjalarnes, Útkot, skipting jarðarinnar
Lagt fram bréf Sæbergs Þórðarsonar, dags. 30.07.01, varðandi skiptingu jarðarinnar Útkots, Kjalarnesi, samkv. uppdr. Ráðgjafar ehf, dags. 04.06.01 og 28.11.01. Einnig lagt fram bréf Sæbergs Þórðarsonar, dags. 02.11.01.
Umsótt skiptinga jarðarinnar samþykkt með fyrirvara um samþykki Landbúnaðarráðherra skv. 12. gr. jarðarlaga nr. 65/1976 sbr. 21. gr. sömu laga.
Vísað til borgarráðs.

Áður en málið verður afgreitt í borgarráði þarf að gera nánar grein fyrir landamerkjum jarðarinnar ofan vesturlandsvegar skv. landamerkjalýsingu og sameiginlegri aðkomu að landinu þar. Setja þarf inn kvaðir um aðkomur að spildunum neðan vesturlandsvegar. Tekið skal fram að með samþykki skiptingar þessarar er ekki verið að fallast á byggingu húsa á hverri spildu fyrir sig, fjarlægja skal byggingarreiti sem sýndir eru á uppdrætti. Þinglýsa þarf kvöðum um aðkomu á hverja spildu fyrir sig.


Umsókn nr. 24393
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 187 frá 22. janúar 2002, án liða nr. 37 og 38.


Umsókn nr. 24382 (04.11.340.4)
080480-5559 Kristinn Pálmason
Vesturberg 17 111 Reykjavík
7.
Jónsgeisli 55, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 55 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 126,6 ferm., 2. hæð 89,4 ferm., bílgeymsla 33,1 ferm., samtals 249,1 ferm., 842,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 40.426
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24185 (01.18.550.2)
690488-1599 Íslenska auglýsingastofan ehf
Laufásvegi 49-51 101 Reykjavík
8.
Laufásvegur 48A, Ofanábygging og breytingar
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 05.12.01, þar sem sótt er um leyfi til að byggja rishæð með tveimur kvistum ofan á húsið nr. 48A við Laufásveg. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja anddyri og svalir við norðvestur hlið hússins., samkv. uppdr. Teiknistofunnar Úti og inni, dags. 20.11.01. Erindinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 1. ágúst s.l. og bréf hönnuða dags. 6. júlí 2001, hvorutveggja vegna fyrirspurnar. Málið var í grenndarkynningu frá 17. des. 2001 til 14. janúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá eigendum Laufáss, Laufásvegi 48, dags. 31.12.01 og Trausta Kristinssyni, Laufásvegi 50, dags. 09.01.02. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 18.01.02.
Stækkun: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og umsögn Borgarskipulags.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23114 (01.83.000.2)
550254-0189 Faber ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
9.
Sogavegur 112 , fjölbýlishús
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lögð fram að nýju tillaga ES teiknistofunnar að nýbyggingu á lóðinni, nr. 112 við Sogaveg, dags. 20.11.01 sem vísað var til Borgarskipulags af fundi skipulags- og byggingarnefndar 28.11.01. Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 112 við Sogaveg (fastanr. 203-5766) og byggja steinsteypt tvílyft fjölbýlishús með fjórum íbúðum á lóðinni. Jafnframt er sótt um breytingu á lóðarmörkum lóðanna nr. 108 og 112 við Sogaveg. Samþykki Húsfélags Réttarholtsvegar 1-3 og Sogavegar 108 (v. breytinga á lóðarmörkum) dags. 11. maí 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Hús sem verður rifið: 77,4 ferm og 209,0 rúmm.
Nýbygging: 1. hæð, íbúðir 169,6 ferm. 2. hæð, íbúðir 161,6 ferm. Samtals 331,2 ferm. og 1070,8 rúmm. Málið var í grenndarkynningu frá 17. des. 2001 til 14. janúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá Karli Sigurðssyni, Sogavegi 120, dags. 09.01.02, íbúum við Sogaveg, Hamarsgerði (og Réttarholtsveg), dags. 14.01.02, Guðmundi R. Óskarssyni, Hamarsgerði 8, dags. 14.01.02, Jóni Loga Sigurbjörnssyni f.h. Húsfélagsins Réttarholtsvegi 1-3 og Sogavegi 108, dags. 15.01.02. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 17. janúar 2002.
Gjald kr. 4.100 + 51.398
Frestað.

Umsókn nr. 23969 (01.71.400.2)
650297-2539 Skörungar ehf
Lyngási 17 210 Garðabær
10.
Stakkahlíð 17, stækkun, 12 námsm.íbúðir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.11.01, þar sem sótt er um leyfi til að gera tólf námsmannaíbúðir á lóðinni nr. 17 við Stakkahlíð. Byggð verði ein hæð ofan á núverandi einnar hæðar verslunar- og skrifstofuhús og komið fyrir sex íbúðum á hvorri hæð. Í kjallara verði þvottahús, hjóla- og vagnageymsla og sorpgeymsla, samkv. uppdr. Orra Árnasonar arkitekts, dags. 15.11.01. Málið var í grenndarkynningu frá 18. des. 2001 til 17. janúar 2002. Athugasemdabréf bárust frá Eddu Hermannsdóttur, Bogahlíð 6, dags. 09.01.02, 12 eigendum og íbúum Bogahlíðar 10, dags. 12.01.02, 11 íbúum Bogahlíðar 8, dags. 16.01.02, 26 íbúum Bogahlíðar 2-6, dags. 16.01.02, eigendum að íbúð í Bogahlíð 12, dags. 17.01.02.
Stækkun: 557,9 ferm. og 1728,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 70.869
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 24395 (04.06.320.4)
510570-0579 Málmtækni hf
Vagnhöfða 29 110 Reykjavík
11.
Vagnhöfði 29, framlenging á bráðabirgðal.
Magnús Thoroddsen, hrl., fyrir hönd Málmtækni sf., sækir um leyfi til framlengingar á bráðabirgðaleyfi um tvö ár til þess að mega nýta tjald úr PVG dúk sem lagerrými á lóðinni nr. 29 við Vagnhöfða.
Leyfið var síðast framlengt til tveggja ára þann 13. janúar 2000. Málinu fylgir bréf dags. 9. þ.m.
Frestað.

Umsókn nr. 10070
12.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur, frá 11. janúar 2002.