Aðalskipulag Reykjavíkur, Grófin, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Iðnskólinn, Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, Ármúli-Vegmúli-Hallarmúli, Kjalarnes, Útkot, Reynisvatnsheiði, Vesturlandsvegur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gvendargeisli 14, Gvendargeisli 44-52, Hvammsgerði 13, Kristnibraut 43-47, Mávahlíð 35, Nesvegur 80, Stóragerði - Álmgerði, Þorláksgeisli 110, Aðalstræti 4, Suðurhlíð 38, Vatnsveituv. Fákur 112470, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Barónsstígur 47, Heilsuverndarstöðin, Bréf framkvæmdastjóra Strætó bs., Njálsgata 44, Skólavörðustígur 6,

Skipulags- og byggingarnefnd

53. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 5. desember kl. 09:06, var haldinn 53. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Tómas Waage, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L. Gissurarson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Bjarnason, Jóhannes Kjarval, Helga Bragadóttir, Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir og Ívar Pálsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram yfirlit yfir kynningar og samráð vegna Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.


Umsókn nr. 351 (01.11.8)
2.
Grófin, breytt deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Arkitektur. is ásamt greinargerð að breyttu deiliskipulagi Grófarinnar, dags. 15.11.01. Einnig lögð fram skýrsla Árbæjarsafns um byggingarsögu Grófarinnar, útgefin í Reykjavík árið 2000 og bréf Árbæjarsafns, dags. 07.07.00 og bréf menningarmálanefndar, dags. 11.01.01. Ennfremur lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs frá fundi 13.03.01 ásamt bókun menningarmálanefndar frá 12.03.01, sem vísað var til skipulags- og byggingarnefndar og borgarlögmanns.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10351
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
3.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Lögð fram tillaga ASK arkitekta, dags. 30. nóv. 2001, að breytingu á deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands, vegna þekkingarþorps.
Samþykkt að auglýsa tillöguna með þeirri breytingu að starfsemi á svæðinu verði skilgreind með eftirfarandi hætti í skilmálum og fram komi að eignarhald bygginga á svæðinu skuli vera á einni hendi.
"Heimilt er að starfrækja á lóðinni fyrirtæki og stofnanir á sviði rannsókna, vísinda og þekkingar sem hafa hag af staðsetningu á háskólasvæðinu, leggja háskólastarfseminni lið með nálægð sinni eða tengjast henni. Á lóðinni er og heimilt að vera með verslunar og þjónustustarfsemi í smáum stíl til að þjónusta fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, svo sem litlar verslanir, kaffihús, líkamsrækt, ljósritunarþjónusta o.fl."
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10439 (01.1)
660169-3429 Iðnskólinn í Reykjavík
Skólavörðuholti 101 Reykjavík
4.
Iðnskólinn, viðbygging
Lögð fram bréf Iðnskólans í Reykjavík, dags. 02.11.01 og 14.11.01, varðandi viðbyggingu við skólann, samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt að vísa til Borgarskipulags vegna deiliskipulagsvinnu Skólavörðuholts.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10234 (01.25.01)
5.
Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofunnar OÖ, að deiliskipulagi reits 1.250.1, Skipholtsreits, dags. í sept. 2001. Tillagan var í kynningu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu frá 21. sept. til 10. okt. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Helga Hjálmarssyni arkitekt f.h. Hörgsholts ehf, dags. 04.10.01 og Jóni Erni Ámundasyni f.h. Nönnu H. Ágústsdóttur, dags. 16.10.01. Einnig lögð fram bréf Ormars Þórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 02.11.01, varðandi athugasemdir vegna Skipholts 23 og 29. Lagður fram nýr uppdráttur Arkitektastofunnar OÖ, dags. í nóv. 2001 ásamt greinargerð og skilmálum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 555 (01.26.2)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
6.
Ármúli-Vegmúli-Hallarmúli, deiliskipulag
Lögð fram að nýju til kynningar tillaga VA arkitekta, að endurskoðun deiliskipulags við Suðurlandsbraut. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 10.05.01. Málið var kynnt hagsmunaaðilum frá 6. til 28. sept. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Sigurbirni Þorbergssyni hdl. f.h. Húseigendafélagsins Suðurlandsbraut 4A, dags. 25.09.01 og Birni H. Jóhannssyni f.h. Fálkans hf, Suðurlandsbraut 8, dags. 26.09.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 28.11.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10324
010234-4689 Sæberg Þórðarson
Áshamar 270 Mosfellsbær
7.
Kjalarnes, Útkot, skipting jarðarinnar
Lagt fram bréf Sæbergs Þórðarsonar, dags. 30.07.01, varðandi skiptingu jarðarinnar Útkots, Kjalarnesi og staðsetningu byggingarreita væntanlegra bygginga, samkv. uppdr. Ráðgjafar ehf, dags. 04.06.01. Einnig lagt fram bréf Sæbergs Þórðarsonar, dags. 02.11.01.
Frestað.

Umsókn nr. 10435 (05.1)
500269-6779 Landssími Íslands hf
Thorvaldsensstræti 4 150 Reykjavík
8.
Reynisvatnsheiði, ljósleiðarastrengur
Lagt fram bréf ljósleiðadeildar Landssímans, dags. 07.11.01, varðandi lögn ljósleiðarastrengs á Reynisvatnsheiði. Einnig lagt fram bréf garðyrkjudeildar, dags. 23.11.01 ásamt bókun heilbrigðis- og umhverfisnefndar frá 29.11.01.
Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4. desember 2001.
Samþykkt með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn Borgarskipulags.

Umsókn nr. 561 (04.30.12)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Vesturlandsv Grafarho 110 Reykjavík
9.
Vesturlandsvegur, auglýsingaskilti
Vegna breytinga á deiliskipulagi er lagt fram að nýju bréf borgarstjóra dags. 14.09.01, um samþykkt borgarráðs s.d., bréf borgarlögmanns, dags. 10.09.01, varðandi auglýsingaskilti Golfklúbbs Reykjavíkur við Vesturlandsveg ásamt tillögu Borgarskipulags, dags. 30.08.01. Jafnframt lögð fram tillaga Borgarskipulags að staðsetningu og skilmálum dags. 19.09.01, sem er nánari útfærsla á tillögunni frá 30.08.01. Málið var í kynningu frá 1. til 30. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 24197
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 182 frá 4. desember 2001.


Umsókn nr. 24180 (05.13.550.5)
260756-4439 Björn Sigurðsson
Vesturholt 8 220 Hafnarfjörður
11.
Gvendargeisli 14, Einbýli m. innb. bílg
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á þremur pöllum og með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 14 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 114 ferm., 2. hæð 79 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm., samtals 218,2 ferm., 715,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 29.340
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24144 (05.13.430.1)
490996-2499 ÁF-hús ehf
Hæðasmára 6 200 Kópavogur
12.
Gvendargeisli 44-52, fjölbýlishús m. 15 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum ásamt bílgeymslukjallara fyrir 15 bíla á lóð nr. 44-52 við Gvendargeisla.
Stærð: Bílgeymslukjallari 736,5 ferm., íbúð 1. hæð 582,2 ferm., 2. hæð 627 ferm., 3. hæð 627 ferm., samtals 2572,7 ferm., 7191,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 294.856
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23948 (01.80.250.7)
301157-7549 Kristján Ingi Jónsson
Hvammsgerði 13 108 Reykjavík
13.
Hvammsgerði 13, glerskáli og fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.10.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við suðvesturhlið, færa blómaglugga frá suðurhlið á bílskúr og sameina matshluta 70 íbúðarhúsi á lóð nr. 13 við Hvammsgerði, samkv. uppdr. Batterísins, dags. 16.10.01. Málið var í grenndarkynningu frá 30. okt. til 28. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Sólstofa 18,4 ferm., 34,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 1.406
Frestað.

Umsókn nr. 24152 (04.11.440.1)
530289-1339 Járnbending ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
14.
Kristnibraut 43-47, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö steinsteypt fjölbýlishús, matshluta 01 og 02, með samtals tuttugu og tveim íbúðum á lóðinni nr. 43-47 við Kristnibraut. Húsin eru bæði þriggja hæða, kjallari með tólf bílgeymslum er í matshluta 01.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23678 (01.71.011.8)
160471-3879 Sigríður Ragna Sverrisdóttir
Mávahlíð 35 105 Reykjavík
141218-2479 Ólafur Finnbogason
Eiðismýri 30 170 Seltjarnarnes
15.
Mávahlíð 35, Reyndarteikn. áður g. íb.
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og áður gerðum íbúðum í kjallara og á rishæð hússins á lóðinni nr. 35 við Mávahlíð.
Virðingargjörð dags. 20. janúar 1948 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda dags. 3. september 2001 fylgir erindinu. Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa (v. kjallara og rishæðar) dags. 10. september 2001 fylgir erindinu.
Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 3. desember 2001.
Gjald kr. 4.100
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23991 (01.51.702.4)
060962-5969 Bára Hauksdóttir
Nesvegur 80 107 Reykjavík
16.
Nesvegur 80, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvær viðbyggingar, aðra til suðurs á fyrstu hæð og hina til norðurs ofan á svalir á annarri hæð í húsinu nr. 80 við Nesveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 18.10.01. Umsögn Borgarskipulags dags. 9. október 2001 fylgdi fyrirspurn um sama erindi. Einnig lagt fram samþykki þinglýstra eigenda að Nesvegi 76 og 82 og Granaskjóli 25 áritað á uppdrátt. Málið var í grenndarkynningu frá 6. nóv. til 5. des. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun viðbyggingar 19,35 ferm. og 52,11 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.501
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23749
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
17.
Stóragerði - Álmgerði, dælu- og dreifistöð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.09.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja dælu- og dreifistöð OR á óafmarkaðri lóð við Stóragerði, samkv. uppdr. Ferdinands Alfreðssonar, dags. í júlí 2001. Málið var í kynningu frá 16. okt. til 14. nóv. 2001. Athugasemdabréf barst frá íbúum að Viðjugerði 2, dags. 29.10.01 og eigendum Viðjugerðis 1, dags. 10.11.01. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.12.01.
Stærð: Dælu- og dreifistöð 36,4 ferm. og 132,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 5.416
Synjað.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 24181 (04.13.570.7)
100755-4679 Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Hvassaleiti 66 103 Reykjavík
18.
Þorláksgeisli 110, Einbýli m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 110 við Þorláksgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 99,4 ferm., 2. hæð 97,2 ferm., bílgeymsla 27,7 ferm., samtals 224,3 ferm., 710,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 29.147
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 24182 (01.13.650.1)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
19.
Aðalstræti 4, (fsp) Endurbygging g.húsa
Spurt er hvort leyft yrði að byggja allt að 6. hæða steinsteypta hótelbyggingu með rúmlega 80 hólteherbergi í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 24186 (01.78.860.1)
601299-4889 Gígant ehf
Kolbeinsmýri 3 170 Seltjarnarnes
20.
Suðurhlíð 38, (fsp) Nýbygging fjölb.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja allt að fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum og bílageymslukjallara fyrir 64 bíla í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 38 við Suðurhlíðar.
Bréf hönnuðar dags. 27. nóvember 2001 fylgir erindinu.
Nei.
Höfundur hafi samband við embættið.
Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 24143 (04.76.430.1)
501180-0419 Félag hesthúseig í Víðidal
Kringlunni 7 101 Reykjavík
21.
Vatnsveituv. Fákur 112470, (fsp) taðþrær
Spurt er hvort samþykkt yrði að byggja yfir taðþrær á hesthúsasvæði í Víðidal í líkingu við það sem sýnt er í meðfylgjandi gögnum.
Frestað.
Málinu vísað til Borgarskipulags vegna deiliskipulagsgerðar.


Umsókn nr. 10070
22.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 23. nóvember 2001.


Umsókn nr. 10438 (01.19.31)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
23.
Barónsstígur 47, Heilsuverndarstöðin, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27. nóvember 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 21. s.m. um nýbyggingu við Heilsuverndarstöðina, Barónsstíg 47.
Borgarráð ítrekar ósk sína um að ríkið gangi til samninga um kaup þess á 60% eignarhluta borgarinnar í Heilsuverndarstöðinni.


Umsókn nr. 24198
24.
Bréf framkvæmdastjóra Strætó bs.,
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 23. nóvember 2001 varðandi tengsl fyrirtækisins við skipulags- og byggingarnefnd.


Umsókn nr. 24200 (01.19.021.3)
25.
Njálsgata 44, umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 3. desember 2001, vegna kæru eigenda Njálsgötu 42 þar sem kærð er ákvörðun byggingarnefndar frá 26. janúar 1995, um að samþykkja umsókn um byggingu svala út yfir vinnustofu við húsið á lóðinni nr. 44 við Njálsgötu að lóðamörkum kærenda.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 23742 (01.17.120.5 04)
26.
Skólavörðustígur 6, Umsögn vegna kæru
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 26. nóvember 2001 vegna kæru á samþykkt byggingarnefndar frá 25. febrúar 2000 um að samþykkja umsókn um ljósaskilti á þaki hússins nr. 6 við Skólavörðustíg.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.