Grófin, Barónsstígur 47, Heilsuverndarstöðin, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Laufásvegur 21-23, Nýlendugata 10, Hádegismóar, Kjalarnes, Brautarholt, Hafnarstræti, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bauganes 16, Gvendargeisli 78-86, Háteigsvegur 19, Jónsgeisli 7-9, Laugavegur 166, Prestastígur 11, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Funahöfði 19, Fyrirspurn frá Ingu Jónu Þórðardóttur, Reitur 1.172.2, Skólavörðuholt,

Skipulags- og byggingarnefnd

51. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 09:00, var haldinn 51. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Kristján Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórhildur L. Ólafsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Margrét Þormar, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Ívar Pálsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 351 (01.11.8)
1.
Grófin, breytt deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Arkitektur. is ásamt greinargerð að breyttu deiliskipulagi Grófarinnar, dags. 15.11.01. Einnig lögð fram skýrsla Árbæjarsafns um byggingarsögu Grófarinnar, útgefin í Reykjavík árið 2000 og bréf Árbæjarsafns, dags. 07.07.00 og bréf menningarmálanefndar, dags. 11.01.01. Ennfremur lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs frá fundi 13.03.01 ásamt bókun menningarmálanefndar frá 12.03.01, sem vísað var til skipulags- og byggingarnefndar og borgarlögmanns.

Guðmundur Haraldsson tók sæti fundinum kl. 9:07
Inga Jóna Þórðardóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10
Frestað.

Umsókn nr. 10438 (01.19.31)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
2.
Barónsstígur 47, Heilsuverndarstöðin, nýbygging
Lögð fram tillaga Arkís ehf, dags. 16.10.01, að skipulagi og nýbyggingu á lóð Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Afgreiðslu erindisins frestað þar sem deiliskipulagsvinna er í gangi af reitnum. Tillagan skal höfð til hliðsjónar við þá vinnu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10351
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
3.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Lögð fram tillaga ASK arkitekta, dags. 31. okt. 2001, að þekkingarþorpi á lóð Háskóla Íslands.
Frestað.

Umsókn nr. 10404 (01.18.35)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
4.
4">Laufásvegur 21-23, Þingholtsstræti 34, sameining lóða
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 02.10.01, varðandi sameiningu lóðanna Laufásvegur 21-23 og Þingholtsstræti 34.
Samþykkt að sameina lóðirnar.

Umsókn nr. 990498 (01.13.20)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
300348-3869 Björn Halldórsson
Dalsbyggð 17 210 Garðabær
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
Nýlendugata 10, nýbygging
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 23.10.01, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 10 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. sama, dags. 06.09.99, mótt. 23.10.01. Einnig lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 02.10.01 og bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar dags. 19.11.01.
Synjað.
Tillagan eins og hún liggur fyrir samræmist ekki Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Nefndin getur ekki samþykkt tillöguna en er jákvæð fyrir uppbyggingu á lóðinni í anda hennar.
Samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu.


Umsókn nr. 10355 (04.1)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
6.
Hádegismóar, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Hornsteina arkitekta ehf, ásamt greinargerð, dags. í september 2001 að deiliskipulagi í Hádegismóum. Einnig lögð fram umsögn heilbrigðis- og umhverfisnefndar frá 9. nóv. s.l. Ennfremur lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13.11.01, varðandi dreifistöðvar í Hádegismóum.
Frestað.

Umsókn nr. 990136
270565-5579 Björn Jónsson
Brautarholt 2 116 Reykjavík
260432-2819 Jón Ólafsson
Brautarholt 2 116 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Brautarholt, deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Einars Ingimarssonar arkitekts, dags. 12.10.01. Málið var kynnt fyrir eigendum Brautarholts 1 frá 18. okt. til 18. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 10327 (01.14)
8.
Hafnarstræti, opnun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, dags. 27.07.01, um samþykkt borgarráðs frá 24. þ.m. um að vísa eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks til skipulags- og byggingarnefndar:
Borgarráð samþykkir að hefja nú þegar undirbúning að því að opna umferð um Hafnarstræti til austurs á nýjan leik. Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings dags. 20. nóvember 2001.
Samþykkt að opna Hafnarstræti með þeim hætti sem fram kemur í bréfi embættis borgarverkfræðings.

Umsókn nr. 24121
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 180 frá 20. nóvember 2001.
Jafnframt eru lagðir fram liðir nr. 19, 45 og 63 frá 6. nóvember 2001.


Umsókn nr. 24108 (01.67.410.4)
160664-3129 Sigurjón Guðbjörn Geirsson
Barmahlíð 25 105 Reykjavík
100567-3779 Harpa Stefánsdóttir
Barmahlíð 25 105 Reykjavík
10.
Bauganes 16, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum, með innbyggðri bílgeymslu, allt einangrað að utan og klætt múrkerfi og steinflísum á lóð nr. 16 við Bauganes. Jafnframt er umsókn nr. 23428 dregin til baka.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 14. nóvember 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 62,0 ferm., 2. hæð 141,9 ferm., bílgeymsla 25,5 ferm. Samtals 229,4 ferm. og 751,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 30.799
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24104
150764-5999 Guðjón Árnason
Vattarás 2 210 Garðabær
11.
Gvendargeisli 78-86, Nýtt fjölbýli m.15 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja 15 íbúða steinsteypt fjölbýlishús sem er kjallari og þrjár hæðir á lóðinni nr. 78-86 við Gvendargeisla. Í kjallara hússins eru bílgeymslur fyrir 15 bíla.
Stærð: Nr. 78 (matshl. 01). Kjallari bílgeymsla 108,0 ferm., geymslur 15,5 ferm. 1. hæð geymsla 16,3 ferm. íbúð 107,8 ferm. 2. hæð íbúð 124,1 ferm. 3. hæð íbúð 124,1 ferm.
Nr. 80 (matshl. 02). Kjallari bílgeymsla 108,0 ferm., geymslur 15,5 ferm. 1. hæð geymsla 16,3 ferm. íbúð 107,8 ferm. 2. hæð íbúð 124,1 ferm. 3. hæð íbúð 124,1 ferm.
Nr. 82 (matshl. 03). Kjallari bílgeymsla 108,0 ferm., geymslur 15,5 ferm. 1. hæð geymsla 16,3 ferm. íbúð 107,8 ferm. 2. hæð íbúð 124,1 ferm. 3. hæð íbúð 124,1 ferm.
Nr. 84 (matshl. 04). Kjallari bílgeymsla 108,0 ferm., geymslur 15,5 ferm. 1. hæð geymsla 16,3 ferm. íbúð 107,8 ferm. 2. hæð íbúð 124,1 ferm. 3. hæð íbúð 124,1 ferm.
Nr. 86 (matshl. 05). Kjallari bílgeymsla 108,0 ferm., geymslur 15,5 ferm. 1. hæð geymsla 16,3 ferm. íbúð 107,8 ferm. 2. hæð íbúð 124,1 ferm. 3. hæð íbúð 124,1 ferm.
Samtals 2479,0 ferm. og 6942,0 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 284.622
Synjað.
Samræmist ekki skipulagi.


Umsókn nr. 23846 (01.24.510.1)
091246-4149 Ómar Sigtryggsson
Háteigsvegur 19 105 Reykjavík
12.
Háteigsvegur 19, breyting úti
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólpall að suðurhlið húss, koma fyrir leiksvæðum á lóð, brjóta steyptan vegg á suðvesturhlið lóðar og koma þar fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni nr. 19 við Háteigsveg.
Lögð fram umsögn gatnamálastjóra dags. 15. október 2001 og umsögn Borgarskipulags dags. 5. nóv. 2001.
Lagt fram bréf eins húseigenda á Háteigsvegi 19, dags. 16. nóvember 2001 þar sem óskað er endurupptöku unsóknar um bílastæði og fleira á lóðinni Háteigsvegur 19. Málinu var synjað af byggingarfulltrúa þann 7. nóvember 2001.
Frestað.

Umsókn nr. 24105 (04.11.360.4)
091074-4009 Kristján Sigurðsson
Laufrimi 34 112 Reykjavík
13.
Jónsgeisli 7-9, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús að hluta klætt sedrusviði með tveimur innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 7-9 við Jónsgeisla.
Stærð: Nr. 7 (matshl. 01) 1. hæð íbúð 109,7 ferm., 2. hæð 87,7 ferm., bílgeymsla 29,3 ferm.
Nr. 9 (matshl. 02) 1. hæð íbúð 109,7 ferm., 2. hæð 87,7 ferm., bílgeymsla 29,3 ferm.
Samtals 453,4 ferm. og 1443,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 59.188
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23881 (01.24.210.2)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Tryggvagötu 19 150 Reykjavík
14.
Laugavegur 166, Lóðarstækkun
Sótt er um að lóðin nr. 166 við Laugaveg verði stækkuð lítillega til suðurs þannig að eftir breytingu verði 5 m frá húsgafli að lóðarmörkum. Lóðarstækkunin yrði öll á kostnað lands í eigu Reykjavíkurborgar.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 2. okt. 2001, bréf gatnamálastjóra dags. 3. okt. 2001 og umsögn Borgarskipulags dags. 19.11.01.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23873 (04.13.300.1)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
15.
Prestastígur 11, (11) fjölbh á 5 h með bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm hæða fjölbýlishús með tuttugu íbúðum ásamt bílageymslukjallara fyrir fjórtán bíla, allt úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með álkæðningu í ljósgráum og koksgráum lit, á lóðinni nr. 11 við Prestastíg.
Stærð: Kjallari 608,4 ferm., þar af 432.2 ferm., bílgeymsla, 1. hæð 410,3 ferm., 2. hæð 402 ferm., 3. hæð 402 ferm., 4. hæð 402 ferm., 5. hæð 402 ferm. Samtals 262,6 ferm., og 77544,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 309.328
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
16.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2001.


Umsókn nr. 24122 (04.06.100.2)
17.
Funahöfði 19, stöðvun óleyfisframkvæmda
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 12. nóvember 2001 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda í húsinu nr. 19 við Funahöfða.


Umsókn nr. 10013
18.
Fyrirspurn frá Ingu Jónu Þórðardóttur,
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 24.10.01, lagði Inga Jóna Þórðardóttir fram fyrirspurn um hver væri ástæða þess að ekki hafi enn verið lögð fram tillaga um opnun Hafnarstrætis sem vísað var til skipulags- og byggingarnefndar frá borgarráði í júlí s.l.
Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2001.
Bókun formanns skipulags- og byggingarnefndar.

Þann 31. október lagði Inga Jóna Þórðardóttir fram fyrirspurn til formanns um vinnureglur og verklag vegna erinda sem nefndinni berast.
Formaður nefndarinnar tekur ekki upp póst sem berst á skrifstofur Borgarskipulags eða Byggingarfulltrúa, jafnvel þótt viðkomandi erindi séu stíluð á nefndina eða formann hennar sérstaklega. Formaður á vikulega undirbúningsfundi með embættismönnum stofnananna tveggja sem starfa á sviði nefndarinnar og þar er farið yfir þau mál sem borist hafa og tekin afstaða til þess hvort, og þá hvenær, viðkomandi erindi eru lögð fyrir nefndina. Rétt er að taka fram að formaður hefur óskað eftir því við skipulagsstjóra að fá reglulega í hendur lista yfir mál sem berast nefndinni sem hann getur kynnt henni og er slíkt verkferli í undirbúningi hjá stofnuninni. Í því tiltekna tilfelli sem IJÞ spyrst fyrir um hefur það farist fyrir að formanni bærist erindið. Af þeim augljósu sökum hafði formaður engar ráðstafanir gert til að fjalla um erindið enda honum ekki kunnugt um tilvist þess. Á það skal hinsvegar bent að fyrirspyrjandi, sem bæði á sæti í borgarráði og skipulags- og byggingarnefnd og var tillöguflytjandi málsins í borgarráði, hefur haft öll tök á að spyrjast fyrir um afdrif þessa máls fyrir löngu, og hefði þannig getað sýnt í verki að honum væri annt um efni málsins en væri ekki einungis í enn einum formsatriðaleiknum, sem er þeim Sjálfstæðismönnum svo tamur.
Að öðru leyti vísast í hjálagt minnisblað skipulagsstjóra um verkferla.


Umsókn nr. 10390 (01.17.22)
19.
Reitur 1.172.2, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.11.01 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7.11.01 um auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, sem afmarkast af Grettisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Frakkastíg.


Umsókn nr. 10103 (01.19)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
20.
Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.11.01 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7.11.01 um breytingu á skipulagi Skólavörðuholts