Aðalskipulag Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Hraunbær, deiliskipulag, Halla- og Hamrahlíðarlönd, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , Jónsgeisli 69, Prestastígur 9, Skildinganes 49, Stangarholt 26, Stangarholt 28, Hraunbær 107, Bryggjuhverfi, Bröndukvísl 22, Engjateigur 7, Kirkjustétt 2-6, Langholtsvegur 115, Miðborgin, Reitur 1.180.3, Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, Skeifan/Fenin, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarnefnd,

Skipulags- og byggingarnefnd

50. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 09:00, var haldinn 50. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bjarni Þ. Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarni Reynarsson, Stefán Finnsson, Helga Guðmundsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, greinargerð, dags. 13.11.01, þéttbýlisuppdráttur, dags. 12.11.01, sveitarfélagsuppdráttur, dags. 12.11.01, mappa með tölusettum skýringarblöðum, dags. 12.11.01, breyting á AR 1996-2016 sem staðfest var 06.07.00, umhverfismat aðalskipulags, dags. nóv. 2001.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa R-lista að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarstjórnar.

Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn og óskuðu bókað:
Tillagan kemur ekki á óvart enda að mestu byggð á tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem lögð hefur verið fram í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn hafa þegar komið með fjölda athugasemda og ábendinga varðandi skipulagið. Ýmis meginmarkmið skipulagsins, sett fram í almennum texta, er tekið undir. Úrvinnslan er hins vegar aðfinnsluverð og lýsir því miður, á ýmsum sviðum, skammsýni og ósveigjanleika.
Dæmi um þetta er stefna R-listans í hafnarmálum og einbeittur vilji til þess að nema stóran hluta Geldingarness á brott og flytja annað í borgarlandinu.
Sérfræðingar í hafnarmálum hafa fullyrt að ekki verði þörf fyrir nýja höfn á Reykjavíkursvæðinu næstu 50 árin. Það er því þvergirðingsháttur að sveigja ekki af leið og nýta Geldingarnesið með öðrum og hagkvæmari hætti. Geldinganesið er tvímælalaust fallegasta byggingarland borgarinnar. Það er 220 hektarar að stærð og nægir fyrir a.m.k. 10.000 manna byggð verði gæði þess ekki rýrð enn frekar með umfangsmiklu grjótnámi. Grjótnámið er þegar orðið að mestu náttúruspjöllum sem unnin hafa verið innan borgarmarkanna og er í beinni andstöðu við margendurtekið hugtak skipulagstillögunnar um sjálfbæra þróun.
R-listinn stefnir byggðinni upp til heiða þar sem bæði er kaldara og vindasamara og samgöngur erfiðari á vetrum. Halla og Hamrahlíðarlöndin eiga að byggjast upp á tímabilinu. 2/3 íbúa höfuðborgarsvæðisins búa enn í Reykjavík enda þótt uppbygging atvinnu- og íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi í tíð R-listans farið að mestu fram hjá höfuðborginni og beinst yfir til nágrannasveitarfélaga hennar. Í tilögunni er gert ráð fyrir því að hlutdeild Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis verði aðeins í kringum 50%. Það er því af og frá að með tillögunni sé fullnægt lóðarþörf fjölskyldna og fyrirtækja í Reykjavík á skipulagstímabilinu. Stefna R-listans að viðhalda lóðarskorti í borginni er því enn einu sinni staðfest með þessari tillögu að aðalskipulagi. Metnaður fyrir hönd borgarinnar er augljóslega lítill. Þetta mun m.a. valda tekjumissi fyrir Reykjavík og mun torvelda að halda uppi þeirri þjónustu sem ætlast er til af höfuðborg.
Kosningar R-listans um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar eftir árið 2016 snérust upp í langdregið grín. Ómarkviss vinnubrögð í þessu mikilvæga máli lýsa stefnuleysi og pólitískum hrossakaupum. Vatnsmýrin verður ekki byggð upp í bútum í kringum leifar af flugvelli. Slíkt skipulag verður hvorki fugl né fiskur.
Samkvæmt aðalskipulagstillögunni verður hvorki hægt að byggja upp í Vatnsmýrinni með viðunandi hætti né hægt að starfrækja þar flugvöll með viðunandi hætti.
Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að Reykjavík verði "vistvæn borg". Mestu undirskriftir í sögu borgarinnar fóru af stað árið 1998 til þess að mótmæla fyrirhugðum stórbyggingum á útivistarsvæði í Laugardalnum. 35.000 manns skrifuðu undir mótmælaskjal. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er ekkert mark tekið á vilja borgarbúa. Enn er gert ráð fyrir því að byggt verði á þeim sama stað og krafist var að haldið yrði frá fyrir íþróttir, útivist og fjölskylduna.
Að öðru leyti er vísað til frekari bókunar um tillöguna við afgreiðslu í borgarstjórn.

Fulltrúa R-lista óskuðu bókað:
Tillaga að aðalskipualgi í Reykjavík 2001-2024 byggir á skýrri framtíðarsýn um að styrkja Reykjavík sem höfuðborg og sem alþjóðlega vistvæna borg.
Lögð er áhersla á m.a. að efla miðborgina, þétta byggð, blöndun byggðar, vistvænar samgöngur og verndun náttúrusvæða. Aðalskipulagstillagan tekur að sjálfsögðu mið af tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Bókun D-listans einkennist af gömlu kosningamáli og þráhyggju um meinta lóðarskortsstefnu. Það lýsir ekki beint stórhuga eða hugmyndaríkri afstöðu borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna til aðalskipulags Reykjavíkur.
Að öðru leyti vísast til afstöðu og bókunar Reykjavíkurlistans í borgarstjórn.


Umsókn nr. 10351
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
2.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Lögð fram tillaga ASK arkitekta, dags. 31. okt. 2001, að þekkingarþorpi á lóð Háskóla Íslands.
Frestað.

Umsókn nr. 10242 (04.33)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
3.
Hraunbær, deiliskipulag, milli Hraunbæjar, Bæjarháls og Bæjarbrautar
Lögð fram til kynningar tillaga ARKÍS, dags. 12.11.01, að deiliskipulagi lóða við Hraunbæ, milli Hraunbæjar, Bæjarháls og Bæjarbrautar.
Jákvætt að unnið verði deiliskipulag á grundvelli framlagðrar tillögu.

Umsókn nr. 10058
4.
>Halla- og Hamrahlíðarlönd, tillaga
Lögð fram til kynningar sú tillaga sem valin var í forvali að rammaskipulagi fyrir byggðasvæðið í Höllum og Hamrahlíðarlöndum, frá VA arkitektum og Birni Ólafs, arkitekt. Einnig lögð fram niðurstaða rýnihóps.


Umsókn nr. 24090
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 179 frá 13. nóvember 2001.


Umsókn nr. 24048 (04.11.341.1)
261047-3149 Guðlaugur Magnús A Long
Starengi 70 112 Reykjavík
6.
Jónsgeisli 69, einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 69 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 35,3 ferm., 2. hæð 123,7 ferm., bílgeymsla 49,3 ferm., samtals 208,3 ferm., 660,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 27.093
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23876 (04.13.310.3)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
7.
Prestastígur 9, fjölb.h. m 20 íb og 14 bílg
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm hæða fjölbýlishús með tuttugu íbúðum ásamt bílageymslukjallara fyrir 14 bíla, allt úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með álkæðningu í ljósgráum og koksgráum lit, á lóðinni nr. 9 við Prestastíg.
Stærð: Kjallari, geymslur o.fl. 176,2 ferm., bílageymslur 432,2 ferm. 1. hæð íbúðir 410,3 ferm. 2. hæð íbúðir 402,0 ferm. 3. hæð íbúðir 402,0 ferm. 4. hæð íbúðir 402,0 ferm. 5. hæð íbúðir 402,0 ferm. Samtals 2626,7 ferm. og 7544,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 309.329
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24040 (01.67.421.2)
100860-4499 Jón Valur Smárason
Kolbeinsmýri 3 170 Seltjarnarnes
8.
Skildinganes 49, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús úr steinsteypu í einangrunamótum með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 49 við Skildinganes. Húsið verði að hluta tvílyft og neðri hæð stölluð. Útveggir verði pússaðir og málaðir í ljósum lit og dekkri lit í þynningum.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 30. okt. 2001.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Byggingarleyfi samþykkt 03.04.01, fellt úr gildi.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23543 (01.24.620.3 01)
150520-3559 Helga Guðjónsdóttir
Stangarholt 26 105 Reykjavík
110459-4599 Steinunn Steinarsdóttir
Stangarholt 26 105 Reykjavík
170557-5739 Brynjar Jónsson
Hellisbraut 10 380 Króksfjarðarnes
9.
Stangarholt 26, Reyndarteikningar
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 04.10.01, þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og áður gerðum svölum á suðurhlið fyrstu og annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 26 við Stangarholt vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar, bygg.fr., dags. 09.07.01. Málið var í kynningu frá 9. okt. til 7. nóv. 2001. Samþykki áritað á uppdr. ódags. barst frá Sigurði Þórðarsyni f.h. Þórdísar Sigurðardóttur og Guðbjargar Pálsdóttur, Stórholti 39, Steinunni Steinardóttur, Stangarholti 26, Helgu Guðjónsdóttur, Stangarholti 26, Erlendi Siggeirssyni, Stangarholti 30, Indiönu Ásu Hreinsdóttur, Stórholti 37, Hannesínu Ólafsdóttur, Stórholti 37, Einari Inga Siggeirssyni, Stangarholti 30, Sæmundi Lárussyni, Stórholti 39, Stefáni Frey Jóhannssyni, Stórholti 37. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 23544 (01.24.620.4 01)
151265-3599 Aðalbjörg Pálsdóttir
Stangarholt 28 105 Reykjavík
090253-7869 Einar Ástvaldur Jóhannsson
Stangarholt 28 105 Reykjavík
251022-3139 Óskar Hallgrímsson
Stangarholt 28 105 Reykjavík
10.
Stangarholt 28, Reyndart. + bílskúr.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 04.10.01, þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og áður gerðum svölum á suðurhlið fyrstu og annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 28 við Stangarholt vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar bygg.fr., dags. 09.07.01. Einnig er sótt um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni. Málið var í kynningu frá 9. okt. til 7. nóv. 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr 29,8 ferm. og 68,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.813
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 24057 (04.33.200.1)
640495-2519 YL-Hús ehf
Tangarhöfða 6 110 Reykjavík
11.
Hraunbær 107, (fsp) breyting inni
Spurt er hvort leyft yrði að breyta sameiginlegu eldhúsi, setustofu og fleiri sameignarrýmum í fimm nýjar einstaklingsíbúðir til norðurs á 1. og 2. hæð í Hraungerði - Heimili aldraðra á lóð nr. 107 við Hraunbæ.
Bréf hönnuðar dags. 5. nóvember 2001 fylgir erindinu.
Jákvætt. að uppfylltum skilyrðum.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10423 (04.0)
12.
Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. nóvember 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis.


Umsókn nr. 21070 (04.23.551.4)
220233-2009 Héðinn Emilsson
Bröndukvísl 22 110 Reykjavík
13.
Bröndukvísl 22, Breyting inni og úti
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarstjórnar varðandi samþykkt borgarstjórnar 1. nóv. 2001 að ekki væri tilefni til að krefjast niðurrifs á skýli á lóð Bröndukvíslar 22, en að tryggt verði að lóðamörk að norðanverðu verði lokuð með grindverki.
13. liður fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 17. október sem frestað var á fundi borgarráðs 23. s.m. þarf því ekki frekari afgreiðslu við með samþykkt ofangreindrar tillögu.


Umsókn nr. 10410 (01.36.65)
540671-0959 Ístak hf
Skúlatúni 4 105 Reykjavík
14.
Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. nóvember 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna Engjateigs 7. Jafnframt var lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 5. þ.m. um undanþágu vegna bílastæða á lóðinni.


Umsókn nr. 10289 (04.13.22)
660196-3319 Manfreð Vilhjálmss-Arkitekt ehf
Borgartúni 20, 3.hæð 105 Reykjavík
15.
Kirkjustétt 2-6, verslunar- og þjónustumiðstöð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. s.m. um breytt deiliskipulag vegna verslunar- og þjónustumiðstöðvar að Kirkjustétt 2-6.


Umsókn nr. 10007 (01.41.40)
210641-4249 Gunnar Rósinkranz
Skólavörðustígur 10 101 Reykjavík
621188-2089 Hitatækni ehf
Langholtsvegi 109 104 Reykjavík
470673-0369 Arko sf
Langholtsvegi 109 104 Reykjavík
560169-0869 Karlakórinn Fóstbræður
Langholtsvegi 109-111 104 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
16.
Langholtsvegur 115, nýting á lóð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. s.m. um auglýsingu á deiliskipulagstillögu og breyttu aðalskipulagi á lóð nr. 115 við Langholtsveg.


Umsókn nr. 10441
17.
Miðborgin, bílakjallari undir botni Tjarnarinnar
Lagt fram bréf framkvstj. Bílastæðasjóðs og borgarverkfræðings dags 8.11.01 varðandi bílakjallara undir botni Tjarnarinnar.


Umsókn nr. 10392 (01.18.03)
18.
Reitur 1.180.3, Bergstaðastræti/Skólavörðustígur/Óðinsgata/ Spítalastígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits sem afmarkast af Bergstaðastræti, Skólavörðustíg, Óðinsgötu og Spítalastíg.


Umsókn nr. 970548 (01.18.21)
420369-7789 Ölgerðin Egill Skallagrímss ehf
Grjóthálsi 7-11 110 Reykjavík
19.
Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. s.m. um auglýsingu varðandi breytt deiliskipulag Ölgerðarreits.


Umsókn nr. 10078 (01.46)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
20.
Skeifan/Fenin, umferðarskipulag og endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. nóvember 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24. f.m. varðandi umferðarskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Skeifu-Fenjum.


Umsókn nr. 552
21.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 1. nóvember 2001 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 17. október 2001.


Umsókn nr. 552
22.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarstjórnar um afgreiðslu borgarstjórnar frá 1. nóvember 2001 á fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 24. október 2001.
Borgarstjórn samþykkti að fresta 53. lið fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sbr. b-hluta fundargerðarinnar. B-hluti fundargerðarinnar var að öðru leyti samþykktur.