Aðalskipulag Reykjavíkur, Miðborgin, Reitur 1.180.3, Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, Skeifan/Fenin, Langholtsvegur 115, Hádegismóar, Kirkjusandur, Baugatangi 4, Kirkjustétt 2-6, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bergstaðastræti 19, Engjateigur 7, Fálkagata 32 , Sólvallagata 80, Stangarhylur 3A, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Borgarskipulag Reykjavíkur, Byggingarfulltrúi, Fyrirspurn frá Gunnari L. Gissurarsyni, Kirkjutún, Kópavogur, Landspítalalóð, Laufásvegur 19, Skálafell, Stakkahlíð 17, Teigahverfi, deiliskipulag, Fyrirspurn frá Ingu Jónu Þórðardóttur,

Skipulags- og byggingarnefnd

47. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 24. október kl. 09:00, var haldinn 47. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L. Gissurarson, og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Þórarinn Þórarinsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Stefán Finnsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Bjarni Reynarsson, Ólöf Örvarsdóttir, Jóhannes Kjarval, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Margrét Þormar og Helga Guðmundsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög að fylgiriti aðalskipulags, þ.e. umhverfismati og skýringablöðum.


Umsókn nr. 10413
2.
Miðborgin, almennir skilmálar fyrir miðborgarsvæðið
Lagðir fram að nýju Almennir deiliskipulagsskilmálar fyrir miðborgarsvæðið, dags. 14.10.01.
Frestað.

Umsókn nr. 10392 (01.18.03)
3.
Reitur 1.180.3, Bergstaðastræti/Skólavörðustígur/Óðinsgata/ Spítalastígur
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að deiliskipulagi reits 1.180.3, sem afmarkast af Bergstaðastræti, Skólavörðustíg, Óðinsgötu og Spítalastíg, dags. 5. sept. 2001.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum að settir verði inn skilmálar um bílastæði, verndun ofl. í samræmi við stefnumörkun Þróunaráætlunar miðborgar.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 970548 (01.18.21)
420369-7789 Ölgerðin Egill Skallagrímss ehf
Grjóthálsi 7-11 110 Reykjavík
4.
Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Ármúla, dags. 22.10.01, að deiliskipulagi reits 1.182.1, "Ölgerðarreitur", milli Klapparstígs, Grettisgötu og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns 2001.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum að settir verði inn skilmálar um bílastæði, verndun ofl. í samræmi við stefnumörkun Þróunaráætlunar miðborgar.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10078 (01.46)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
5.
Skeifan/Fenin, umferðarskipulag og endurskoðun deiliskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá af deiliskipulagi í Skeifan/Fen, dags. 15.02.01, breytt 9. júlí 2001 ásamt greinargerð, dags. 09.04.01, breytt 28.05.01 og 09.07.01 og tillögu af umferðarskipulagi, dags. 30.06.00, br. 31.10.00. Málið var í auglýsingu frá 17. ágúst til 14. sept., athugasemdafrestur var til 28. sept. 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Páli Á. Pálssyni f.h. Raftæknistofunnar hf, dags. 23.08.01, Tryggva Ólafssyni f.h. Plasthúðunar og Pökkunar hf, dags. 23.08.01, Ágústi Þórðarsyni og Inga Gunnari Þórðarsyni f.h. lóðarhafa Skeifunnar 2-4-6, dags. 06.06.00, 09.05.01 og 27.08.01, Guðna Pálssyni f.h. eigenda Faxafeni 9, dags. 30.04.01 og 30.08.01, Stefáni Má Jónssyni f.h. húsfélagsins Skeifunni 5, dags. 11.05.00, 09.05.01 og 27.09.01, Margréti Kristmannsdóttur f.h. Verslunarinnar Pfaff hf, dags. 08.04.00, 08.05.01 og 27.09.01, Viðskiptamiðluninni - bókhaldsþjónustu, dags. 20.06.01, Þorvaldi Þorsteinssyni, dags. 12.10.01, Óttarri A. Halldórssyni og Þorvaldi K. Þorsteinssyni, varðandi Skeifuna 7, dags. 17.10.01. Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns, dags. 10.05.01 og bréf Erlings Runólfssonar f.h. mælingadeildar, dags. 12.10.01. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 17.10.01 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23.10.01.
Deiliskipulagstillaga samþykkt með þeim breytingum að leyfa frekari uppbyggingu á Skeifunni 2-4 og Faxafeni 9 að uppfylltum ákvæðum um bílastæði. Bílastæðakröfur á svæðinu breytist með þeim hætti að heimilt verði að reikna 1 bílastæði á hverja 150 ferm., lager- og geymsluhúsnæðis enda verði þinglýst kvöð um notkun þeirra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10007 (01.41.40)
210641-4249 Gunnar Rósinkranz
Skólavörðustígur 10 101 Reykjavík
621188-2089 Hitatækni ehf
Langholtsvegi 109 104 Reykjavík
470673-0369 Arko sf
Langholtsvegi 109 104 Reykjavík
560169-0869 Karlakórinn Fóstbræður
Langholtsvegi 109-111 104 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
6.
Langholtsvegur 115, nýting á lóð
Lagt fram að nýju bréf Gunnars Rósinkranz, f.h. Gerpis ehf, dags. 08.08.01 ásamt uppdr. dags. 07.08.01, að uppbyggingu á lóðinni nr. 115 við Langholtsveg. Forkynning á skipulagsvinnunni var frá 23. ágúst til 14. september 2001. Athugasemdabréf barst frá húseigendum að Langholtsvegi 109 og 111, dags. 05.09.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi í samræmi við hana.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10355 (04.1)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
7.
Hádegismóar, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta ehf, ásamt greinargerð, dags. í september 2001 að deiliskipulagi í Hádegismóum.
Tillögunni vísað til umsagnar heilbrigðis- og umhverfisnefndar.

Umsókn nr. 10419 (01.34)
8.
Kirkjusandur, deiliskipulag að Laugarnesvegi 87-89
Lagt fram bréf stjórnar húsfélagsins að Kirkjusandi 1, 3 og 5, dags. 10.10.01, varðandi framtíðarnýtingu byggingarreits að Laugarnesvegi 87-89.
Borgarskipulagi falið að svara bréfi húsfélagsins.

Umsókn nr. 23292 (01.67.400.2)
070750-2609 Jón Sveinsson
Heiðarás 8 110 Reykjavík
9.
Baugatangi 4, einbýlishús - breytt
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 21.08.01, að breytingu á deiliskipulagi Skildingarness, vegna lóðarinnar nr. 4 við Baugatanga. Málið var í kynningu frá 4. sept. til 3. okt. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Ingibjörgu G. Jónsdóttur, Baugatanga 1, dags. 02.10.01, Ólafi Erlingsyni, Baugatanga 5, dags. 02.10.01, Guðmundi Hjaltasyni og Elísabetu Kristbergsdóttur, Baugatanga 2, dags. 03.10.01, Guðmundi Hjaltasyni Baugatanga 2, dags. 03.10.01. Athugasemdafrestur var framlengdur til 19. okt. 2001. Athugasemdabréf barst frá Guðmundi Hjaltasyni og Elísabetu Kristbergsdóttur, dags. 17.10.01. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 09.10.01 og umsögn Borgarskipulags, dags. 23.10.01.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt, með 5 atkvæðum sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá.


Umsókn nr. 10289 (04.13.22)
660196-3319 Manfreð Vilhjálmss-Arkitekt ehf
Borgartúni 20, 3.hæð 105 Reykjavík
10.
Kirkjustétt 2-6, verslunar- og þjónustumiðstöð
Lögð fram tillaga Manfreðs Vilhjálmssonar, arkitektar ehf. dags. 11.10.01 að breyttu deiliskipulagi hverfamiðstöðvar og aðstöðu fyrir bensínafgreiðslu á lóðinni nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 23972
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 176 frá 23. október 2001 án liðar nr. 42.
Jafnframt lagður fram liður nr. 57 frá 2. október 2001.


Umsókn nr. 23379 (01.18.410.9)
650594-3049 Jörgen ehf
Ölduslóð 6 220 Hafnarfjörður
12.
Bergstaðastræti 19, (fsp) Niðurrif og nýtt þríbýlishús.
Spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi hús á lóðinni nr. 19 við Bergstaðastræti en reisa í þess stað þriggja hæða steinhús með þremur íbúðum í líkingu við meðfylgjandi uppdrætti.
Bréf hönnuðar dags. 1. júní 2001 og 16. október 2001, umsögn Árbæjarsafns dags. 21. júní 2001 og 4. september 2001 og umsögn Borgarskipulags dags. 16. ágúst 2001 fylgja erindinu.
Jákvætt gangvart niðurrifi og byggingu nýs húss en neikvætt gagnvart tillögunni eins og hún liggur fyrir.

Umsókn nr. 23866 (01.36.650.1)
270152-6869 Egill Már Guðmundsson
Baughús 36 112 Reykjavík
13.
Engjateigur 7, (fsp) stækkun kj og bílast.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.01, þar sem spurt er hvort samþykkt yrði að breyta um 100 ferm. geymslu í vesturhluta kjallara, sem samþykkt var með heimild borgarráðs um undanþágu frá almennum bílastæðakröfum, í kaffistofu og taka jafnframt um 200 ferm. sökklarými í austurhluta kjallara fyrir geymslur, samkv. uppdr. Ístaks hf, dags. 04.10.00, breytt 02.10.01. Jafnframt er spurt hvort leyfi fengist til að koma fyrir 10 bílastæðum sunnan Engjateigs til að uppfylla megi kröfur um stæði fyrir húsið. Á teikningum er einnig gerð grein fyrir breytingum sem tengjast þeim atriðum sem spurt er um.
Jákvætt með vísan til afgreiðslu skipulagsstjóra frá 05.10.01.

Umsókn nr. 23165 (01.55.301.7)
050358-7719 Atli Bryngeirsson
Fálkagata 32 107 Reykjavík
14.
Fálkagata 32 , fsp. ofanábygging.
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki (4. hæð) yfir suðvesturhlið (götuhlið) hússins á lóðinni nr.32 við Fálkagötu. Um er að ræða stækkun á íbúð á þriðju hæð.
Samþykki meðeigenda og nokkurra nágranna (á teikn) fylgir erindinu. Bréf hönnuðar dags. 18. maí, 10. september og 16. október 2001 fylgja erindinu. Umsögn Borgarskipulags dags. 16. ágúst 2001 fylgir erindinu.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.

Umsókn nr. 23501 (01.13.340.1)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
15.
Sólvallagata 80, Fsp. Nýtt fjölbýli.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með fjörutíu og einni íbúð á lóðinni nr. 80 við Sólvallagötu. Á fyrstu hæð í norðvesturenda hússins er gert ráð fyrir verslunarrými. Einnig lagt fram bréf Jóns Guðmundssonar ark. dags. 3.09.01 ásamt uppdr. dags. 1.09.01 og greinargerð, dags. 15.10.01. Umsögn Borgarskipulags dags. 3. ágúst 2001 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. ágúst 2001.
Synjað, teikna skal hús í samræmi við skipulag.
Óskar Bergsson og Guðmundur Haraldsson sátu hjá.


Umsókn nr. 23785 (04.23.220.2 02)
540778-0279 Terra Nova hf
Skógarlöndum 3 700 Egilsstaðir
16.
Stangarhylur 3A, (fsp) íbúð á 2.hæð
Að lokinni umfjöllun á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 2. okt. s.l. er að nýju spurt hvort samþykkt yrði að koma fyrir íbúð (húsvarðaríbúð) á efri hæð hússins nr. 3A við Stangarhyl.
Erindinu fylgir umsögn Borgarskipulags vegna eldri umsóknar fyrir Stangarhyl 3 dags. 25. nóv. 1997, skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 5. sept. s.l. Hliðstæðri fyrirspurn var svarað neikvætt 8. okt. 1998 og byggingarleyfisumsókn sama efnis var synjað 26. nóv. 1998.
Jákvætt með þinglýstri kvöð um eignarhald.

Umsókn nr. 10070
17.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 12.10.01 og 19.10.01.


Umsókn nr. 10425
18.
Borgarskipulag Reykjavíkur, starfs- og fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun Borgarskipulags fyrir árið 2002.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 23975
19.
Byggingarfulltrúi, starfsáætlun árið 2002.
Lögð fram starfsáætlun embættis byggingarfulltrúa fyrir árið 2002.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10012
20.
Fyrirspurn frá Gunnari L. Gissurarsyni,
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 15. október 2001 vegna fyrirspurnar Gunnars L. Gissuraronar frá 3. október 2001 um upplýsingar um hve mörgum lóðum í Grafarholti hefði verið skilað eftir úthlutun þeirra.


Umsókn nr. 10177 (01.23.10)
700176-0109 Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
690497-2719 ÍAV-Ísafl ehf
Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík
21.
Kirkjutún, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 3. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Kirkjutúni.


Umsókn nr. 10418
250359-7219 Haraldur Steinn Rúriksson
Klyfjasel 7 109 Reykjavík
22.
Kópavogur, Sala- og Seljahverfi
Lagt fram bréf Haraldar Rúrikssonar, Klyfjaseli 7, dags. 11.10.01, ásamt undirskriftalista (341) fólks í efri byggðum Selja- og Salahverfis, varðandi tillögu Kópavogsbæjar um breytt deiliskipulag Rjúpnasala 10, 12 og 14. Einnig lagt fram bréf Borgarskipulags til Bæjarskipulags Kópavogs dags. 19.10.01.
Frestað.

Umsókn nr. 990326 (01.19.8)
23.
Landspítalalóð, Barnaspítali Hringsins
Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis dags. 18.10.01 á málsmeðferð vegna byggingar barnaspítala Hringsins, vegna úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í málinu.


Umsókn nr. 23931 (01.18.350.8 02)
24.
Laufásvegur 19, óskað eftir ógildingu á samþykktum
Lagt fram bréf íbúðareigenda á Laufásvegi 19, dags. 25. september 2001, þar sem óskað er eftir að skipulags- og byggingarnefnd ógildi tvær samþykktir aðra frá 9. mars 1995 vegna lóðarskiptingar og hina frá 11. maí 1995 vegna breyttrar notkunar á bílskúrum.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 10211
521286-1569 Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Fríkirkjuvegi 11 101 Reykjavík
570389-1499 Landslagsarkitektar R.V./Þ.H.sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
25.
Skálafell, deiliskipulag skíðasvæðis og breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 3. s.m. um deiliskipulag skíðasvæðis Skálafells og auglýsingu á breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi á Kjalarnesi.


Umsókn nr. 10219 (01.71.40)
621097-2109 Zeppelin ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
26.
Stakkahlíð 17, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 3. s.m. um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi að Stakkahlíð 17.


Umsókn nr. 990628 (01.3)
420269-2189 Laugarneskirkja
Kirkjuteigi 105 Reykjavík
141155-4159 Ivon Stefán Cilia
Silfurteigur 1 105 Reykjavík
421089-1919 Lögmannsstofa Ásg B/Jóh Sig sf
Borgartúni 33 105 Reykjavík
27.
Teigahverfi, deiliskipulag,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 3. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Teigahverfis.


Umsókn nr. 10013
28.
Fyrirspurn frá Ingu Jónu Þórðardóttur,
Inga Jóna Þórðardóttir spurði hver væri ástæða þess að ekki hafi enn verið lögð fram tillaga um opnun Hafnarstrætis sem vísað var til skipulags- og byggingarnefndar frá borgarráði í júlí s.l.