Suðurlandsbraut 4-16, Ármúli 5-13, Borgartúnsreitir, Fossvogskirkjugarður, Hringbraut, Stakkahlíð 17, Barðastaðir 1-5, Naustabryggja 5-7, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Brautarholt Kjalarnes, Hamrahlíð 2, Háaleitisbraut 58-60, Kirkjustétt 2-6, Kleifarás 11, Maríubaugur 3, Naustabryggja 11, Þorláksgeisli 68, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur,

Byggingarnefnd

42. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 5. september kl. 09:05, var haldinn 42. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Tómas Waage, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L. Gissurarson og Kristján Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Helga Bragadóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ólafur Bjarnason, Margrét Þormar, Stefán Finnsson, Guðlaugur Gauti Jónsson og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 555 (01.26.2)
1.
Suðurlandsbraut 4-16, Ármúli 5-13, deiliskipulag
Lögð fram til kynningar tillaga VA arkitekta, að endurskoðun deiliskipulags við Suðurlandsbraut. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 10.05.01.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Umsókn nr. 10077
2.
Borgartúnsreitir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags. í ágúst 2001 ásamt greinargerð dags. 24.08.01, að uppbyggingu á Borgartúnsreitum,1.216.2, 1.216.3 og 1.220.0, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni, Höfðatúni, Sæbraut og Snorrabraut.
Jafnframt lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns.
Skipulagshöfundar kynntu.

Umsókn nr. 990277 (01.78)
690169-2829 Kirkjugarðar Reykjavíkur
Suðurhlíð 105 Reykjavík
3.
Fossvogskirkjugarður, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18.05.99, borgarritara, dags. 25,01.01, varðandi stækkun Fossvogskirkjugarðs. Einnig lagt fram fram bréf Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 03.05.99 og 12.01.01.
Málinu vísað til Borgarskipulags.

Umsókn nr. 491
4.
Hringbraut, aðal- og deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, dags. 21. júní 2001. Einnig lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar, dags. 22.02.01, síðast breytt 08.07.01 ásamt greinargerð, dags. 09.07.01, að færslu Hringbrautar, milli Bjarkargötu og Rauðarárstígs, gögn frá Línuhönnun varðandi breytingu á hljóðstigi vegna framkvæmdanna og langsnið. Ennfremur greinargerð borgarverkfræðings, dags. 29.08.01.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að auglýsa breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks voru á móti og óskuðu bókað:
Deiliskipulagstillagan sýnir ekki skipulag Landsspítalalóðarinnar en fyrirhugaðar breytingar á skipulagi þeirrar lóðar eru einmitt meginforsenda þess að Hringbrautin er færð til suðurs og gerð að sex akreina stofnbraut. Endanlegt skipulag Landsspítalalóðarinnar mun óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á umferðarflæði þessa svæðis og þá um leið arðsemi Hringbrautarinnar. Deiliskipulagstillagan svarar því til dæmis ekki hvaða hlutverki gamla Hringbrautin mun gegna, hvar hringtorg og gatnamót eru fyrirhuguð á henni eða hvar innkeyrslur á lóð Landsspítalans verða. Nauðsynlegt er því að deiliskipulag lóðar Landsspítalans liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin um það hvernig Hringbrautin verður færð til suðurs og reyndar æskilegt að deiliskipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins liggi einnig fyrir.
Það þarf bersýnilega að vinna mun betur með deiliskipulagstillöguna því umferðartenging við Háskóla Íslands um Sæmundargötu er óleyst.
Umferðartengingar til vesturs við Melatorg eru óleystar. Það er undarlegt að nýta ekki þetta tækifæri til að endurskoða skipulag Hringbrautar í heild sinni a.m.k. verður þetta svæði ekki skoðað án þess að láta það einnig ná til gatnamóta Suðurgötu og Hringbrautar þ.e. Melatorgsins en tillagan nær einungis til Bjarkargötu.
Rétt væri að sýna hvar fyrirhuguð syðri gangnaop svonefndra Holtsganga munu verða.
Hið nýja umferðarskipulag mun leiða til þess að umferð um Hringbraut á leið niður Kvosina safnast inn á Tjarnargötu og Suðurgötu. Hvorugar þessara gatna geta tekið við aukinni bílaumferð og leiða umferð ekki um miðbæinn eða í gegnum hann. Mikil slysahætta er á þessum götum.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Deiliskipulag Hringbrautar og færsla hennar skapar nauðsynlegan ramma utan um skipulag uppbyggingar á aðlægum byggingarreitum, bæði lóð Landsspítalans og Umferðarmiðstöðvarinnar og verið er að gefa nauðsynlegar forsendur fyrir markvissri stýringu umferðar inn á reitina. Færsla Hringbrautar sameinar lóð Landsspítalans og eðlilegt er að nánari ákvörðun um tengingar við gömlu Hringbrautina sé þáttur af deiliskipulagi lóðarinnar. Aðkoma og skipulag innan Landsspítalalóðar hefur lengi verið í molum og færsla Hringbrautar gefur nauðsynlegt svigrúm til að bæta úr því.
Deiliskipulagið nær til framkvæmdasvæðisins. Eins og kynnt var á fundinum er eðlilegt að tenging við Sæmundargötu og aðgerðir á Melatorgi verði hluti af breyttu umferðarskipulagi vestar á Hringbrautinni sem koma til framkvæmda síðar sem heildstæður áfangi. Tillaga að áfangaskiptingu framkvæmda er fullkomlega eðlileg.
Með nýjum gatnamótum við Njarðargötu er verið að stórbæta aðkomu að Háskólalóðinni, enda nauðsynlegt vegna uppbyggingar athafnastarfsemi austast á henni.
Hugmynd um Holtsgöng er ný og hefur ekki verið rýnd. Eðlilegt er að gera það í tengslum við nýtt aðalskipulag. Deiliskipulagstillagan kemur ekki í veg fyrir þá hugmynd.
Í heild sinni mun færsla Hringbrautar minnka slysahættu verulega. Í matsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum er áætlað að framkvæmdin spari 100 mkr. árlega í slysakostnað. Fullyrðingu um að framkvæmdin auki slysahættu er vísað á bug.
Þessi tillaga mun ekki leiða til aukins álags á Tjarnargötu og Suðurgötu umfram það sem nú er. Umferðarrýmd vestan Njarðargötu er ekki aukin. Aðgengi að núverandi leiðum inn í miðborgina breytist ekki með tillögunni.
Án færslu Hringbrautar verður stöðnun og óvissa í uppbyggingu á Háskólasvæðinu, Landsspítalinn hefur ekki forsendur til skipulags lóðarinnar og skipulag umferðarmiðstöðvarreits verður í uppnámi.
Fullyrðingar minnihlutans falla því um sig sjálfar og sérkennilegt að greiða atkvæði gegn færslu Hringbrautar og
hindra þannig eðlilegan vöxt á þessu svæði.


Umsókn nr. 10219 (01.71.40)
621097-2109 Zeppelin ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
5.
Stakkahlíð 17, hækkun
Lagt fram bréf Orra Árnasonar arkitekts, dags. 20.08.01, varðandi breytingu á aðalskipulagi og hækkun byggingarinnar við Stakkahlíð 17 um eina hæð, samkv. uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 20.08.01.
Samþykkt að vinna breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun.

Umsókn nr. 10022 (02.42.25)
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Vagnhöfða 7b 110 Reykjavík
6.
Barðastaðir 1-5, breyting á landnotkun
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Snorra Hjaltasonar, dags. 19.01.01. varðandi breytingu á landnotkun á lóðinni nr. 1-5 við Barðastaði. Málið var í auglýsingu frá 1. til 29. júní, athugasemdafrestur var til 13. júlí 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Undirskriftalisti með nöfnum 474 íbúa Staðahverfis, dags. 06.07.01, Stefáns E. Guðjónssonar f.h. Ottós ehf, dags. 12.07.01 og Olíuverslun Íslands hf, dags. 13.07.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 14.08.01, fundargerð af fundi með athugasemdaaðilum dags. 28.08.01 og bréf íbúa dags. 28.08.01.
Breyting á aðalskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10279 (04.02)
480196-2799 Þórhalli Einarsson ehf
Brúnastöðum 73 112 Reykjavík
7.
Naustabryggja 5-7, námsmannaíbúðir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Þórhalla Einarssonar dags. 18.06.01 ásamt bréfi framkvæmdastjóra byggingafélags námsmanna dags. 20.06.01 varðandi byggingu námsmannaíbúða á lóð nr. 5-7 við Naustabryggju. Einnig lagður fram uppdráttur. Björns Ólafssonar arkitekts dags. 26.01.01, breytt 26.07.01. Málið var í grenndarkynningu frá 2. til 31. ágúst 2001. Engar athugasemdir bárust.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 23671
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 169 frá 4. september 2001.
Jafnframt er lagður fram liður nr. 25 frá 15. ágúst 2001.


Umsókn nr. 23547
670586-1389 Svínabúið Brautarholti ehf
Brautarholti 116 Reykjavík
9.
Brautarholt Kjalarnes, Svínabú; Hreinsimannvirki
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta dælustöð og mykjuskemmu fyrir Svínabúið Brautarholti á Kjalarnesi.
Lagt fram bréf heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2001 og umssögn heilbrigðiseftirlits dags. 27. ágúst 2001, ásamt afriti af bréfi Skipulagsstofnunar dags. 29. ágúst 2001.
Stærð: Kjallari 73,6 ferm., 1. hæð 168,7 ferm., samtals 242,3 ferm., 1015,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 41.627
Frestað.
Með vísan til framlagðra gagna.


Umsókn nr. 23437 (01.73.000.1)
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10.
Hamrahlíð 2, stækkun Hlíðaskóla
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa til Borgarskipulags 19.07.01, ásamt umsókn byggingardeildar þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka Hlíðaskóla með lengingu tveggja húshluta í norður, með nýrri þriggja hæða steinsteyptri álmu þvert á tengiganga nálægt miðju skólans og einnar hæðar viðbyggingu við vesturhlið vestustu álmu skólans. Stækkanir húshluta verða einangraðar og frágengnar eins og fyrir er, en nýja álman verður einangruð að utan og klædd með láréttri báruklæðningu. Einnig er sótt um fjölgun bílastæða frá Hörgshlíð á lóð nr. 2 við Hamrahlíð.
Brunahönnun VST dags. 13. júlí 2001 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 30. júlí til 28. ágúst 2001. Athugasemdabréf barst frá: Sverri Harðarsyni, Hamrahlíð 9, dags. 21.08.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 31.08.01.
Stærð: Stækkun kjallari 398,3 ferm., 1. hæð 708,4 ferm., 2. hæð 841,7 ferm., samtals 1948,4 ferm., 5695,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 233.499
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 23622 (01.28.440.1)
670988-1049 Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60
Háaleitisbraut 58-60 108 Reykjavík
11.
Háaleitisbraut 58-60, Stakstætt ljósaskilti
Sótt er um leyfi til að reisa um 2x12 ferm. stakstætt ljósaskilti við gangstétt Háaleitisbrautar á lóðinni nr. 58-60 við Háaleitisbraut.
Erindinu fylgir bréf umsækjanda dags. 20. ágúst 2001.
Gjald kr. 4.100
Synjað með fimm atkvæðum. Samræmist ekki reglum um skilti.
Kristján Guðmundsson sat hjá.
Júlíus Vífill Ingvarsson var á móti synjun og óskaði bókað:
Það lýsir tvískinnungi að hafna skilti sem er sambærilegt við fjölda annarra skilta sem samþykkt hafa verið vítt og breitt um borgina.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Umrætt skilti uppfyllir ekki reglur sem gilda um skilti í borgarlandi. Það er því ekki rétt sem haldið er fram að samþykkt hafi verið fjöldi annarra sambærilegra skilta í borginni.


Umsókn nr. 23641 (04.13.220.1)
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Vagnhöfða 7b 110 Reykjavík
12.
Kirkjustétt 2-6, verslunarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft verslunar- og þjónustuhúsnæði úr forsteyptum einingum með yfirbyggðri göngugötu á lóðinni nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Í norðvesturhorni lóðarinnar er sýnd aðstaða fyrir bensínafgreiðslu.
Stærð xx (skv. skráningartöflu 3.023,3fm. og 12.178,8rm.)
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23637 (04.37.521.1)
550600-3580 Eignarhaldsfélagið Ögur ehf
Suðurási 14 110 Reykjavík
13.
Kleifarás 11, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með tvöfaldri innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Kleifarás. Húsið er steinsteypt, einangrað og klætt utan með sedrusviði, zinkplötum og líparítflísum.
Stærð: Íbúð 1. hæð 224,3 ferm., 2. hæð 156,5 ferm. Bílgeymsla 51,5 ferm. Samtals 432.3 ferm. og 1392,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 57.084
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23648
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
14.
Maríubaugur 3, leikskóli
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra deilda leikskóla á lóðinni nr. 3 við Maríubaug. Húsið verði byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með litaðri málmklæðningu.
Stærð: ca. 660 ferm.
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23649
120861-3289 Þórhalli Einarsson
Brúnastaðir 73 112 Reykjavík
15.
Naustabryggja 11, 14 námsmannaíbúðir
Sótt er um leyfi til að byggja 14 námsmannaíbúðir í húsi nr. 11 á lóðinni nr. 9-11 við Naustabryggju. Húsið verði þriggja hæða auk riss, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 28. ágúst 2001.
Stærðir: Samtals ca. 1200 ferm.
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Skipulagsferli málsins ólokið.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23643 (04.13.570.1)
100862-7199 Haraldur Eiríksson
Dragavegur 4 104 Reykjavík
210964-2319 Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir
Dragavegur 4 104 Reykjavík
16.
Þorláksgeisli 68, Einbýlishús, 2.h og innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu þar sem 1. hæð yrði steinsteypt og 2. hæð úr timbri á lóð nr. 68 við Þorláksgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 115,6 ferm., 2. hæð 98,1 ferm., bílgeymsla 32,8 ferm., samtals 246,5 ferm., 849,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 34.813
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 10070
17.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 31.08.01.