Aðalskipulag Reykjavíkur, Álfheimar 74, Ofanleiti 1 og 2, Vatnagarðar, lóðir Eimskips, Vogabakki, Grjótaþorp, Árkvörn 6, Ártúnsskóli, Grafarholt, Spöngin, kvikmyndahús, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bakkastaðir 111, Barðastaðir 65 , Barðastaðir 81, Grænlandsleið 17-21, Helgugrund 2, Helgugrund 5 , Helgugrund 8, Kristnibraut 71, Maríubaugur 1, Nýlendugata 12 , Selvogsgrunn 17 , Skeljatangi 9, Sogavegur, Sporðagrunn 13 , Tröllaborgir 18, Bergstaðastræti 13, Mosgerði 13, Kristnibraut 69, Þjóðhildarstígur 2-6, Nauthólsvík , Grafarholt - Götuheiti, Hljómskálagarður, Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Úrskurður ,

BYGGINGARNEFND

33. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 13. júní kl. 09:05, var haldinn 33. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gunnar L. Gissurarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson og Ágúst Jónsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Helga Bragadóttir, Ólafur Stefánsson og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Lögð fram og kynnt drög að endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016.

Helgi Pétursson tók sæti á fundinum kl. 9:30



Umsókn nr. 990360 (01.43.43)
701265-0339 Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
2.
Álfheimar 74, Glæsibær, stækkun
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Glæsibæjar við Álfheima ásamt greinargerð, dags. 09.03.01. Einnig lögð fram bréf Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 26.02.01 og 27.02.01, bréf gatnamálastjóra, dags. 23.01.01 og umsögn umferðardeildar, dags. 10.03.01. Málið var í auglýsingu frá 18. apríl til 16. maí, athugasemdafrestur var til 30. maí 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt breyting á deiliskipulagi.

Umsókn nr. 345 (01.74.31)
690269-1399 Verslunarskóli Íslands
Ofanleiti 1 103 Reykjavík
3.
Ofanleiti 1 og 2, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Verslunarskóla Íslands, dags. 23.01.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 1 og 2 við Ofanleiti, samkv. uppdr. arkitektanna Hrafnkels Thorlacius og Ormars Þórs Guðmundssonar, dags. 18.01.01. Málið var í auglýsingu frá 14. mars til 11. apríl, athugasemdafrestur var til 25. apríl 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Sigrúnu Þórðardóttur og Sigmundi Þ. Grétarssyni, dags. 22.07.00, Ágústi Jónatanssyni og Gunnari Ingimarssyni, Ofanleiti 19 og Gísla Elíasyni, Ofanleiti 21, dags. 24.04.01. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags að bókun.
Samþykkt breyting á deiliskipulagi.
Með vísan til almenns fundar með íbúum á svæðinu samþykkir nefndin að láta kanna möguleika á lokun Ofanleitis og að aðkoma að bílastæðum skólanna verði einungis frá Listabraut.


Umsókn nr. 10092 (01.33)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
4.
Vatnagarðar, lóðir Eimskips, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 22.02.01, ásamt fimm myndum, að breytingu á deiliskipulagi á lóðum Eimskips í Vatnagörðum. Einnig lagt fram bréf Vinnustofunnar Þverá dags. 30. 01.01 og bréf Reykjavíkuhafnar, dags. 27.02.01. Málið var í auglýsingu frá 18. apríl til 16. maí, athugasemdafrestur var til 30. maí 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt breyting á deiliskipulagi.

Umsókn nr. 10225 (01.33)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
5.
Vogabakki, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 11.05.01, ásamt tillögu arkitekta Gunnars og Reynis sf, dags. 04.05.01, að breytingu á deiliskipulagi farmstöðvar Samskipa við Vogabakka.
Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt framlagðri tillögu.

Umsókn nr. 154
6.
Grjótaþorp, deiliskipulag
Kynntar hugmyndir um breytingu á deiliskipulagstillögu vegna varðveislu fornminja við Aðalstræti.
Samþykkt að vinna tillöguna á grundvelli kynntra hugmynda.

Umsókn nr. 10088 (04.23.75)
7.
Árkvörn 6, Ártúnsskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofunnar OÖ, dags. 26.02.01, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Ártúnsskóla. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 12.03.01. Málið var í auglýsingu frá 18. apríl til 16. maí, athugasemdafrestur var til 30. maí 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt breyting á deiliskipulagi.

Umsókn nr. 10259 (04.1)
8.
Grafarholt, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark., að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vínlandsleið og Guðríðarstíg, dags. 10.05.01.
Samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða tillögu.

Umsókn nr. 10038 (02.37.6)
9.
Spöngin, kvikmyndahús,
Lagt fram bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 11.06.01 ásamt tillögu, dags. 11.06.01, að kvikmyndahúsi Sambíóanna á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina.
Kynnt.

Umsókn nr. 23280
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 159 frá 12. júní 2001, án liða nr. 59, 64 og 99.
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 16, 30, 36, 76, 77 og 80 frá 22. maí 2001.


Umsókn nr. 23227 (02.40.710.4)
180764-2089 Björn Valdimar Sveinsson
Grandavegur 3 107 Reykjavík
11.
Bakkastaðir 111, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 111 við Bakkastaði. Húsið er steinsteypt, einangrað og klætt utan með málm- og timburklæðningu.
Stærð xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23149 (02.40.430.3)
060749-7369 Gunnar S Guðmundsson
Akurholt 17 270 Mosfellsbær
12.
Barðastaðir 65 , einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlshús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 65 við Barðastaði. Húsið er steinsteypt en klætt utan með lóðréttu lerki og liggjandi bárujárni.
Lýsing hönnuðar (ódags.) fylgir erindinu. Yfirlýsing um ábyrgðartryggingu (frá Noregi) dags. 20. desember 2000 fylgir erindinu. Staðfesting NPA í Noregi dags. 15. maí 2001 og bréf hönnuðar dags. 15. maí 2001 fylgja erindinu. Yfirlýsing umhverfisráðuneytisins dags. 24. júní 1996 og yfirlýsing iðnaðarráðuneytisins dags. 15. desember 1983 fylgja erindinu. Samþykki nágranna Barðastöðum 63 fylgir erindinu.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23249 (02.40.420.2)
270326-4399 Sigríður Flygenring
Espigerði 2 108 Reykjavík
13.
Barðastaðir 81, einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja einlyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóðinni nr. 81 við Barðastaði. Húsið er einangrað að utan og klætt múrkerfi.
Stærð: Íbúð 209,0 ferm., bílgeymsla 60,5 ferm. Samtals 269,5 ferm. og 838,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 34.387
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23264 (04.11.250.1)
630398-2319 Ármannsverk ehf
Björtuhlíð 5 270 Mosfellsbær
14.
Grænlandsleið 17-21, raðhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 17-20 við Grælandsleið. Innbyggðar bílgeymslur eru í öllum íbúðum hússins.
Stærð: Hús nr. 17 (matshl. 01): Íbúð 1. hæð 97,4 ferm., 2. hæð 91,8 ferm., bilgeymsla 26,4 ferm. Samtals 215,6 ferm. og 646,1 rúmm.
Hús nr. 19 (matshl. 02) sjá nr. 17.
Hús nr. 21 (matshl. 03) sjá nr. 17.
Stærð hússins alls er samtals 646,8 ferm. og 1938,3 rúmm
Gjald kr. 4.100+ 79.470
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23259 (32.47.420.3)
660696-2029 Bygg Ben ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 110 Reykjavík
15.
Helgugrund 2, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 2 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 157,6 ferm., bílgeymsla 25,8 ferm., samtals 183,4 ferm., 631,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.904
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 23183 (32.47.410.1)
660696-2029 Bygg Ben ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 110 Reykjavík
16.
Helgugrund 5 , einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 5 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 157,6 ferm., bílgeymsla 25,8 ferm., samtals 183,4 ferm., 631,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.904
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 23182 (32.47.410.5)
691293-3949 Byggðaverk ehf
Reykjavíkurvegi 60 220 Hafnarfjörður
17.
Helgugrund 8, einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 8 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 157,6 ferm., bílgeymsla 25,8 ferm., samtals 183,4 ferm., 631,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.904
Frestað.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23226 (04.11.520.2)
441093-3069 Ásmundur og Hallur ehf,byggfél
Laxakvísl 10 110 Reykjavík
18.
Kristnibraut 71, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum á lóðinni nr. 73 við Kristnibraut.
Stærð: 1. hæð geymslur o.fl. 266,1 ferm., 2. hæð íbúðir 285,6 ferm., 3. hæð íbúðir 288,2 ferm., 4. hæð íbúðir 288,2 ferm. Samtals 1.128,1 ferm. og 3.218,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 131.950
Frestað.

Umsókn nr. 23224
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
19.
Maríubaugur 1, færanl. kennslustofur
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir færanlegum kennslustofum úr timbri (matshl. 02 og 03) á skólalóð við Maríubaug 1-3.
Stærð: Matshl. 02, kennslustofur 489,7 ferm. og 1665,0 rúmm., matshl. 03, kennslustofur 167,5 ferm. og 628,1 rúmm. Samtals 657,2 ferm. og 2.293,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 94.017,1
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 21927 (01.13.110.9)
040748-2109 Grétar Guðmundsson
Grjótagata 5 101 Reykjavík
20.
Nýlendugata 12 , bílskúr og breytingar.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum eldra húss og færa í upprunalegt horf. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 12 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 03.07.00. Bréf Borgarskipulags dags. 5. júlí 2000, bréf hönnuðar dags. 3. október 2000, umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 2. október 2000, umsögn Árbæjarsafns dags. 5. október 2000 og umsögn gatnamálastjóra dags. 5. desember 2000 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 8. maí til 5. júní 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílgeymsla, 56,3 ferm. og 170,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 6.986
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22821 (01.35.040.2)
161046-2729 Jóhann J Bergmann
Selvogsgrunn 17 104 Reykjavík
21.
Selvogsgrunn 17 , stækk. á húsi+ bílsk.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.04.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suðurhlið einbýlishúss, léttbyggt anddyri við norðurhlið og steinsteyptann bílskúr á norðurlóðamörkum lóðar nr. 17 við Selvogsgrunn, samkv. uppdr. Arkitektastofu Suðurnesja, dags. 06.04.01.
Samþykki nágranna að Selvogsgrunn 15 dags. 19. mars 2001 og umsögn Borgarskipulags dags. 5. mars 2001 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 8. maí til 5. júní 2001. Athugasemdabréf barst frá: Sigrúnu Gísladóttur og Þorvaldi Einarssyni, dags. 27.05.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 13.06.01.
Stærðir: Stækkun kjallara 18,9 ferm., 1. hæð 44,2 ferm., samtals 63,1 ferm., 181,3 rúmm., bílskúr 37 ferm., 112,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23235 (01.67.520.5)
060449-3849 Kári Stefánsson
Víðihlíð 6 105 Reykjavík
22.
Skeljatangi 9, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 9 við Skeljatanga. Húsið er steinsteypt, einangrað og klætt utan með gulleitum líparítsteini. Húsið er tvílyft að hluta.
Stærð: Íbúð; kjallari 91,7 ferm., 1. hæð 396,0 ferm. Bílageymsla 47,9 ferm. Samtals 535,6 ferm. og 2.131,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 87.400
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22242
561294-2409 Landssími Íslands hf,fasteignad
Thorvaldsensstræti 4 150 Reykjavík
23.
Sogavegur, tækjahús, lóð ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjahús og 16 m hátt mastur fyrir fjarskiptabúnað utan lóðar rétt austan við lóðina nr. 3 við Sogaveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 28.11.00. Jafnframt er sótt um að viðkomandi spilda verði afmörkuð sem lóð og hún úthlutuð Landssíma Íslands. Málið var í kynningu frá 8. maí til 5. júní 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir: 2,2 ferm. og 32,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 1.340
Frestað.

Umsókn nr. 22790 (01.35.060.2)
260647-2379 Hólmfríður Gísladóttir
Sporðagrunn 13 104 Reykjavík
24.
Sporðagrunn 13 , viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.04.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja yfir hluta norðursvala 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 13 við Sporðagrunn, samkv. uppdr. Hornsteina arkitekta ehf, dags. 12.02.01. Samþykki meðlóðarhafa dags. 29. nóvember 1999 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 11. maí til 8. júní 2001. Engar athugasemdir bárust.
Stærð Viðbygging 25,3 ferm., 75,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.112
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23261 (02.34.000.4)
040361-3329 Guðmundur Bjarni Yngvason
Danmörk
25.
Tröllaborgir 18, tvíbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt tvíbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Tröllaborgir
Bréf Borgarskipulags dags. 29. nóvember 2000 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð, íbúð 105,0 ferm., 2. hæð, íbúð 154,8 ferm., bílgeymsla 44,3 ferm. Samtals 304,1 ferm. og 917,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 37.605
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23236 (01.18.030.9)
560996-2339 BS-eignir ehf
Vagnhöfða 7 110 Reykjavík
26.
Bergstaðastræti 13, fjölbýlishús fsp.
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofum í íbúðir, byggja verslunar og íbúðarhús á þremur hæðum að norðurhlið núverandi húss og hækka húsið á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti um eina hæð. Einnig er spurt hvort leyft yrði að klæða núverandi hús með hvítum, sléttum Duropal- plötum.
Bréf hönnuðar dags. 29. maí 2001 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Málinu vísað til Borgarskipulags vegna deiliskipulagsvinnu.


Umsókn nr. 23283 (01.81.560.8)
110580-3209 Björn Sigurðsson
Mosgerði 13 108 Reykjavík
27.
Mosgerði 13, áður gerð íbúð
Ofanritaður spyr hvort samþykkt verði sem áður gerð íbúð í kjallara núvernadi ósamþykkt íbúð eftir að lofthæð hefur verið aukin í 230 sm.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sýnt fram á að fyrirhuguð aðgerð raski ekki burðarvikri hússins.


Umsókn nr. 23231 (04.11.520.1)
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
28.
Kristnibraut 69, fjölbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 69 við Kristnibraut og þrjá bílskúra með rými fyrir alls 16 bíla á sameiginlegri bílastæðalóð fyrir Kristnibraut 69 og 71.
Samþykki lóðarhafa lóðanna nr. 69, 71, 73 og 75 við Kristnibraut dags, 29. maí fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 23287 (04.11.220.1)
431299-2759 Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
29.
Þjóðhildarstígur 2-6, (fsp)Veitingahús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða veitingahús í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti allt úr steinsteypu ýmist einangrað að utan og klætt með timbri eða sjónsteypa og einangrað að innan á 1. hæð væru þrjú útleiguveitingasvæði, bar og bílskýli að lóðamörkum í suður og á 2. hæð tveir veitingasalir ásamt stóru eldhúsi og forrými á lóð nr. 2 við Þjóðhildarstíg.
Frestað.

Umsókn nr. 23286 (01.68.880.1)
590296-2529 Ultima Thule ehf
Bíldshöfða 16 110 Reykjavík
30.
Nauthólsvík , bátaskýli (fsp)
Sótt er um leyfi til að setja tímabundið (júní - nóvember 2001) upp bátaskýli fyrir Ultima Thule ehf., á norðurhluta svæðis Sigluness við Nauthólsvík.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 11. júní 2001 og umsögn ÍTR dags. 2001 fylgja erindinu.
Stöðuleyfi samþykkt til 1. nóvember 2001.

Umsókn nr. 23216
31.
Grafarholt - Götuheiti,
Lögð fram að nýju tillaga um að ný gata vegna breytts skipulags við Kirkjustétt heiti Prestastígur.
Samþykkt.

Umsókn nr. 10221 (01.1)
32.
Hljómskálagarður, umsögn um tillögur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. maí 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 16. s.m. um Hljómskálagarðinn, ásamt yfirliti skipulagsstjóra og umsögn um þær tillögur sem fram hafa komið um garðinn.
Borgarráð samþykkti að settur verði á laggirnar þriggja manna starfshópur sem vinni að heilstæðri stefnumörkun varðandi framtíðarnýtingu og skipulag útivistarsvæða borgarinnar. Starfshópurinn skilgreini sérstöðu hvers svæðis fyrir sig og tengsl þeirra innbyrðis og móti tillögur sem stuðlað gætu að auknum fjölbreytileika og betri nýtingu útivistarsvæðanna. Starfshópurinn leggi niðurstöður sínar fyrir skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og heilbrigðisnefnd fyrir árslok 2001.


Umsókn nr. 10181 (01.15.43)
34.
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. maí 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 16. s.m. um deiliskipulag Barónsreits.


Umsókn nr. 23290
35.
Úrskurður , v/kæru
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna kæru Múrarafélags Reykjavíkur og Múrarameistarafélags Reykjavíkur á úrskurði byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. apríl 2000, þar sem hafnað er kröfu kærenda um að viðurkennt verði að vinna við frágang keramikflísa, sem ystu klæðningar á útveggi hússins nr. 1 við Sætún og á inn- og útveggi Grafarvogskirkju, sé á sérfagsviði félaganna.