Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Aðalskipulag Reykjavíkur,

BYGGINGARNEFND

32. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 6. júní kl. 09:00, var haldinn 32. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L. Gissurarson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Hermannsson, Ágúst Jónsson, Þórarinn Þórarinsson, Helga Bragadóttir, Bjarni Reynarsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Hannes Valdimarsson, Stefán Finnsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Björn Axelsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 99
1.
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Staða mála kynnt.


Umsókn nr. 523
2.
Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Lögð fram og kynnt drög að endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016.

Steinunn V. Óskarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:17