Reitur 1.161 / Suðurgata 2-8, Suðurhlíð 38, Gufunes, Landspítali Háskólasjúkrahús, Fossvogi, Sundaborg 1-15 og 8, Hraunbær, deiliskipulag, Kristnibraut 37-59, Eggertsgata 24, Ingólfstorg, Súðarvogur 14/Dugguvogur 1B, Staðahverfi, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barðastaðir 65 , Fossaleynir 1, Helgugrund 1 , Helgugrund 2 , Helgugrund 5 , Helgugrund 8 , Kirkjustétt 1-3, Kirkjustétt 23 , Laugarnesvegur 89 , Sogavegur 112 , Spítalastígur 4B, Barðavogur 21, Kirkjustétt 2-6, Borgartún 24, Bryggjuhverfi, Bröndukvísl 22, Grafarholt - Götuheiti, Gufunes, Hraunbær 107, Skipasund 9, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarnefnd, Túngata 34,

BYGGINGARNEFND

31. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 30. maí kl. 09:05, var haldinn 31. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Gunnar L. Gissurarson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson, Stefán Finnsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Hermannsson, Stefán Haraldsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jóhannes Kjarval, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Helga Bragadóttir og Ívar Pálsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10007
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
501170-0119 Bílastæðasj Reykjavíkurborgar
Hverfisgötu 14 101 Reykjavík
1.
Reitur 1.161 / Suðurgata 2-8, breyting á deiliskipulagi, bílastæðahús
Lögð fram tillaga arkitektastofunar Úti og inni dags. 28.05.01 ásamt skýringarmyndum.
Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi reitsins í samræmi við framlagða tillögu samhliða deiliskipulagi fyrir Grjótaþorp.
Í tillögunni skal koma fram að við hönnun mannvirkisins skuli tekið tillit til þess að lagt hefur verið til að götumynd Suðurgötu verði vernduð.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 481 (01.78.6)
590187-1359 JVS ehf
Suðurhlíð 38 105 Reykjavík
2.
Suðurhlíð 38, deiliskipulag
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Úti og inni, dags. 28.05.01, ásamt tillögu, dags. 28.05.01, að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 38 við Suðurhlíð. Einnig lögð fram hugmynd Borgarskipulags og byggingadeildar borgarverkfræðings að uppbyggingu dags. 28.05.01. Ennfremur lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 11.05.01, minnisblað Línuhönnunar, dags. 06.05.01 ásamt útreikningum, dags. 15.05.01, varðandi athugun á hljóðstigi við Suðurhlíð.
Samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 þar sem landnotkun lóðarinnar er breytt í íbúðasvæði.
Jafnframt samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi þegar hún hefur verið lagfærð í samræmi við hugmyndir þær sem fram koma í tillögu Borgarskipulags og byggingardeildar og gengið hefur verið frá samningum við lóðarhafa.
Vísað til borgarráðs.

Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 990436 (02.0)
500269-6779 Landssími Íslands hf
Thorvaldsensstræti 4 150 Reykjavík
3.
Gufunes, lóð Landssímans
Lögð fram til kynningar tillaga Zeppelin arkitekta dags. í maí 2001 að deiliskipulagi Landsímalóðarinnar í Gufunesi ásamt forsögn Borgarskipulags dags. 7.09.2000. Einnig lögð fram bókun fræðsluráðs Reykjavíkur frá 14. maí s.l.
Kynnt.

Umsókn nr. 10193 (01.84)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
4.
Landspítali Háskólasjúkrahús, Fossvogi, breyting á skipulagi norðan Álands
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. 10.05.01, að breytingu á skipulagi norðan Álands. Einnig lagt fram bréf Landspítala, dags. 05.01.01 og umsögn Harðar Sv. hjá Flugmálastjórn, dags. 17.05.01.
Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10114 (01.33.67)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
5.
Sundaborg 1-15 og 8, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. 10.05.01, að endurskoðun deiliskipulags á lóðunum nr. 1-15 og 8 við Sundaborg. Einnig lagt fram samþykki eigenda Sundaborga 1-15 og 8, mótt. 22.05.01.
Endurskoðun á deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10242 (04.33)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
6.
Hraunbær, deiliskipulag,
Lögð fram til kynningar tillaga ARKÍS, dags. 25.05.01, að deiliskipulagi lóða við Hraunbæ.
Kynnt.

Umsókn nr. 10214 (04.11.45)
530289-1339 Járnbending ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
180544-4299 Gunnar Sveinbjörn Óskarsson
Laugavegur 8 101 Reykjavík
7.
Kristnibraut 37-59, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf Gunnars Óskarssonar ark. f.h. Járnbendingar ehf. dags. 9.05.01 varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðum nr. 37-59 á Kristninbraut skv. uppdr. dags. 18.05.01.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Kristnibraut 25-35 og Grænlandsleið 2-20, 22-40 og 29-51.

Umsókn nr. 10173 (01.63.4)
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta
Hringbraut 101 Reykjavík
8.
Eggertsgata 24, endurupptaka erindisins
Lögð fram tillaga ARKÍS, dags. 27.11.00, breytt 28.05.01, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 24 við Eggertsgötu. Einnig lögð fram að nýju bréf Félagsstofnunar stúdenta, dags. 04.04.01 og 30.04.01 og umsagnir Borgarskipulags, dags. 28.02.01 og 14.05.01.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt enda fjölgi Félagsstofnun stúdenta leikskólaplássum í samræmi við bréf sitt dags. 30.04.01.
Vísað til borgarráðs.

Steinunn V. Óskarsdóttir óskaði bókað:
Við umfjöllun málsins á síðasta fundi sat ég hjá við afgreiðslu málsins þar sem ég taldi ekki nægjanlega tryggt að Félagsstofnun stúdenta uppfylli skilyrði varðandi stækkun leikskóla að Eggertsgötu 8. Mikilvægt er að leikskólaplássum fækki ekki á svæðinu og samþykki ég því afgreiðslu málsins með þeirri bókun sem nefndin samþykkti samhljóða.


Umsókn nr. 10052 (01.14.0)
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
9.
Ingólfstorg, breytingar
Lögð fram tillaga gatnamálastjóra, að hönnun hluta Aðalstrætis, Hafnarstrætis og Ingólfstorgs, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Arkitektur. is,
Kynnt.

Umsókn nr. 10143 (01.45.23)
670169-7589 Jens Árnason ehf
Miðleiti 7 103 Reykjavík
10.
Súðarvogur 14/Dugguvogur 1B, skipting lóðar
Lagt fram að nýju bréf Leifs Gíslasonar f.h. Jens Árnason ehf, dags. 22.03.01, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 14 við Súðarvog, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, dags. 15.01.01, breytt 08.05.01. Einnig lagt fram bréf Hafsteins Guðjónssonar og Leifs Gíslasonar f.h. Jens Árnason ehf, dags. 24.04.01.
Lóðarskipting samþykkt.

Umsókn nr. 10101 (02.4)
11.
Staðahverfi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Staðahverfi, dags. 28.02.01. Málið var í kynningu frá 19. mars til 17. apríl 2001. Athugasemdabréf bárust frá: Íbúum að Brúnastöðum 11, dags. 09.04.01, Brúnastöðum 15, 17 og 19, dags. 10.04.01, og Eiríki S. Svavarssyni, f.h. Svavars Sigurjónsonar, Garðstöðum 16, dags. 22.04.01. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 26.04.01 og umsögn Borgarskipulags, dags. 30.05.01.
Framlögð deiliskipulagsbreyting samþykkt, með vísan til umsagnar Borgarskipulags og gatnamálastjóra, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 23211
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 157 frá 22. maí 2001 án liða nr. 16, 30, 36, 76, 77 og 80 og fundargerð nr. 158 frá 29. maí 2001 án liðar nr. 28.
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 17, 68, 70, og 74 frá 8. maí 2001.


Umsókn nr. 23149 (02.40.430.3)
060749-7369 Gunnar S Guðmundsson
Akurholt 17 270 Mosfellsbær
13.
Barðastaðir 65 , einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlshús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 65 við Barðastaði. Húsið er steinsteypt en klætt utan með lóðréttu lerki og liggjandi bárujárni.
Lýsing hönnuðar (ódags.) fylgir erindinu. Yfirlýsing um ábyrgðartryggingu (frá Noregi) dags. 20. desember 2000 fylgir erindinu. Staðfesting NPA í Noregi dags. 15. maí 2001 og bréf hönnuðar dags. 15. maí 2001 fylgja erindinu. Yfirlýsing umhverfisráðuneytisins dags. 24. júní 1996 og yfirlýsing iðnaðarráðuneytisins dags. 15. desember 1983 fylgja erindinu.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23150 (02.46.730.1)
530289-1339 Járnbending ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Vagnhöfða 7b 110 Reykjavík
14.
Fossaleynir 1, íþróttamiðstöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja íþróttamiðstöð og knattspyrnuhús á lóð við Fossaleyni í Grafarvogi. Byggingin er steinsteypt að mestu, burðarvirki þaks er úr stáli. Hæð byggingarinnar er u.þ.b. 24 metrar og stærð hennar með hliðarmannvirkjum er tæplega 24.000 fermetrar.
Stærð: Íþróttamiðstöð xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23181 (32.47.420.1)
660696-2029 Bygg Ben ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 110 Reykjavík
15.
Helgugrund 1 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 1 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 153,3 ferm., bílgeymsla 30,1 ferm., samtals 183,4 ferm., 631,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.904
Synjað.
Samræmist ekki skipulagsforsendum.


Umsókn nr. 23180 (32.47.420.3)
660696-2029 Bygg Ben ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 110 Reykjavík
16.
Helgugrund 2 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 2 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 153,3 ferm., bílgeymsla 30,1 ferm., samtals 183,4 ferm., 631,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.904
Synjað.
Samræmist ekki skipulagsforsendum.


Umsókn nr. 23183 (32.47.410.1)
660696-2029 Bygg Ben ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 110 Reykjavík
17.
Helgugrund 5 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 5 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 153,3 ferm., bílgeymsla 30,1 ferm., samtals 183,4 ferm., 631,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.904
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23182 (32.47.410.5)
691293-3949 Byggðaverk ehf
Reykjavíkurvegi 60 220 Hafnarfjörður
18.
Helgugrund 8 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 8 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 153,3 ferm., bílgeymsla 30,1 ferm., samtals 183,4 ferm., 631,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.904
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23192 (04.13.31-.-)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
19.
Kirkjustétt 1-3, (3C ) Fjölb. m16 íb. og 14 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með 16 íbúðum ásamt bílageymslukjallara fyrir 14 bíla allt úr steinsteypu einangrað að að utan og klætt með álkæðningu í ljósgráum og koksgráum lit sem hús nr. 3C á lóð nr. 1-3 við Kirkjustétt.
Stærð: Íbúð kjallari 153,9 ferm., 1. hæð 417,3 ferm., 2. hæð 409 ferm., 3. hæð 409 ferm., 4. hæð 402,2 ferm., bílgeymslur 404,6 ferm., samtals 2196 ferm., 6158,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 252.511
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23187 (04.13.520.2)
670300-3150 Heimsbyggð ehf
Dalalandi 3 108 Reykjavík
20.
Kirkjustétt 23 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 23 við Kirkjustétt.
Stærð: Íbúð 1. hæð 122,7 ferm., 2. hæð 80,9 ferm., bílgeymsla 35,3 ferm., samtals 238,9 ferm., 723,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 29.672
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23147 (01.34.059.4)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Keflavíkurflugvelli 235 Keflavíkurflugvöllu
21.
Laugarnesvegur 89 , Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm og sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 60 íbúðum og bílageymslu fyrir 60 bíla neðanjarðar á lóðinni nr. 89 við Laugarnesveg.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að kalla lóðina nr. 87-89 við Laugarnesveg.
Stærðir xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 23114 (01.83.000.2)
550254-0189 Faber ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
22.
Sogavegur 112 , fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 112 við Sogaveg (fastanr. 2035766) og byggja steinsteypt tvílyft fjölbýlishús með fjórum íbúðum á lóðinni. Jafnframt er sótt um breytingu á lóðarmörkum lóðanna nr. 108 og 112 við Sogaveg.
Samþykki Húsfélags Réttarholtsvegar 1-3 og Sogavegar 108 (v. breytinga á lóðarmörkum) dags. 11. maí 2001 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð, íbúðir 164,6 ferm. 2. hæð, íbúðir 154,0 ferm. Samtals 318,6 ferm. og 966,0 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 39.606
Frestað.
Ófullnægjandi lausn.


Umsókn nr. 23203 (01.18.400.8)
23.
Spítalastígur 4B, lagt fram bréf
Lagt fram að nýju bréf, dags. 3. apríl 2001 ásamt fylgiskjölum, vegna málskots Þorvaldar Jóhannessonar, hdl. f.h. þriggja eigenda að Spítalastíg 4b.
Jafnframt lögð fram bókun byggingarfulltrúa á afgreiðslufundi 27. mars s.l., skýrsla um vettvangsskoðun dags, 26. mars 2001, ásamt skýringaruppdrætti, afrit brunavirðinga ásamt samantekt (byggingarsaga) frá árunum 1947, 1960, 1972 og 1977 og umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 9. apríl 2001.
Byggingarfulltrúi og nokkrir nefndarmanna hafa kynnt sér aðstæður á vettvangi.
Ennfremur lagt fram bréf lögmanns Fugls og fiskjar, dags. 16. maí 2001 vegna samþykktar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. maí s.l.

Formaður bar að nýju upp eftirfarandi tillögu Gunnars L. Gissurarsonar:
Skipulags- og byggingarnefnd álítur að rétt staðsetning þess skilveggjar sem um er deilt eigi að vera 70 cm innan (sunnan) við vegg sem sýndur er á uppmælingaruppdrætti frá 24.04.1974.
Nefndin samþykkir kröfu um niðurrif núverandi óleyfisveggjar og krefst þess að eigandi eignar í bakhúsi láti setja upp vegg með dyrum og klæði þann hluta lofts sem er innan aðalhúss og þann hluta milliveggjar sem snýr að íbúð á jarðhæð í aðalhúsi í eignarhluta sínum með klæðningu og frágangi er uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar um brunamótstöðu. Verkið verði unnið undir eftirliti embættis byggingarfulltrúa.
Frestur til verksins er gefinn 30 dagar frá birtingu tilkynningar þar að lútandi.
Verði verkið ekki unnið innan tímamarka verður það framkvæmt á kostnað eiganda sbr. ákvæði 2. mgr. 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Samþykkt með 4 atkvæðum.

Árni Þór Sigurðsson og Óskar Bergsson sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við afgreiðslu málsins á fundi skipulags- og byggingarnefndar dags. 2. maí 2001 höfðum við lagt fram eftirfarandi tillögu um lausn málsins:
Skipulags- og byggingarnefnd álítur með vísan til þinglýstra skjala að rétt staðsetning þess skilveggjar sem um er deilt sé við þrengingu á anddyri, þétt við fataskáp, en innan við miðstöðvarofn sbr. uppmælingaruppdrætti frá 24.04.1974.
Nefndin samþykkir kröfu um niðurrif núverandi óleyfisveggjar og krefst þess að eigandi eignar í bakhúsi láti setja upp vegg með dyrum og klæði þann hluta lofts sem er innan aðalhúss og þann hluta milliveggjar sem snýr að íbúð á jarðhæð í aðalhúsi í eignarhluta sínum með klæðningu og frágangi er uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar um brunamótstöðu. Verkið verði unnið undir eftirliti embættis byggingarfulltrúa.
Frestur til verksins er gefinn 30 dagar frá birtingu tilkynningar þar að lútandi.
Þar sem tillaga Gunnars L. Gissurarsonar gekk lengra en okkar tillaga var hún borin upp fyrst og samþykkt með fjórum atkvæðum.


Umsókn nr. 10126 (01.44.30)
24.
Barðavogur 21, ósamþykkt íbúð
Lögð fram kæra Lögmannsstofunnar LEX ehf, dags. 10.05.01 ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 29.05.01.
Staðfest er frávísun setts byggingarfulltrúa frá 18.04.01 á beiðni um endurupptöku erindisins, með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

Magnús Sædal Svavarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 23214 (04.13.220.1)
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Vagnhöfða 7b 110 Reykjavík
25.
Kirkjustétt 2-6, fsp.verslunar-og þjónustumiðstöð
Spurt er hvort leyft yrði að byggja verslunarmiðstöð og aðstöðu fyrir bensínafgreiðslu á lóðinni nr. 2-6 við Kirkjustétt. Meðfylgjandi teikningar sýna hús sem er stærra en skipulag gerir ráð fyrir, auk þess sem húsinu er hliðrað út fyrir byggingarreit að verulegu leyti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 10019 (01.22.11)
240657-5469 Þorgeir Þorgeirsson
Hólmgarður 14 108 Reykjavík
26.
Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. maí 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. f.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna Borgartúns 24.


Umsókn nr. 250 (04.0)
460169-7399 Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
27.
Bryggjuhverfi, breyting á aðal- og deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. maí 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Bryggjuhverfis.


Umsókn nr. 23205 (04.23.551.4)
28.
Bröndukvísl 22, bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. maí 2001 þar sem óskað er umsagnar vegna kærumáls í Bröndukvísl 22.
Málinu vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 23216
29.
Grafarholt - Götuheiti,
Lögð fram tillaga að nýju götuheiti vegna breytts skipulags við Kirkjustétt.
Frestað.

Umsókn nr. 10004 (02.0)
30.
Gufunes, akstursæfingasvæði
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. maí 2001 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 2. s.m. um akstursæfingasvæði í Gufunesi.


Umsókn nr. 10111 (04.33)
650886-1359 Fulltingi ehf
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
31.
Hraunbær 107, niðurfelling á kvöðum
Lagt fram bréf Guðmundar Ágústssonar hdl., dags. 02.03.01, varðandi niðufellingu á kvöðum á húsinu á lóðinni nr. 107 við Hraunbæ. Einnig lagt fram bréf skrifststj. byggingarfulltrúa dags. 30.04.01.
Vísað í vinnu við deiliskipulag svæðisins.

Umsókn nr. 23204 (01.35.600.1)
32.
Skipasund 9, lagt fram bréf
Lagt fram bréf lögmanns eigenda efri hæðar í Skipasundi 9 dags. 7. maí 2001 þar sem óskað er eftir fresti fyrir eiganda til þess að gera breytingu á uppdráttum vegna nýtingar eignarinnar.
Samþykkt að veita 60 daga frest.

Umsókn nr. 552
33.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarstjórnar 17. maí 2001 á B-hluta fundargerðar skipulags- og umferðarnefndar frá 2. s.m. Borgarstjórn samþykkti að vísa 4. lið fundargerðarinnar, Hverfisgata 19, Þjóðleikhúsið, til frekari meðferðar skipulags- og byggingarnefndar. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar frá 9. maí 2001 um samþykkt borgarstjórnar á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 9. maí.


Umsókn nr. 552
34.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 3. maí 2001 á fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar frá 4., 11. og 25. apríl 2001.


Umsókn nr. 23223 (01.13.730.8)
35.
Túngata 34, Kæra
Lögð fram kæra Magnúsar Helga Árnasonar hdl., til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. maí s.l., þar sem staðfest er afgreiðsla byggingarfulltrúa 13. febrúar s.l., um heimagistingu að Túngötu 34. Jafnframt lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2001 og umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 29. maí 2001.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.