Halla- og Hamrahlíðarlönd, Skálafell,

BYGGINGARNEFND

30. fundur 2001

Ár 2001, mánudaginn 21. maí kl. 09:05, var haldinn 30. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Arinbjörn Vilhjálmsson, Hilmar Guðlaugsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Þórarinn Þórarinsson, Helga Bragadóttir, Björn Axelsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10231
1.
Halla- og Hamrahlíðarlönd, forsögn
Lögð fram tillaga að forsögn að gerð rammaskipulags fyrir Halla, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells, dags. 15.05.01.

Óskar Bergsson vék af fundi kl. 9:25 Einar Daníel Bragason tók sæti á fundinum í hans stað.

Samþykkt með þeim breytingum að tilgreina skal stærð athafna- og þjónustusvæðis, um 20-40 hektara, auk þess sem bréf ÍBR og íþrótta- og tómstundaráðs skal fylgja með forsögn.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Við gerum ekki athugasemdir við meginatriði þessarar forsagnar (eins og hún nú liggur fyrir) en erum á hinn bóginn ekki sammála þeirri forgangsröðun í byggðaþróun sem felst í skipulagi Úlfarsfells.
Eftirsóknaverðara er að halda áfram þróun byggðar með ströndinni og skipuleggja því byggð á Geldinganesi næst.
Það er í rökréttu samhengi við þá áherslu sem lögð hefur verið á byggingu Sundabrautar sem eina aðal vegtengingu Grafarvogs og loforð borgaryfirvalda um tengingu upp á Kjalarnes þegar sameining sveitarfélaganna var samþykkt.
Vert er að vekja athylgi á að skipulagssvæðið hefur stækkað verulega frá því sem var í forvali vegna gerðar rammaskipulags. Svæðið hefur stækkað úr 130 hektara í 438 hektara og til viðbótar kemur Úlfarsá og helgunarsvæði hennar.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Það byggingarsvæði sem um ræðir er á einum fegursta stað Reykjavíkur undir suðurhlíðum Úlfarsfells og býður upp á mikla möguleika í framtíðinni. Stefna borgarinnar hefur verið að þétta byggð jafnframt því að byggja ný hverfi í útjarðri borgarmarka og bjóða með því upp á mismunandi möguleika varðandi búsetu. Ný íbúðarhverfi í Úlfarsfelli útiloka ekki á nokkurn hátt þróun og uppbyggingu byggðar annars staðar í borginni í framtíðinni.


Umsókn nr. 10211
521286-1569 Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Fríkirkjuvegi 11 101 Reykjavík
2.
Skálafell, deiliskipulag skíðasvæðis
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 11.05.01, ásamt tillögu Landslags ehf, að deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skálafelli, dags. 11.05. 2001 og greinargerð, dags. í maí 2001.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu og óska eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar og Íþrótta- og tómstundaráðs.
Tillögunni vísað til afgreiðslu borgarráðs þegar umsagnir framangreindra aðila hafa borist.