Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, Borgartún 20 , Reitur 1.703/5, Skógarhlíð, Suðurhlíð 38, Hraunbær 123, Kirkjustétt 5-13, Kristnibraut 65-67, Kristnibraut 71 , Kristnibraut 73 , Réttarháls 1, Hólmasund 2 , Ólafsgeisli 109 , Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Bíldshöfði 9, Frostaskjól 35 , Gufunes, Lagnakerfi - séruppdrættir, Miðborg, þróunaráætlun, Selásbraut 42-54, Sundahöfn, Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála,

Skipulags- og byggingarnefnd

16. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 09:00, var haldinn 16. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hilmar Guðlaugsson og Halldór Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Þórarinn Þórarinsson, Guðný Irene Aðalsteinsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Helga Bragadóttir, Helga Guðmundsdóttir, Stefán Hermannsson, Margrét Þormar og Stefán Haraldsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10029 (01.13.6)
1.
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram til kynningar bréf Arkitektastofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 28.01.01 ásamt tillögu sama, dags. 28.01.01, að breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4.
Tillögur að uppbyggingu og bílastæðum kynntar.

Umsókn nr. 21433 (01.22.100.2)
600794-2059 Dalsnes ehf
Lækjarbergi 2 221 Hafnarfjörður
2.
Borgartún 20 , atvinnuhúsnæði - breyting inni og úti
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12.07.00 og 27.07.00 varðandi lóðina Borgartún 20. Einnig lagt fram minnisblað V.S.Ó Ráðgjöf dags. 21.08.00 varðandi bílastæðaútreikning ásamt deiliskipulagsuppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 05.09.00., breytt 01.11.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 7.09.00, athugasemdabréf frá eigendum fasteigna að Borgartúni 22, dags. 06.10.00, Smith og Norland hf, dags. 09.10.00, Húsfélaginu Borgartúni 18, dags. 10.10.00 og Sparisjóði Vélstjóra mótt. 12.10.00. Ennfremur lagt fram bréf VSÓ ráðgjafar, dags. 20.10.00 og umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 07.11.00.
Einnig lögð fram beiðni eigenda Borgartúns 22 dags. 21.12.00, um endurupptöku málsins ásamt fylgiskjölum, bréf eigenda Nóatúns 4 dags. 09.10.00, mótt. 22.12.00, greinargerð hönnuða dags. 17.01.01, ásamt uppdrætti dags. 05.07.00, síðast breytt 31.01.01, og umsögn Borgarskipulags dags. 06.02.01.
Samþykkt með 5 atkvæðum að afturkalla áður samþykkta deiliskipulagsbreytingu og grenndarkynna fyrir hagsmunaðilum að Borgartúni 18, 22, 24, Nóatúni 4, og íbúðarhúsum við Samtún, tillögu dags. 05.07.00, síðast breytt 31.01.01, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

Óskar Bergsson greiddi atkvæði gegn erindinu og óskaði bókað: Tilraunir til sátta milli húseigenda við Borgartún hafa ekki borið árangur fram að þessu. Við slíkar aðstæður hefur reynslan kennt okkur að eina leiðin til lausnar deilum er gerð deiliskipulags fyrir reitinn. Því til viðbótar má benda á að við gerð deiliskipulags eru meiri líkur til þess að heildstæð lausn náist á reitnum heldur en þegar ein og ein lóð er tekin fyrir.

Halldór Guðmundsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins þar sem hann hafði vikið af fundi þegar málið var afgreitt.


Umsókn nr. 470 (01.70.3)
3.
Reitur 1.703/5, Skógarhlíð, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Arkþings ehf, að deiliskipulagi á reit sem afmarkast af Bústaðavegi, Miklubraut, lóðum fjölb.húsa við Eskihlíð, Eskitorgi og Litluhlíð, dags. í janúar 2001. Skipulagshöfundar kynna.
Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns, byggingarsaga dags. Reykjavík 2000 og greinargerð Arkþings/Landslags, dags. 06.02.01.
Frestað.

Umsókn nr. 481 (01.78.6)
590187-1359 JVS ehf
Eddufelli 4 111 Reykjavík
4.
81">Suðurhlíð 38, br. nýting
Lagt fram bréf Arkitektastofunnar Úti og Inni s.f., mótt. 16.01.01 ásamt uppdr. sama, dags. 03.02.01, að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 38 við Suðurhlíð.
Vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við umfjöllun málsins.


Umsókn nr. 22535
471283-0109 Skátahúsið,fasteignarekstur
Arnarbakka 2 109 Reykjavík
5.
Hraunbær 123, Skátamiðstöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyfta steinsteypta byggingu fyrir skátamiðstöð og skátaheimili allt einangrað að utan og klætt með timburklæðningu á lóð nr. 123 við Hraunbæ.
Stærð: 1. hæð 666,2 ferm., 2. hæð 694,6 ferm., samtals 1360,8 ferm., 5834,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 239.215
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22410 (04.13.370.1)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
6.
Kirkjustétt 5-13, (5) fjölbýlish með 6 íbúðum
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús nr. 5 (matshl. 01) með sex íbúðum á lóðinni nr. 5-13 við Kirkjustétt. Húsið verði byggt úr steinsteypu á fjórum hæðum og klætt að utan með ljósgrárri og að hluta koksgárri álklæðningu.
Bréf hönnuðar varðandi íbúð fyrir fatlaða dags. 9. jan. 2001 fylgir erindinu.
Stærðir: 1. hæð 208,4 ferm., 2. hæð 247,2
ferm., 3. hæð 231,6 ferm., 4. hæð 116,4 ferm., samtals 803,8 ferm. og 2241,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 91.909
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22533 (04.11.540.2)
561184-0709 Búseti svf,húsnæðissamvinnufél
Skeifunni 19, 3.hæð 108 Reykjavík
7.
Kristnibraut 65-67, fjölbýlishús m.19 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með nítján íbúðum og fimm innbyggðum bílskýlum á lóð nr. 65-67 við Kristnibraut.
Stærð: Íbúð 1. hæð 408 ferm., 2. hæð 547,4 ferm., 3. hæð 547,4 ferm., 4. hæð 547,4 ferm., samtals 2050,2 ferm., 5700,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 233.737

Synjað.
Samræmist ekki skipulagsskilmálum og byggingarreglugerð.


Umsókn nr. 22500 (04.11.520.2)
441093-3069 Ásmundur og Hallur ehf,byggfél
Laxakvísl 10 110 Reykjavík
8.
Kristnibraut 71 , fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum á lóðinni nr. 71 við Kristnibraut.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Synjað.
Samræmist ekki skipulagsskilmálum.


Umsókn nr. 22501 (04.11.520.4)
441093-3069 Ásmundur og Hallur ehf,byggfél
Laxakvísl 10 110 Reykjavík
9.
Kristnibraut 73 , fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum á lóðinni nr. 73 við Kristnibraut.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Synjað.
Samræmist ekki skipulagsskilmálum.


Umsókn nr. 22464
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
10.
Réttarháls 1, atvinnuh. 2+ 5-6 hæðir
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta hæða skrifstofu og þjónustuhús fyrir Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fyrstu tvær hæðirnar eru steinsteyptar og að hluta niðurgrafnar, síðan fimm hæðir (austurhús) úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með steinflísum, sex hæða stálbygging (vesturhús) klædd með álplötum og glertengibygging milli austur og vesturhúss, ásamt tveggja hæða steinsteyptri bílageymslu í austur á lóð nr. 1 við Réttarháls.
Stærð: kjallari 827,8 ferm., 1. hæð 2477,1 ferm., 2. hæð 2461,7 ferm., 3. hæð 1451,5 ferm., 4. hæð 1428,7 ferm., 5. hæð 1469,6 ferm., 6. hæð 1536,5 ferm., 7. hæð 1577,9 ferm., 8. hæð 915 ferm., samtals 14145,8 ferm., 60853,3 rúmm. Bílgeymsluhús 147 ferm. hvor hæð samtals 294 ferm., 823,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.528.737
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22519 (01.41.110.2)
540169-4119 Félagsmálaráðuneyti
Tryggvag Hafnarhúsi 150 Reykjavík
11.
Hólmasund 2 , (fsp) sambýlish. f. fatlaða
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með sex íbúðareiningum ásamt sameiginlegum þjónusturýmum í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 2 við Hólmasund.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 22548 (04.12.630.2)
210361-6429 Sigurður Þ Steingrímsson
Reyrengi 57 112 Reykjavík
12.
Ólafsgeisli 109 , (fsp) Einbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 109 við Ólafsgeisla.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 22580
13.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 144 frá 6. febrúar 2001, án liðar nr. 38.
Jafnframt lagður fram liður nr. 53 frá 23. janúar 2001.


Umsókn nr. 511
14.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir Skipulagsstjóra Reykjavíkur , dags. 26.01.01 og 02.02.01.


Umsókn nr. 516 (04.06.20)
270847-2509 Gylfi Guðjónsson
Bleikjukvísl 9 110 Reykjavík
15.
Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. janúar 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 17. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða og auglýsingu þar um. Borgarráð samþykkt að auglýsa tillöguna. Jafnframt var samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarverkfræðings að fara yfir úthlutunarskilmála vegna lóðarinnar.


Umsókn nr. 22551 (01.51.510.5)
16.
Frostaskjól 35 , Lagt fram bréf
Lagt fram bréf eigenda Frostaskjóls 35 dags. 31. f.m. en í bréfinu er krafist endurskoðunar á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 25. október 2000.
Vísað til umsagnar garðyrkjustjóra.

Umsókn nr. 10004 (02.0)
17.
Gufunes, akstursæfingasvæði, afturköllun á aðalskipulagsbreytingu
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. janúar 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 17. s.m. um afturköllun á breytingu á aðalskipulagi við Gufunesveg.


Umsókn nr. 22552
18.
Lagnakerfi - séruppdrættir,
Lagt fram bréf IMA, Íslenskur málflutningur og alþjóðaráðgjöf dags. 30. f.m. vegna séruppdrátta og lagnakerfa.
Frestað.

Umsókn nr. 10037 (01.1)
19.
Miðborg, þróunaráætlun,
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 24.01.01, ásamt bréfi umhverfis- og heilbrigðisnefndar, dags. 15.01.01, þar sem átalin er afgreiðsla kynningar þróunaráætlunar miðborgar og mótun umhverfis.


Umsókn nr. 18324 (04.37.340.5)
20.
Selásbraut 42-54, Lagt fram bréf v/hljóðvistar; Selasbraut 54
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 5. febrúar 2001 vegna skoðunar á nokkrum atriðum sem varða hljóðvist við Selásbraut 42-54.
Samþykkt.

Umsókn nr. 577 (01.33.2)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
21.
Sundahöfn, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 01.12.00, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir dýpkun Sundahafnar. Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 30.11.00, bréf Hollustuverndar ríkisins, dags. 13.12.00, útboðs- og verklýsing, tilboðsskrá, ásamt teikningum og viðauka um dýpkun Kleppsvíkur 2001-2003, dags. í nóvember 2000. Ennfremur lagðar fram niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um dýpkun Sundahafnar í Reykjavík, dags. 19.04.00, deiliskipulagsuppdrættir Klettasvæðis samþykktir 10.03.00 og 09.05.00 og breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur, staðfest 10.05.00. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 05.02.01 ásamt frummatsskýrslu, dags. í febrúar 2000.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

Umsókn nr. 10051
22.
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála,
Lagt fram minnisblað Borgarskipulags, dags. 02.02.01, ásamt úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 30. jan. s.l., um deiliskipulagstillögu í Kópavogsbæ er fjallar um hvort heimilt sé að deiliskipuleggja eina lóð.