Dalbraut 14, Eggertsgata 24, Njálsgata 55 og 57, Skeljatangi 7, Skeljatangi 9, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Dofraborgir 9, Kirkjustétt 1-3 og 5, Kirkjustétt 1-3 og 5, Rituhólar 5 , Víkurvegur/Reynisvatnsvegur, Waldorfgrunnskóli, Borgartún 30 , Hólavallagata 11 , Karfavogur 19 , Réttarháls 1, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Fundaráætlun 2001, Grafarholt - Nafngiftir, Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,

Skipulags- og byggingarnefnd

14. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 24. janúar kl. 09:00, var haldinn 14. skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hilmar Guðlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Þórarinn Þórarinsson, Guðný Irene Aðalsteinsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Helga Guðmundsdóttir, Margrét Þormar, Helga Bragadóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 13
480699-2629 Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
1.
Dalbraut 14, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi dags. 14. nóv. 2000. Málið var í auglýsingu frá 8. des. til 5. jan., athugasemdafrestur var til 20. janúar 2001. Athugasemdabréf barst frá: Íbúum á Rauðalæk 50 og íbúum kringum útivistarsvæðið fyrir ofan Dalbraut 16, dags. 18.01.01.
Frestað.

Umsókn nr. 303 (01.63.4)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
2.
Eggertsgata 24, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Byggingarnefndar Félagsstofnunar stúdenta, dags. 06.12.00, varðandi breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi á lóðinni nr. 24 við Eggertsgötu, samkv. uppdr. ARKÍS, dags. 27.11.00.
Frestað.

Umsókn nr. 567 (01.19.01)
621097-2109 Zeppelin ehf
Síðumúla 20 108 Reykjavík
3.
Njálsgata 55 og 57,
Lagt fram bréf Orra Árnasonar arkitekts, dags. 14.12.00, varðandi tillögu að nýbyggingu á lóðinni nr. 55-57 við Njálsgötu, samkv. uppdr. sama, dags. 29.11.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 18.01.01.
Samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags að reitnum, framlögð tillaga verður tekin til athugunar við þá vinnu.
Afreiðslu erindisins er frestað þar til nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.


Umsókn nr. 524 (01.67.52)
250852-4449 Halldór Gíslason
Brekkuland 4a 270 Mosfellsbær
4.
Skeljatangi 7, stækkun byggingarreits
Lagt fram að nýju bréf Halldórs Gíslasonar arkitekts, f.h. Óttars Halldórssonar, mótt. 14.11.00, varðandi stækkun á byggingarreit til suðurs, samkv. uppdr. sama, dags. í október 2000. Deiliskipulagstillagan var í grenndarkynningu frá 18. des. til 15. jan. 2001. Athugasemdabréf barst frá: Jóni Nordal, Skeljatanga 5, dags. 14.01.01. Lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 18.01.01.
Frestað.

Umsókn nr. 342 (01.67.52)
121247-3489 Hjörleifur Stefánsson
Fjölnisvegur 12 101 Reykjavík
5.
Skeljatangi 9, breyting á deiliskipulagi lóðar
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. 06.07.00 ásamt nýrri tillögu að stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 9 við Skeljatanga, dags. 11.01.01 og bréf Hjörleifs Stefánssonar, dags. 06.11.00. Málið var í grenndarkynningu frá 3. ágúst til 1. sept. 2000. Lagt fram athugasemdarbréf 8 íbúa að Skildingatanga 6 og Fáfnisnesi 8 og 10 dags. 29.08.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.09.00.
Frestað.

Umsókn nr. 616 (01.73.12)
570299-2049 A1-arkitektar ehf
Vesturgötu 2 101 Reykjavík
6.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 20.12.00, varðandi viðbyggingu við Keiluhöllina við Öskjuhlíð, samkv. uppdr. A1 arkitekta, dags. 20.12.00. Jafnframt lagður fram samningur við Keiluhöllina h.f., um byggingarrétt, endurgreiðslu gatnagerðargjalda og þakfrágang dags. 25. maí 1994. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.01.01.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 539 (02.34.44)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
7.
Dofraborgir 9, einbýlishús
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Sigurðar Björgúlfssonar arkitekts, dags. 12.11.00, varðandi byggingu einbýlishúss með aukaíbúð á lóðinni nr. 9 við Dofraborgir, samkv. uppdr. VA arkitekta ehf, dags. 04.12.00. Málið var í grenndarkynningu vegna tillögu um breytingu á deiliskipulagi frá 14. des. til 15. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.

Umsókn nr. 130
8.
Kirkjustétt 1-3 og 5, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags um breytingu á aðalskipulagi, dags. 13.11.00 á lóðinni nr. 1-3 og 5 við Kirkjustétt, Málið var í auglýsingu frá 8. des. til 5. jan., athugasemdafrestur var til 20. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst breyting á aðalskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10016
571284-0149 Teiknistofa Guðr/Kn J arkit sf
Tjarnargötu 4 101 Reykjavík
9.
Kirkjustétt 1-3 og 5, deiliskipulag
Lögð fram að tillaga og greinargerð Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1-3 og 5 við Kirkjustétt, dags. í janúar 2001.
Samþykkt að auglýsa framlagða breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 22126 (04.64.660.1)
010344-4259 Árni Johnsen
Höfðaból 900 Vestmannaeyjar
10.
Rituhólar 5 , stækkun sólstofu 1.hæð samþ. íbúð kjallara
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 16.11.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja glerskála og anddyri á fyrstu hæð og útbúa þar séríbúð, einnig er sótt um leyfi til þess að stækka sólstofu íbúðar á annarri hæð, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvelli, dags. 22.11.00. Samþykki nágranna Rituhólum 3 og 7, dags. 7. nóvember 2000 fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00. Málið var í grenndarkynningu vegna tillögu um breytingu á deiliskipulagi frá 18. des. til 15. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki nágranna, Rituhólum 3 og 7 dags. 7. nóvember 2000 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 1. hæð 19,0 ferm., sólstofa 2. hæð 13,8 ferm.
Samtals 32,8 ferm og 81,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.333
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.

Umsókn nr. 380 (02.9)
620692-2129 Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
11.
Víkurvegur/Reynisvatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 28.07.00, varðandi gerð gatnamóta Vesturlandsvegar og Víkurvegar svo og lagningu Reynisvatnsvegar upp að Reynisvatni. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi dags.30.10.00 og uppdrættir Borgarverkfræðings dags. 11.8.00 og 19.1.00 ásamt bréfi umferðardeildar dags. 21.10.00. Ennfremur lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14.09.00 og uppdráttur vinnustofunar Þverár, dags. 25.09.00. Málið var í auglýsingu frá 8. des. til 5. jan., athugasemdafrestur var til 20. janúar 2001. Athugasemdabréf barst frá: Íbúasamtökum Grafarvogs, dags. 17.01.01 og Fuglaverndarfélagi Íslands, dags. 20.01.01.
Frestað.

Umsókn nr. 236
430694-2199 Waldorfleikskólinn Sólstafir
Grundarstíg 19 101 Reykjavík
12.
Waldorfgrunnskóli, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16.05.00, varðandi lóðarumsókn fyrir Waldorfgrunnskólann í Reykjavík, dags. 09.05.00. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 06.06.00 ásamt bréfi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 29.05.00. Einnig kynnt hugmynd Borgarskipulags að lóðarafmörkun fyrir skólann, vestan Hólabergs og sunnan Gerðubergs.
Hugmynd Borgarskipulags að lóðarafmörkun samþykkt.

Umsókn nr. 22420 (01.23.110.1)
600799-2829 Húsfélagið Borgartúni 30
Borgartúni 30 105 Reykjavík
13.
Borgartún 30 , skilti
Sótt er um leyfi til þess að setja upp tvíhliða ,
skilti (ca 11 ferm. hvor hlið) á norðausturhorni lóðar nr. 30 við Borgartún.
Gjald kr. 4.100
Frestað.

Umsókn nr. 21979 (01.16.100.2)
250728-2719 Ólafur Kjartansson
Hólavallagata 11 101 Reykjavík
14.
Hólavallagata 11 , stækkun og yfirbygging svala
Að lokinni kynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18.10.00 ásamt uppdr. Ólafs Hersissonar ark. dags. 10.09.00. Sótt er um leyfi til þess að útbúa sérinngang af palli fyrstu hæðar og byggja yfir vestursvalir á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 11 við Hólavallagötu. Stærð: Lokun svala, 3,7 ferm. og 10,0 rúmm.
Gald kr. 4.100 + 410
Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 03.11.00. Byggingarleyfisumsóknin var í grenndarkynningu frá 14. des. til 15. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22188 (01.44.101.1)
040257-2339 Böðvar Einarsson
Karfavogur 19 104 Reykjavík
15.
Karfavogur 19 , bílskúr
Að lokinni kynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.11.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu aftast á lóðinni nr. 19 við Karfavog, samkv. uppdr. dags. 15.11.00. Bílgeymslan verði byggð úr steinsteypu og timbri. Erindinu fylgir samþykki nokkurra nágranna. Stærðir: 40,4 ferm. og 119,8 rúmm. Gjald kr. 4.100 + 4.911. Byggingarleyfisumsóknin var í grenndarkynningu frá 22. des. til 20. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22464
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
16.
Réttarháls 1, atvinnuh. 2+ 5-6 hæðir
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta hæða skrifstofu og þjónustuhús fyrir Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fyrstu tvær hæðirnar eru steinsteyptar og að hluta niðurgrafnar, síðan fimm og sex hæða stálbygging með steináferð á klæðningu austurhúss, álplötum á vesturhúsi og glertengibyggingu ásamt tveggja hæða steinsteyptri bílageymslu í austur á lóð nr. 1 við Réttarháls.
Stærð: xxx
Gjald kr. 4.100 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22488
17.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundargerð nr. 142 frá 23. janúar 2001, án liðar nr. 53.


Umsókn nr. 511
18.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð Skipulagsstjóra Reykjavíkur, dags. 19.01.01.


Umsókn nr. 22469
19.
Fundaráætlun 2001,
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa og skipulagsstjóra að fundaráætlun fyrir árið 2001.


Umsókn nr. 22444
20.
Grafarholt - Nafngiftir,
Lögð fram tillaga Þórhalls Vilmundarsonar prófessors að nokkrum götunöfnum í Grafarholti.
Sveiggata norðan Gvendargeilsa heiti Þórðarsveigur, en Þórðarsveigur var áður nafn á hringtorgi við austurenda Gvendargeisla. Þrjár télaga götur sem tengjast Þórðarsveig fái þessi nöfn vestast Andrésbrunnur, þá Katrínarlind og austast Marteinslaug. Gata milli Gvendargeisla og Reynisvatnsvegar fái heitið Biskupsgata og gata frá Reynisvatnsvegi á athafnarsvæði A fái heitið Klausturstígur.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Tillaga Þórhalls Vilmundarsonar prófessors samþykkt.

Umsókn nr. 10021
21.
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, hugmyndasamkeppni
Lögð fram til kynningar tillaga borgarstjóra dags. 09.01.01, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 16.01.01, um að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar fyrir tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel (TRH) og nánasta umhverfis við Austurhöfn.