Aðalskipulag Reykjavíkur, Miðborg, þróunaráætlun, Reitur 1.703/5, Skógarhlíð, Bíldshöfði 9, Gufunes, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Hlíðarhús 3-7, Eir, Rauðagerði 70 , Reykjavíkurflugvöllur, Rituhólar 5 , Bauganes 4 , Hamravík 56 , Hamravík 72 , Kirkjustétt 36-40, Kirkjustétt 5-13, Hamravík 54 , Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Grafarholt - Nafngiftir, Gufunes, Heiðargerði 76 , Miðborg, þróunaráætlun, Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur, Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarnefnd, Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, Stararimi 13 , Yfirlit um byggingarnefndarmál,

Skipulags- og byggingarnefnd

13. fundur 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 17. janúar kl. 09:00, var haldinn 13. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Guðný Irene Aðalsteinsdóttir, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Einar Daníel Bragason, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hilmar Guðlaugsson, Þorvaldur S Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Hermannsson, Ólafur Bjarnason, Helga Bragadóttir, Guðlaugur Gauti Jónsson, Anna Margrét Jónsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 15.01.01, ásamt erindi Samtaka um betri byggð, dags. 01.12.00, varðandi aðkomu að stefnumótun við endurskoðun aðalskipulags. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar á fundi borgarráðs 5.12.00. Einnig lögð fram umsögn Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, deildarstjóra aðalskipulags, dags. 15.01.01.
Frestað.

Umsókn nr. 970068 (01.1)
2.
Miðborg, þróunaráætlun, vinnureglur
Lögð fram að nýju tillaga að vinnureglum vegna afgreiðslu umsókna um breytta notkun á skilgreindum götusvæðum.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 470 (01.70.3)
3.
Reitur 1.703/5, Skógarhlíð, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkþings ehf, að deiliskipulagi á reit sem afmarkast af Bústaðavegi, Miklubraut, lóðum fjölb.húsa við Eskihlíð, Eskitorgi og Litluhlíð, dags. í janúar 2001. Skipulagshöfundar kynna.
Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns, byggingarsaga dags. Reykjavík 2000.
Samþykkt að kynna fyrirliggjandi drög að tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.

Umsókn nr. 516 (04.06.20)
270847-2509 Gylfi Guðjónsson
Bleikjukvísl 9 110 Reykjavík
4.
Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Gylfa Guðjónssonar arkitekts, dags. 30.10.00, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða, dags. 25.10.00. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 12.01.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10004 (02.0)
5.
04">Gufunes, akstursæfingasvæði, afturköllun á aðalskipulagsbreytingu
Lagðar fram að nýju tillögur Borgarskipulags, dags. 19.12.00, að deiliskipulagi akstursæfingasvæðis við Gufunesveg ásamt greinargerð og breytingu á aðalskipulagi, dags. 19.12.00. Einnig lagt fram bréf lögfræðings Borgarskipulags, dags. 15.01.01, varðandi afturköllun á aðalskipulagsbreytingu og breytingu á deiliskipulagstillögu.
Samþykkt að falla frá breytingu á aðalskipulagi. Texta deiliskipulagstillögu skal breytt til samræmis við það.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 616 (01.73.12)
570299-2049 A1-arkitektar ehf
Vesturgötu 2 101 Reykjavík
6.
">Öskjuhlíð, Keiluhöll, viðbygging
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 20.12.00, varðandi viðbyggingu við Keiluhöllina við Öskjuhlíð, samkv. uppdr. A1 arkitekta, dags. 20.12.00. Jafnframt lagður fram samningur við Keiluhöllina h.f., um byggingarrétt, endurgreiðslu gatnagerðargjalda og þakfrágang dags. 25. maí 1994.
Frestað.

Umsókn nr. 510 (02.84.53)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
710890-2269 Eir,hjúkrunarheimili
Gagnvegi 112 Reykjavík
7.
Hlíðarhús 3-7, Eir, stækkun
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Halldórs Guðmundssonar f.h. Hjúkrunarheimilisins Eir dags. 24.10.00, varðandi byggingu hjúkrunarálmu á lóð nr. 3-7 við Hlíðarhús skv. uppdráttum sama, dags. 30.7.00. Einnig lagt fram líkan. Málið var í auglýsingu frá 1. til 29. des. 2000, athugasemdafrestur var til 12. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.

Auglýst breyting á deiliskipulagi samþykkt.

Umsókn nr. 21981 (01.82.311.1)
120952-3669 Þórunn Símonardóttir
Rauðagerði 70 108 Reykjavík
8.
Rauðagerði 70 , Sólstofa og breytingar
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17.10.00 ásamt uppdr. OK arkitekta dags. 11.10.00. Sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu á svölum við suðurhlið, staðsetja glugga á suðurhlið fyrstu hæðar og vesturhlið annarrar hæðar, koma fyrir þakglugga yfir stiga og byggja skýli við útidyr hússins á lóðinni nr. 70 við Rauðagerði. Málið var í auglýsingu frá 1. til 30. des. ´00, athugasemdafrestur var til 12. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.

Umsókn nr. 10014 (01.6)
9.
Reykjavíkurflugvöllur, greinargerð
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 17.01.01, ásamt greinargerð Samvinnunefndar um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið um flugvallarhugmyndir á höfuðborgarsvæðinu dags. í janúar 2001.
Kynnt.

Umsókn nr. 22126 (04.64.660.1)
010344-4259 Árni Johnsen
Höfðaból 900 Vestmannaeyjar
10.
Rituhólar 5 , stækkun sólstofu 1.hæð samþ. íbúð kjallara
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 16.11.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja glerskála og anddyri á fyrstu hæð og útbúa þar séríbúð, einnig er sótt um leyfi til þess að stækka sólstofu íbúðar á annarri hæð, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvelli, dags. 22.11.00. Samþykki nágranna Rituhólum 3 og 7, dags. 7. nóvember 2000 fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00. Málið var í kynningu frá 18. des. til 15. janúar 2001. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki nágranna, Rituhólum 3 og 7 dags. 7. nóvember 2000 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 1. hæð 19,0 ferm., sólstofa 2. hæð 13,8 ferm.
Samtals 32,8 ferm og 81,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.333
Frestað.

Umsókn nr. 22055 (01.67.120.4 01)
040647-3099 Kristín Þórdís Hauksdóttir
Bauganes 4 101 Reykjavík
11.
Bauganes 4 , sólstofa
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu á svölum 2. hæðar tvíbýlishússins á lóð nr. 4 við Bauganes, samkv. uppdr. Verkvangs, dags. 16.10.00, Samþykki meðeiganda og nágranna dags. 10. október 2000 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 11. des. til 8. janúar 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeiganda og nágranna dags. 10. október 2000 fylgir erindinu.
Stærð: Sólstofa 13,2 ferm., 35,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 1.460
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 22408 (02.35.220.2)
581281-0139 Húsvirki hf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
12.
Hamravík 56 , einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt, einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 56 við Hamravík. Húsið fer út fyrir byggingareit til austurs.
Bréf hönnuða dags. 9. janúar 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 177,2 ferm. bílgeymsla 47,7 ferm.
Samtals 224,9 ferm. og 856,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 35.133
Synjað, samræmist ekki skipulagi.

Umsókn nr. 22409 (02.35.240.5)
581281-0139 Húsvirki hf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
13.
Hamravík 72 , einb.h á 2 hæðum
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni nr. 72 við Hamravík. Á neðri hæð verði innbyggður tvöföld bílgeymsla, þak verði einhalla til suðurs og útveggir pússaðir og steindir með kvartssalla að utan.
Stærðir: Bílgeymsla 42,7 ferm. íbúðarrými á 1. hæð 92,6 ferm. íbúðarrými á 2. hæð 130,2 ferm., samtals 888,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.436
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22392 (04.13.510.4)
150350-3019 Kristján G Ragnarsson
Hraunháls 340 Stykkishólmi
14.
Kirkjustétt 36-40, raðhús m 3 íbúðum
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum með þremur íbúðum á lóðinni nr. 36-40 við Kirkjustétt. Húsið verði byggt úr steinsteypu, að mestu múrhúðað að utan en þak og útbyggingar klæddar zinki og bil milli glugga á neðri og efri hæð klætt viði.
Stærðir:
Matshl. 01, íbúð 196,2 ferm., bílgeymsla 20,8 ferm., samtals 709,8 rúmm.
Matshl. 02, íbúð 182,4 ferm., bílgeymsla 20,4 ferm., samtals 667,4 rúmm.
Matshl. 03, íbúð 196,5 ferm., bílgeymsla 20,5 ferm., samtals 709,3 rúmm.
Heild 2086,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 85.546
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 22410 (04.13.370.1)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
15.
Kirkjustétt 5-13, (5) fjölbýlish með 5 íbúðum
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús nr. 5 (matshl. 01) með fimm íbúðum á lóðinni nr. 5-13 við Kirkjustétt. Húsið verði byggt úr steinsteypu á fjórum hæðum og klætt að utan með ljósgrárri og að hluta koksgárri álklæðningu. Jafnframt er sótt um undanþágu frá gr. 104.5 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 varðandi hönnun íbúðar fyrir fatlaða.
Bréf hönnuðar varðandi íbúð fyrir fatlaða dags. 9. jan. 2001 fylgir erindinu.
Stærðir: 1. hæð 198,4 ferm., 2. hæð 231,4 ferm., 3. hæð 231,4 ferm., 4. hæð 121,4 ferm., samtals 782,6 ferm. og 2182,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 89.490
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22407 (02.35.220.1)
581281-0139 Húsvirki hf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
16.
Hamravík 54 , (fsp) einbh, breyta byggingarreit
Spurt er hvort samþykkt yrði að breyta byggingarreit fyrir einbýlishús á einni hæð á lóðinni nr. 54 við Hamravík. Miðað við framlagða tillögu myndi suðurhluti byggingarreits færast út um 150 cm til austurs. Fyrirspurn um 100 cm meiri færslu var afgreidd neikvætt á fundi nefndarinnar 12. des. 2000.
Bréf hönnuðar dags. 9. jan. 2001 fylgir erindinu
Neikvætt, samræmist ekki skipulagi.

Umsókn nr. 22462
17.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 141 frá 16. janúar 2001.


Umsókn nr. 511
18.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, dags. 05.01.01 og 12.01.01.


Umsókn nr. 22444
19.
Grafarholt - Nafngiftir,
Lögð fram til kynningar tillaga Þórhalls Vilmundarsonar prófessors að nokkrum götunöfnum í Grafarholti.
Sveiggata norðan Gvendargeilsa heiti Þórðarsveigur, en Þórðarsveigur var áður nafn á hringtorgi við austurenda Gvendargeisla. Þrjár télaga götur sem tengjast Þórðarsveig fái þessi nöfn vestast Andrésbrunnur, þá Katrínarlind og austast Marteinslaug. Gata milli Gvendargeisla og Reynisvatnsvegar fái heitið Biskupsgata og gata frá Reynisvatnsvegi á athafnarsvæði A fái heitið Klausturstígur.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Höfundur kynnti.

Umsókn nr. 597 (02.0)
420369-6709 Ökukennarafélag Íslands
Þarabakka 3 109 Reykjavík
20.
Gufunes, akstursæfingasvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. desember s.l. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m. um akstursæfingasvæði við Gufunesveg.


Umsókn nr. 22443 (01.80.220.6)
21.
Heiðargerði 76 , lagt fram bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa dags. 4. desember 2000. Jafnframt lagt fram bréf lögmanns eigenda Heiðargerðis 76 dags. 28. desember 2000.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt með þeirri breytingu að frestur umsækjanda til þess að fjarlægja framkvæmdir er lengdur úr 90 dögum í 180 daga.

Umsókn nr. 579 (01.1)
22.
Miðborg, þróunaráætlun, mótun umhverfis
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. desember s.l. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m. um miðborgina, þróunaráætlun og mótun umhverfis.


Umsókn nr. 115
500100-3380 Lögmannsstofa Ólafs Axelss ehf
Kringlunni 7 103 Reykjavík
440169-5549 Bernhard Petersen ehf
Ánanaustum 15 101 Reykjavík
23.
Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur, Sólvallagata, Ánanaust, Holtsgata, Framnesvegur.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. desember s.l. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m. um breytingu á aðalskipulagi reits sem afmarkast af Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi.


Umsókn nr. 990575 (01.15)
550169-1269 Forsætisráðuneyti
Lækjartorgi Stjórnarr 150 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
550169-3129 Fiskifélag Íslands
Skipholti 17 105 Reykjavík
24.
Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. desember s.l. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Stjórnarráðsreits.


Umsókn nr. 552
25.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 21. f.m. á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 6. og 13. desember s.l.


Umsókn nr. 552
26.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 4. janúar s.l. á fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 20. desember s.l.


Umsókn nr. 109 (01.15.2)
510169-1829 Eimskipafélag Íslands hf
Pósthússtræti 2 101 Reykjavík
681272-0979 VSÓ Ráðgjöf ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
27.
Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 27. f.m. á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. nóvember s.l., varðandi skipulagshugmyndir Skuggahverfis.


Umsókn nr. 22441 (02.52.320.6)
28.
Stararimi 13 , lagt fram minnisblað
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 15. janúar 2001 vegna framkvæmda við hús og lóð Stararima 13.
Samþykkt að falla frá dagsektum sem ákveðnar voru 25. maí 2000..

Umsókn nr. 22442
29.
Yfirlit um byggingarnefndarmál,
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2001 um byggingarnefndarmál árið 2000.