Aðalskipulag Reykjavíkur, Miðborg, þróunaráætlun, Miðborg, þróunaráætlun, Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, Laugavegsreitir, Borgartún 33-39, Borgartún 25-27 , Kristnibraut 11-21, Reykjanesbraut, Sundahöfn, Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur, Gufunes, Bakkastaðir 105 , Borgartún 35-37, Grjótháls 8 , Hamravík 60 , Hamravík 80 , Hamravík 86 , Ólafsgeisli 55 , Ránargata 6 , Hamravík 54 , Hamravík 56 , Hamravík 72 , Réttarháls 1, Sturlugata 8, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Elliðavatn, Kirkjulóðir í Reykjavík, Rimahverfi/Langirimi,

Skipulags- og byggingarnefnd

11. fundur 2000

Ár 2000, miðvikudaginn 20. desember kl. 09:00, var haldinn 11. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L. Gissurarson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson, Þórarinn Þórarinsson, Guðný Irene Aðalsteinsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Anna Margrét Guðjónsdóttir, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Bjarni Reynarsson, Jóhannes S. Kjarval, Helga Bragadóttir, Margrét Þormar, Ólafur Bjarnason, Björn Axelsson og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 523
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun aðalskipulags
Staða og ferli. Borgarstefna.

Inga Jóna Þórðardóttir tók sæti á fundinum kl. 9:17.


Umsókn nr. 579 (11)
2.
Miðborg, þróunaráætlun, mótun umhverfis
Lögð fram að nýju drög Borgarskipulags, dags. 13.12.00, um mótun umhverfis.
Jafnframt lögð fram að nýju tillaga um að myndaður verði vinnuhópur sem ætlað er að móta tillögur um hjólreiðastíga í miðborginni sbr. Þróunaráætlun miðborgar. Vinnuhópurinn verði skipaður fulltrúum Borgarverkfræðings, Borgarskipulags og formanni stýrihóps þróunaráætlunar miðborgar en fulltrúi félags hjólreiðamanna verði áheyrnarfulltrúi.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 970068 (11)
3.
Miðborg, þróunaráætlun, vinnureglur
Lögð fram að nýju drög að vinnureglum vegna afgreiðslu umsókna um breytta notkun á skilgreindum götusvæðum.
Frestað.

Umsókn nr. 990575 (11.5)
550169-1269 Forsætisráðuneyti
Lækjartorgi Stjórnarr 150 Reykjavík
4.
Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, deiliskipulag
Lagt fram að nýju bréf Forsætisráðuneytisins, dags. 4. nóvember 1999, varðandi tillögur að deiliskipulagi stjórnarráðsreitsins. Einnig lagt fram bréf Arkþings, dags. 15.02.00, varðandi sameiningu á lóða á stjórnarráðsreit, samkv. meðfylgjandi uppdr. nr. 43 ásamt uppdr. Arkþings, dags. 04.12.00 og greinargerð dags. í desember 2000. Ennfremur lagt fram bréf Fiskifélags Íslands, dags. 14.06.00, umsögn Árbæjarsafns, dags. í des.´00, umsögn Borgarskipulags, dags. 04.12.00 og bréf SVR, dags. 07.12.99.
Samþykkt með 6 atkvæðum að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu.
Vísað til borgarráðs.

Óskar Bergsson sat hjá og óskaði bókað:
Tillagan um uppbyggingu á stjórnarráðsteit er í stórum dráttum metnaðarfull og vel unnin tillaga.
Þó eru þar áherslur er varða húsfriðun sem orka nokkuð tvímælis. Tillagan gerir ráð fyrir að gömul iðnaðarhús Landsvirkjunar og Pósts og síma við Sölvhólsgötu fái að standa og verði breytt í skrifstofuhúsnæði. Þessi iðnaðarhús eru djúp og henta illa fyrir skrifstofur.
Í þessari sömu tillögu og verndun iðnaðarhúsanna er gerð, er lagt til að hús Hæstaréttar verði rifið. Húsið verður rifið nema ein húshlið verður látin standa eftir og er það húshlið að Lindargötu. Hús Hæstaréttar er bæði menningar- og byggingarsögulega merkilegt hús og því mikilvægt að það fái að standa áfram óbreytt eða lítið breytt.
Áherslur í húsfriðun í þessari skipulagstillögu eru því að mínu mati, meira en lítið mótsagnarkenndar.


Umsókn nr. 157
5.
Laugavegsreitir, drög að deiliskipulagi, reitir 1.171, 1.174.1, 1.174.3
Lögð fram drög að deiliskipulagi þriggja reita við Laugaveg/Hverfisgötu og Laugaveg/Grettisgötu, milli Smiðjustígs og Klapparstígs (reitur 1.171.1) og Barónsstígs og Snorrabrautar (reitir 1.174.1 og 1.174.3) dags. í dag. Einnig lagðar fram húsakannanir Árbæjarsafns (byggingarsaga) nr. 124 og 128.
Kynnt.

Umsókn nr. 313 (12.19.1)
570299-2049 A1-arkitektar ehf
Vesturgötu 2 101 Reykjavík
611085-0959 Lögfræðistofan sf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
560500-2890 Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf
Laugavegi 97 101 Reykjavík
270951-2799 Guðmundur Jónsson
Holtagerði 45 200 Kópavogur
020352-4699 Sigurður Ingi Halldórsson
Langagerði 62 108 Reykjavík
030659-2609 Ólafur A Hilmarsson
Hátún 10 105 Reykjavík
010134-2939 Þorsteinn Júlíusson
Grófarsmári 32 200 Kópavogur
250360-4529 Ásgeir Björnsson
Sólbraut 3 170 Seltjarnarnes
571182-0339 Sjúkra/styrktsjóður VBF Þróttar
Sævarhöfða 12 110 Reykjavík
6.
Borgartún 33-39, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf A1 arkitekta, dags. 19.07.00, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 33-39 við Borgartún, samkv. uppdr. sama, dags. 17.07.00. Málið var í auglýsingu frá 9. ágúst til 6. sept., athugsemdafrestur var til 20. sept. 2000. Athugasemdabréf bárust frá eigendum fasteignarinnar nr. 33 við Borgartún, dags. 12.09.00 og Lögfræðistofu Reykjavíkur, f.h. Nýherja, Borgartúni 37, dags. 20.09.00.
Einnig lögð fram afturköllun á mótmælabréfum frá Tómasi Jónssyni hrl. f.h. Nýherja hf, dags. 12.12.00 og frá eigendum fasteignarinnar nr. 33 við Borgartún, dags. 08.12.00 ásamt árituðum uppdr. A1 arkitekta, dags. 20.11.00.
Samþykkt.
Hús skal staðsett innan byggingarreits eins og sýnt er á framlagðri skýringarteikningu.


Umsókn nr. 519 (12.18.1)
701285-0699 Arkitektar Skógarhlíð sf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
7.
Borgartún 25-27 , breyting á deiliskipulagi
Lögð fram bréf Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 23.10.00 og 29.11.00, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 25-27 við Borgartún, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 20.03.00, br. 28.11.00 og skýringaruppdr., dags. 28.11.00.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 531 (41.22.2)
8.
Kristnibraut 11-21, breyting á deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 01.11.00, að breytingu á deiliskipulagi á Kristnibraut 11-21. Málið var í kynningu frá 15. nóv. til 15. des. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

Umsókn nr. 457 (46.03)
680269-2899 Vegagerðin
Borgartúni 5-7 105 Reykjavík
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
9.
Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 13.09.00, varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við fyrsta áfanga fyrirhugaðra mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar, Nýbýlavegar og Breiðholtsbrautar. Einnig lagðar fram niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra, dags. 04.08.00 og úrskurður umhverfisráðuneytisins, dags. 11.12.00. Jafnframt lagður fram deiliskipulagsuppdráttur af gatnamótunum, dags. 05.06.00, staðfest breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur, staðfest 24.11.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 18.12.00.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags með þeim skilyrðum sem fram koma í úrskurði skipulagsstjóra ríkisins.

Umsókn nr. 577 (13.32)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
10.
Sundahöfn, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 01.12.00, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir dýpkun Sundahafnar. Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 30.11.00, bréf Hollustuverndar ríkisins, dags. 13.12.00, útboðs- og verklýsing, tilboðsskrá, ásamt teikningum og viðauka um dýpkun Kleppsvíkur 2001-2003, dags. í nóvember 2000. Ennfremur lagðar fram niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um dýpkun Sundahafnar í Reykjavík, dags. 19.04.00, deiliskipulagsuppdrættir Klettasvæðis samþykktir 10.03.00 og 09.05.00 og breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur, staðfest 10.05.00. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 18.12.00.
Frestað.

Umsókn nr. 115
11.
Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur, Sólvallagata, Ánanaust, Holtsgata, Framnesvegur.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi dags. 31.10.00. Einnig lögð fram fram bréf Bernh. Petersen ehf, dags. 07.12.00 og bréf Ólafs Axelssonar hrl., dags. 11.12.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 15.12.00.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 597 (20)
12.
Gufunes, akstursæfingasvæði
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 19.12.00, að deiliskipulagi akstursæfingasvæðis við Gufunesveg ásamt greinargerð og tillaga að breytingu á aðalskipulagi, dags. 19.12.00.
Samþykkt að auglýsa framlagaða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 22352 (02.40.710.1)
060749-2219 Kjartan B Guðmundsson
Hverafold 37 112 Reykjavík
13.
Bakkastaðir 105 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveim hæðum og með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með steinplötum og bárujárni á lóð nr. 105 við Bakkastaði.
Stærð: Íbúð 1. hæð 42 ferm., 2. hæð 134,4 ferm., bílgeymsla 35,5 ferm., samtals 211,9 ferm., 711,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 29.167
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22298 (01.21.910.2)
130546-3589 Hörður Jónsson
Gnitaheiði 3 200 Kópavogur
14.
Borgartún 35-37, atvinnuhús 6 h. og kj.
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex hæða skrifstofuhús auk geymslukjallara og neðanjarðar bílgeymslu allt steynsteypt, einangrað að utan og klætt með náttúrusteini sem hús nr. 35 á lóð nr. 35-37 við Borgartún.
Stærð: Kjallari 482,3 ferm., 1. hæð 571,2 ferm., 2. hæð 555,1 ferm., 3. hæð 555,1 ferm., 4. hæð 555,1 ferm., 5. hæð 555,1 ferm., 6. hæð 240 ferm., samtals 3513,9 ferm., 12002,8 rúmm., ( opin bílgeymsla 964,8 ferm., 2662,9 rúmm.)
Gjald kr. 4.100 + 492.115

Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22348 (04.30.120.1)
590269-1749 Skeljungur hf
Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík
15.
Grjótháls 8 , atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílaþvotta- og smurstöð (matshl. 04) á lóðinni nr. 8 við Grjótháls.
Stærð: Kjallari, þjónustuhúsnæði 176,2 ferm., 1. hæð, þjónustuhúsnæði 278,8 ferm.
Samtals 455,0 ferm. og 1888,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 77.441
Frestað.

Umsókn nr. 22345 (02.35.220.4)
270741-4959 Guðmundur Hervinsson
Ljárskógar 10 109 Reykjavík
16.
Hamravík 60 , Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 60 við Hamravík.
Stærð: Íbúð 1. hæð 188,7 ferm., bílgeymsla 38,7 ferm.
Samtals 227,4 ferm. og 887,3 rúmm.
Gjald kr. 36.379
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22327 (02.35.230.1)
700584-1359 Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
17.
Hamravík 80 , Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 86 við Hamravík.
Stærð xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22328 (02.35.230.4)
700584-1359 Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
18.
Hamravík 86 , Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 86 við Hamravík.
Stærð xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22336 (04.12.350.3)
021268-3569 Einar Gunnar Einarsson
Hverfisgata 114 105 Reykjavík
19.
Ólafsgeisli 55 , einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt múrklæðningu og steinflísum á lóðinni nr. 55 við Ólafsgeisla.
Bréf hönnuða dags. 12. desember 2000 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 79,9 ferm., 2. hæð 101,2 ferm., bílgeymsla 33,2 ferm.
Samtals 214,3 ferm. og 718,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 29.467
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 21497 (01.13.601.5 01)
620487-1479 Sporhamar ehf
Sæbólsbraut 34a 200 Kópavogur
20.
Ránargata 6 , Breytingar inni og úti
Lagt fram að nýju bréf borgarstjórnar vegna frestunar á samþykkt byggingarfulltrúa frá 24. október s.l., þar sem samþykkt var umsókn frá Sporhömrum ehf., þar sem sótt var um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og skráningu og innrétta fjórar íbúðir í húsinu á lóðinni nr. 6 og 6A við Ránargötu.
Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sýna til erindisins.
Fulltrúar D-lista sátu hjá.


Umsókn nr. 22338 (02.35.220.1)
581281-0139 Húsvirki hf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
21.
Hamravík 54 , fsp. einbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt, einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóðinni nr. 54 við Hamravík.
Bréf hönnuða dags. 12. desember 2000 fylgir erindinu.
Neikvætt, fer út fyrir byggingarreit.

Umsókn nr. 22340 (02.35.220.2)
581281-0139 Húsvirki hf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
22.
Hamravík 56 , fsp.einbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt, einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóðinni nr. 56 við Hamravík.
Bréf hönnuða dags. 12. desember 2000 fylgir erindinu.
Neikvætt, fer út fyrir byggingarreit.

Umsókn nr. 22342 (02.35.240.5)
581281-0139 Húsvirki hf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
23.
Hamravík 72 , fsp.einbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt, tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóðinni nr. 72 við Hamravík.
Bréf hönnuða dags. 12. desember 2000 fylgir erindinu.
Neikvætt, fer út fyrir byggingarreit.

Umsókn nr. 22379
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík
24.
Réttarháls 1, (fsp) Nýbygging
Ofangreint fyrirtæki spyr hvort leyft verði að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur á lóð Orkuveitunar á Réttarhálsi 1 í líkingu við framlagða uppdrætti.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.

Umsókn nr. 22151
691295-3549 Íslensk erfðagreining ehf
Lynghálsi 1 110 Reykjavík
25.
Sturlugata 8, Hækka gólfkóta, minnka loftr.
Ofanritað fyrirtæki spyr hvort leyft yrði að hækka gólfkóta aðalbyggingar um 30 sm þannig að hann verði 6,00 m í stað 5,70 m. Jafnframt verði rými fyrir loftrræsibúnað á þaki minnkað hvert um sig úr 192,4 ferm. í 79,1 ferm.
Bréf hönnuða dags. 19. október 2000, bréf Háskóla Íslands dags. 14. desember 2000 ásamt bréfi Íslenskrar erfðagreiningar til Háskóla Íslands dags. 5. desember 2000 og fundargerð skipulagsnefndar háskólans dag. 8. desember 2000 fylgja erindinu.
Jákvætt hvað varðar aðalbyggingu, hæðarkóti bílageymslu verði óbreyttur.

Umsókn nr. 22378
26.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 139 frá 19. desember 2000.


Umsókn nr. 575 (81)
27.
Elliðavatn, umhverfis- og umferðarmál
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 05.12.00 á erindi borgarverkfræðings frá 4. s.m. varðandi samstarf Reykjavíkur og Kópavogs um umhverfismál og skipulag stofn- og tengibrauta í nágrenni Elliðavatns.


Umsókn nr. 322
651180-0319 Seljakirkja
Hagaseli 40 109 Reykjavík
28.
Kirkjulóðir í Reykjavík, merking fornra og aflagðra kirkjustaða
Lagt fram bréf Kristintökuhátíðar Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 27.06.00, varðandi merkingu fornra og aflagðra kirkjustaða. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 12.09.00, bréf Fornleifanefndar, dags. 01.11.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 18.12.00.
Samþykkt í meginatriðum að undanskildum Víkurgarði. Óskað er eftir nánari útfærslu á staðsetningu merkinganna.

Umsókn nr. 549 (25.4)
29.
Rimahverfi/Langirimi, breyting á skipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 05.12.00 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi við Langarima og nágrenni.