Miðborg, þróunaráætlun, Miðborg, þróunaráætlun, Mýrargata, Nýlendugata 10, Álftamýri 79 , Borgartún 33-39, Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27, Akrasel 3, Austurstræti 18, Borgartún 35-37, Fiskislóð 10, Grensásvegur 22 , Grettisgata 68 , Kristnibraut 77-79, Maríubaugur 105-113, Stórhöfði 17 , Tröllaborgir 18, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Áland/Eyrarland, Fiskislóð 10, Foldaskóli, Laugavegur 31 - Vatnsstígur 3, Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur,

Skipulags- og byggingarnefnd

10. fundur 2000

Ár 2000, miðvikudaginn 13. desember kl. 09:00, var haldinn 10. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hilmar Guðlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Ólafur Bjarnason, Þórarinn Þórarinsson, Ágúst Jónsson, Guðný Irene Aðalsteinsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Hermannsson, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Guðlaugur Gauti Jónsson, Björn Axelsson, Margrét Þormar, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ívar Pálsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helga Bragadóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 579 (11)
1.
Miðborg, þróunaráætlun, mótun umhverfis
Lögð fram drög Borgarskipulags, dags. 06.12.00, um mótun umhverfis.
Jafnframt lögð fram tillaga um að myndaður verði vinnuhópur sem ætlað er að móta tillögur um hjólreiðastíga í miðborginni sbr. Þróunaráætlun miðborgar. Vinnuhópurinn verði skipaður fulltrúum Borgarverkfræðings, Borgarskipulags og formanni stýrihóps þróunaráætlunar miðborgar en fulltrúi félags hjólreiðamanna verði áheyrnarfulltrúi.


Umsókn nr. 970068 (11)
2.
Miðborg, þróunaráætlun,
Lögð fram til kynningar drög að vinnureglum vegna afgreiðslu umsókna um breytta notkun á skilgreindum götusvæðum.
Kynnt.

Umsókn nr. 580 (11.3)
3.
Mýrargata, breytt lega
Lögð fram drög borgarverkfræðings að tillögu að legu Mýrargötu, dags. 10.10.00. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar frá 30.10.00.
Kynnt.

Umsókn nr. 990498 (11.32.0)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
4.
Nýlendugata 10, nýbygging
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 25.09.99, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 10 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 06.09.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 08.12.00.
Synjað með 4 atkvæðum fulltrúa R-lista með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

Fulltrúar D-lista voru á móti synjun og óskuðu bókað:
Við mótmælum málsmeðferð meirihluta skipulags- og byggingarnefndar. Nú fyrst er lagt fyrir erindi sem dags. er 25. september 1999 og eru því liðnir tæpir 15 mánuðir frá því það barst.
Hugmynd sú, sem hér er sett fram leysir á margan hátt vel uppbyggingu á þessu horni, sem í dag er afar óhrjálegt í götumyndinni.
Við teljum eðlilegt að áfram verði haldið að vinna á þessum nótum. Ef takast á að ná fram markmiðum um þéttingu byggðar er ljóst að nýtingarhlutfall hlýtur að verða að hækka í ákveðnum tilvikum.
Það er gagnrýnisvert að draga svo lengi nauðsynlega vinnu þegar lóðarhafar eru að freista þess að bæta nýtingu lóða og svæðis og ná fram samræmi í götumynd og betra útliti. Á sama tíma eru höfð uppi fögur orð af hálfu Reykjavíkurlistans um að laða fjárfesta að svæðinu.
Þessi málsmeðferð er ekki til þess fallin að hvetja fjárfesta til uppbyggingar á miðborgarsvæðinu.

Bókun fulltrúa Reykjavíkurlistans:
Bókun Sjálstæðisflokksins ber vott um afar óábyrga afstöðu til málsmeðferðar í skipulagsmálum. Sú umsókn sem hér liggur fyrir víkur í verulegum atriðum frá aðalskipulagi og þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag er skipulagsyfirvöldum óheimilt að samþykkja fyrirliggjandi umsókn. Afstaða fulltrúa Reykjavíkurlistans hefur komið fram í umræðu og teljum við jákvætt að byggja upp á umræddri lóð. Uppbygging á reitnum er þó jafnframt háð umferðarskipulagi Mýrargötu og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mótmælt því. Eins og sakir standa eru ekki forsendur til annars en að synja erindinu eins og það liggur fyrir en Reykjavíkurlistinn hefur í verki sýnt að hann vill byggja upp á Mýrargötusvæðinu, þótt Sjálfstæðisflokkurinn heykist á að styðja slíkt.

Fulltúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Það er harla sérkennilegt að komast að því eftir 15 mánaða athugun að synja beri erindinu vegna aðalskipulags og skorts á deiliskipulagi. Það er óábyrg málsmeðferð.
Sú afstaða hefði átt að liggja fyrir strax ef ekki var vilji til að nota tímann til að gera nauðsynlegar breytingar þar á. Málið er því enn á byrjunarreit.
Allar hugmyndir og tillögur um umferðarskipulag Mýrargötu gera ráð fyrir óbreyttri legu Ægisgötu og að hún tengist Mýrargötu. Því verða menn að taka afstöðu til þeirrar lóðar sem um ræðir.
Samþykkt fulltrúa Reykjavíkurlista í skipulags- og byggingarnefnd felur ekki í sér neina afstöðu til fyrirliggjandi hugmynda.
Niðurlag bókunar fulltrúa Reykjavíkurlistans er úr takt við veruleikann og gengur þvert á þá staðreynd að Sjálfstæðismenn fluttu tillögu í hafnarstjórn snemma s.l., sumar um hugmyndasamkeppni á þessu svæði.


Umsókn nr. 21970 (01.28.310.1)
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
5.
Álftamýri 79 , viðbygging við skólahús
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17.10.00 ásamt uppdr. Teiknistofunnar hf. dags. 4.10.00. Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu við austurhlið Álftamýraskóla og stækka eldhús á 1. hæð skólahússins á lóð nr. 79 við Álftamýri. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 24.10.00. Málið var í kynningu frá 9. nóv. til 8. des. 2000. Athugasemdabréf barst frá Ragnheiði Bragadóttur, Starmýri 6, dags. 07.12.00. Lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 13.12.00 og bréf Teiknistofunnar ehf, dags. 12.12.00, ásamt skýringarmynd sem sýnir skuggavarp, dags. 11.12.00.
Samþykkt.

Umsókn nr. 313 (12.19.1)
570299-2049 A1-arkitektar ehf
Vesturgötu 2 101 Reykjavík
6.
Borgartún 33-39, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf A1 arkitekta, dags. 19.07.00, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 33-39 við Borgartún, samkv. uppdr. sama, dags. 17.07.00. Málið var í auglýsingu frá 9. ágúst til 6. sept., athugsemdafrestur var til 20. sept. 2000. Athugasemdabréf bárust frá eigendum fasteignarinnar nr. 33 við Borgartún, dags. 12.09.00 og Lögfræðistofu Reykjavíkur, f.h. Nýherja, Borgartúni 37, dags. 20.09.00.
Einnig lögð fram afturköllun á mótmælabréfum frá Tómasi Jónssyni hrl. f.h. Nýherja hf, dags. 12.12.00 og frá eigendum fasteignarinnar nr. 33 við Borgartún, dags. 08.12.00 ásamt árituðum uppdr. A1 arkitekta, dags. 20.11.00.
Frestað.

Umsókn nr. 581 (12.64)
7.
Suðurlandsbraut 18-28, Ármúli 15-27, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram til kynningar tillaga VA arkitekta, að endurskoðun deiliskipulags við Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúla 15-27, dags. 11.12.00, ásamt drögum að greinargerð mótt. 11.12.00.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum.

Umsókn nr. 498 (49.4)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
8.
Akrasel 3, stækkun byggingarreits
Lagður fram á ný uppdráttur Arkís ehf., dags. 4.10.00, varðandi breytingu á byggingarreit við Akrasel 3. Einnig lagt fram bréf Arkís, ódags. Málið var í kynningu frá 3. nóv. til 1. des. 2000. Lagt fram athugasemdabréf íbúa Akraseli 1, 2, 4, 5, 7 og 9, dags. 29. nóv. 2000. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 12. des. 2000.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

Umsókn nr. 20642 (01.14.050.2)
411271-0569 B.Pálsson sf
Hallarmúla 4 108 Reykjavík
9.
Austurstræti 18, Kaffihús - viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að hækka útbyggða glerframhlið að Austurstræti um eina hæð, byggja glerskála fyrir kaffisölu við suðurhlið 2. hæðar, loka þakgluggum á bakbyggingu og breyta þakinu í svalir ásamt samþykki fyrir áður gerðum breytingum á stigum í kjallara og á 1. hæð og opum í plötu 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 18 við Aussturstræti.
Jafnframt er erindi 18517 dregið til baka.
Bréf hönnuðar dags. 1. mars 2000, umsögn Borgarskipulags dags. 17. ágúst 2000, bréf borgarstjóra dags. 29. ágúst 2000 og brunahönnun VSI dags. 14. nóvember 2000 fylgja erindinu.
Stærð: Glerskáli og stækkun 3. hæðar 45 ferm., 233,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 9.590
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skila skal vottun á gleri.


Umsókn nr. 22298 (01.21.910.2)
130546-3589 Hörður Jónsson
Gnitaheiði 3 200 Kópavogur
10.
Borgartún 35-37, atvinnuhús 6 h. og kj.
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex hæða skrifstofuhús auk geymslukjallara og neðanjarðar bílgeymslu allt steynsteypt, einangrað að utan og klætt með náttúrusteini sem hús nr. 35 á lóð nr. 35-37 við Borgartún.
Stærð: Kjallari 482,3 ferm., 1. hæð 571,2 ferm., 2. hæð 555,1 ferm., 3. hæð 555,1 ferm., 4. hæð 555,1 ferm., 5. hæð 555,1 ferm., 6. hæð 240 ferm., samtals 3513,9 ferm., 12002,8 rúmm., ( opin bílgeymsla 964,8 ferm., 2662,9 rúmm.)
Gjald kr. 4.100 + 492.115

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22318 (01.11.523.0)
540684-0499 Vélorka hf
Grandagarði 3 101 Reykjavík
11.
Fiskislóð 10, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt verslunar- og skrifstofuhúsnæði, einangrað að utan með steinull og klætt harðviði, bárujárni og dökkum steinflísum á lóðinni nr. 10 við Fiskislóð.
Stærð: 1. hæð verslun, þjónusta 589,7 ferm., 2. hæð skrifstofur 561,2 ferm.
Samtals 1150,9 ferm. og 4773,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 195.714
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22135 (01.80.121.5)
440790-2169 Sól ehf
Silungakvísl 25 110 Reykjavík
12.
Grensásvegur 22 , Skilti
Sótt er um leyfi til þess að setja skilti á norðurgafl húss á lóð nr. 22 við Grensásveg.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.

Umsókn nr. 22027 (01.19.100.3)
130673-5899 Hulda Rós Guðnadóttir
Grettisgata 68 101 Reykjavík
13.
Grettisgata 68 , endurnýjun á byggingarleyfi
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24.10.00 ásamt uppdr. Staðalhúsa sf. dags. Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á þaki á norðurhlið en samskonar kvistur var samþykktur 13. október 1988 í húsinu á lóðinni nr. 68 við Grettisgötu. Málið var í kynningu frá 9. nóv. til 8. des. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 22275 (04.11.550.1)
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
14.
Kristnibraut 77-79, fjölbýlish. m.18 íb og 8 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með átján íbúðum og átta innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 77-79 við Kristnibraut.
Stærð: Matshluti 01 íbúð 1. hæð 184,3 ferm., 2. hæð 340,2 ferm., 3. hæð 340,2 ferm., 4. hæð 340,2 ferm., bílgeymslur 120,8 ferm., samtals 1325,7 ferm., 4105 rúmm.
Matshluti 02 íbúð 1. hæð 218,2 ferm., 2. hæð 319,7 ferm., 3. hæð 319,7 ferm., 4. hæð 319,7 ferm., bílgeymsla 85,6 ferm., samtals 1262,9 ferm., 3905,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 +328.426
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 22315 (04.12.260.1)
300952-7399 Snorri Hjaltason
Funafold 61 112 Reykjavík
15.
Maríubaugur 105-113, Keðjuhús 5 íb. m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm einlyft keðjuhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr forsteyptum einingum með ljósum marmarasalla yst.
Jafnframt er sótt um að stækka lóð við hús nr. 105 (matshluta 01) í austur og norður vegna breyttrar aðkomu.
Stærð: Hús nr. 105 (matshluti 01) íbúð 172,9 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm., samtals 200,5 ferm., 696,1 rúmm.
Hús nr. 107 (matshluti 02) íbúð 171,8 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm., samtals 199,4 ferm., 692,3 rúmm.
Hús nr. 109 (marshluti 03) íbúð 172,9 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm., samtals 200,5 ferm., 696,1 rúmm.
Hús nr. 111 (matshluti 04) íbúð 174,1 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm., samtals 201,7 ferm., 703,5 rúmm.
Hús nr. 113 (matshluti 05) íbúð 174,1 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm., samtals 201,7 ferm., 703,5 rúmm.
Samtals á lóð 1003,8 ferm., 3491,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 143.152
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun málsins.


Umsókn nr. 22320 (04.08.180.1)
521090-1389 Stórhöfði 17,húsfélag
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
16.
Stórhöfði 17 , Stakstætt skiliti
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stakstæðu skilti vestanvert á lóðinni nr. 17 við Stórhöfða. Mesta hæð skiltis verði um 6 m og samanlagður skiltaflötur um 7 ferm., hvoru megin.
Erindinu fylgir bréf Elíasar Gíslasonar dags. 4. des. 2000. fundargerð húsfundar frá 1. des. 2000, sbr. fylgiskjöl með erindi nr. 22280.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.

Umsókn nr. 20850 (02.34.000.4)
040361-3329 Guðmundur Bjarni Yngvason
Danmörk
17.
Tröllaborgir 18, (fsp)Tvíbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvílyft, steinsteypt tvíbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Tröllaborgir.
Útskrift úr gerðabók skipulags- og byggingarnefndar frá 28. ágúst 2000 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 22349
18.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundargerð nr......


Umsókn nr. 511
19.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð Skipulagsstjóra Reykjavíkur, dags. 08.12.00.


Umsókn nr. 572 (18.4)
20.
Áland/Eyrarland, Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála
Lagðir fram að nýju 3 úrskurðir Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 30. nóvember s.l., vegna breytingar á deiliskipulagi við Áland/Eyrarland (lokun götunnar fyrir gegnumumferð). Einnig lagt fram bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 05.12.00 og bréf Jóhannesar Pálmasonar yfirlögfr. Landspítala - háskólasjúkrahúss, dags. 06.12.00.


Umsókn nr. 490 (01.11.523.0)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
21.
Fiskislóð 10, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.00 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. þ.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 10 við Fiskislóð.


Umsókn nr. 534 (28.75.0)
671197-2919 Arkís ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
22.
Foldaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.00 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. þ.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar Foldaskóla og auglýsingu þar um.


Umsókn nr. 22317 (01.17.200.7)
23.
Laugavegur 31 - Vatnsstígur 3, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Rými ehf., Tækniþjónustu dags. 7. desember 2000.


Umsókn nr. 115
24.
Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur, Sólvallagata, Ánanaust, Holtsgata, Framnesvegur.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.11.00 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. þ.m. um deiliskipulag á Sólvallagötureit og auglýsingu þar um.