Fyrirspurn

Verknúmer : SB040013

1. fundur 2005
Fyrirspurn, Hanna Birna Kristjánsdóttir
Lögð fram að nýju fyrirspurn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þær reglur sem notaðar eru, bæði formlegar reglur og vinnureglur þegar skilgreindur er sá hópur sem flokkast undir hagsmunaaðila við kynningu á skipulagstillögum. Einnig lagt fram svar lögfræði og stjórnsýslu, minnisblað dags. 10. janúar 2005.

Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Framkvæmdastjóra skipulagssviðs er falið að gera dröf að skriflegum viðmiðunarreglum um það hverjir skulu skilgreindir sem hagsmunaaðilar við kynningu á skipulagstillögum. Auk þess að tryggja íbúum og hagsmunaaðilum á skipulagsvæðinu tiltekna kynningu, skal með slíkum viðmiðunarreglum skoða leiðir til að tryggja þeim sem ekki búa á skipulagssvæðinu en í nágrenni þess og teljast hafa hagsmuna að gæta, tækifæri til að tjá sig um skipulagstillögur á frumstigi.
Frestað.

182. fundur 2004
Fyrirspurn, Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir óskar upplýsinga um þær reglur sem notaðar eru, bæði formlegar reglur og vinnureglur þegar skilgreindur er sá hópur sem flokkast undir hagsmunaaðila við kynningu á skipulagstillögum.