Laufrimi 10-20

Skjalnúmer : 9984

15. fundur 1995
Laufrimi 10-20, skipting og fyrirkomulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.6.95 á bókun skipulagsnefndar frá 12.6.95 um lóðarfyrirkomulag að Laufrima 10-18 og 20-24.



13. fundur 1995
Laufrimi 10-20, skipting og fyrirkomulag lóðar og br. lóðamörk
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 19.4.95 að skiptingu og fyrirkomulagi lóðar nr. 10-18 við Laufrima, ásamt bréfi félagsmálaráðs, dags. 16.5.95 og bókun félagsmálaráðs frá 12.6.95. Ennfremur tillaga að breyttum mörkum lóðar nr. 20-24 við Laufrima.
Samþykkt.

11. fundur 1995
Laufrimi 10-20, skipting og fyrirkomulag lóðar
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 19.4.95 að skiptingu og fyrirkomulagi lóðar nr. 10-18 við Laufrima. Einnig lagt fram bréf félagsmálaráðs, dags. 16.5.95.

Frestað.

9. fundur 1995
Laufrimi 10-20, skipting og fyrirkomulag lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 19.4.95 að skiptingu og fyrirkomulagi lóðar nr. 10-18 við Laufrima.

Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með 3 atkv. gegn 2. (Gunnar J. Birgisson og Guðrún Zoega á móti):
"Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki félagsmálaráðs og leggur til við borgarráð, að að því fengnu verði sótt um landnotkunarbreytingu samkv. 19. gr. skipulagslaga á vestari hluta lóðarinnar (hluti B)".
Vísað til félagsmálaráðs.
Guðrún Zoega og Gunnar J. Birgisson óskuðu bókað:
"Mikið hefur verið rætt um skort á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Með þessari breytingu eru fulltrúar R-listans í skipulagsnefnd að samþykkja skerðingu á lóð fyrir hjúkrunarheimili. Þarna er um stefnubreytingu að ræða, en samkv. samþykkt borgarstjórnar er félagsmálaráð rétti aðilinn til að móta stefnu í þessum málum. Því er ekki hægt að fallast á þessa málsmeðferð".
Guðrún Ágústsdóttir óskaði bókað:
"Erindið hefur aldrei verið til umfjöllunar í félagsmálaráði. Borgarráð vísaði erindinu því til skipulagsnefndar, en ekki félagsmálaráðs. Það er að minni tillögu hér sem erindið er afgreitt með fyrirvara um samþykki félagsmálaráðs. Það er fráleitt að gefa það í skyn að skipting á þessari lóð sé yfirlýsing um að ekki verði byggð hjúkrunarheimili í borginni. Verið er að finna lóðir víðs vegar um borgina fyrir væntanleg hjúkrunarheimili. Enda brýnt að hraða uppbyggingu þeirra miðað við það ástand, sem skapast hefur á undanförnum árum í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokksins í þessum mikilvæga málaflokki. Vilji félagsmálaráð nýta allt svæðið undir hjúkrunarheimili þá verður orðið við því. Um það snýst fyrirvari í afgreiðslu skipulagsnefndar".












Guðrún Zoega óskaði bókað:
"Bókun meirihlutans staðfestir, að skipulagsnefnd er að taka fram fyrir hendurnar á félagsmálaráði varðandi stefnumótun í þessum málaflokki. Má furðu sæta að formaður félagsmálaráðs láti sér slík vinnubrögð lynda, ef aftur og aftur gerist það, að félagsmálaráð er hundsað varðandi þessi mál".
Guðrún Ágústsdóttir óskaði bókað:
"Stefnumótun í málefnum aldraðra er að sjálfsögðu í höndum félagsmálaráðs. Um það er ekki ágreiningur. Bókun Guðrúnar Zoega er því óþörf".