Hæðargarður, leikskóli

Skjalnúmer : 9979

14. fundur 1996
Hæðargarður, leikskóli, breytt landnotkun, athugasemdir
Lagðar fram athugasemdir, sem fram komu við auglýsingu á breyttri landnotkun vegna leikskóla við Hæðargarð. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.6.96.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags með 3 atkv. gegn 2 (Guðrún Zoega og Gunnar Jóh. Birgisson á móti) Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd óskuðu bókað: "Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst andstöðu sinni við byggingu leikskóla á þessum stað, m.a. á grundvelli eindreginna mótmæla íbúa hverfisins. Hér með tökum við enn og aftur undir mótmæli íbúanna og ítrekum andstöðu okkar við byggingu leikskóla á þessum stað og fyrirhugaða landnotkunarbreytingu". Fulltrúar Reykjavíkurlistans í skipulagsnefnd vísa til fyrri bókanna sinna varðandi þetta mál.

25. fundur 1995
Hæðargarður, leikskóli, mótmæli
Lagt fram bréf Kennararáðs Breiðagerðisskóla, dags. 27.10.95, og ályktun aðalfundar Foreldrafélags Breiðagerðisskóla frá 25.10.95, þar sem mótmælt er fyrirhugaðri byggingu leikskóla við Hæðargarð. Einnig lagt fram bréf Eddu Óskarsdóttur, Elínar Hannesdóttur, Guðlaugs Ágústssonar og Gunnars Guðnasonar dags. 31.10.95.


17. fundur 1995
Hæðargarður, leikskóli, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4.7.95 á bókun skipulagsnefndar frá 26.6.95 um afmörkun lóðar leikskóla við Hæðargarð.



15. fundur 1995
Hæðargarður, leikskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 16.3.95, um afmörkun lóðar leikskóla við Hæðargarð á lóð Breiðagerðisskóla og breytt mörk grunnskólans. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 12.4.95, athugasemdir íbúa vegna kynningar og greinargerð umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 22.6.95.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. (V.Þ.V. sat hjá).

9. fundur 1995
Hæðargarður, leikskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 16.3.95, um afmörkun lóðar leikskóla við Hæðargarð á lóð Breiðagerðisskóla og breytt mörk grunnskólans. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 12.4.95 og athugasemdir íbúa vegna kynningar.

Frestað. Vísað til skólamálaráðs til umsagnar.

8. fundur 1995
Hæðargarður, leikskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 16.3.95, um afmörkun lóðar leikskóla við Hæðargarð á lóð Breiðagerðisskóla og breytt mörk grunnskólans.

Frestað. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir íbúum í nágrenninu.
Vísað til umhverfismálaráðs.