Hafravatnsvegur

Skjalnúmer : 9973

8. fundur 2000
Hafravatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27. s.m. um breytingu á aðalskipulagi við Hafravatnsveg.


7. fundur 2000
Hafravatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Vegagerðarinnar, dags. 22.12.99, varðandi framkvæmdaleyfi til 1. áfanga Hafravatnsvegar milli Suðurlandsvegar og Úlfarsfellsvegar samkv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. lög nr. 135, 1997 og óverulega breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur til samræmis við áætlað vegstæði Hafravatnsvegar samkv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 08.08.99, úrskurður Skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum, dags. 08.09.99, úrskurður umhverfisráðuneytisins, dags. 10.12.99, skýrsla um um frummat á umhverfisáhrifum, dags. í júní 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.01.00 og uppdr. Borgarskipulags, dags. 07.01.00. Málið var í auglýsingu til 3. mars 2000.
Samþykkt.

2. fundur 2000
Hafravatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um breytingu á aðalskipulagi við Hafravatnsveg.


1">1. fundur 2000
Hafravatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 22.12.99, varðandi framkvæmdaleyfi til 1. áfanga Hafravatnsvegar milli Suðurlandsvegar og Úlfarsfellsvegar samkv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. lög nr. 135, 1997 og óverulega breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur til samræmis við áætlað vegstæði Hafravatnsvegar samkv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 08.08.99, úrskurður Skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum, dags. 08.09.99, úrskurður umhverfisráðuneytisins, dags. 10.12.99, skýrsla um um frummat á umhverfisáhrifum, dags. í júní 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.01.00 og uppdr. Borgarskipulags, dags. 07.01.00.
Samþykkt að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra til að auglýsa breytinguna sem óverulega breytingu á A.R. 1996-2016 sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 73/1997.

8. fundur 1995
Hafravatnsvegur, ný lega
Lagt fram bréf Árna Jónssonar f.h. Hnit hf., dags. 14.3.95, varðandi kynningu á hönnun og legu nýs Hafravatnsvegar m.t.t. mats á umhverfisáhrifum. Einnig lagður fram uppdráttur Hnits hf., dags. í mars 1995.

Samþykkt.