Grandavegur/Framnesvegur

Skjalnúmer : 9960

9. fundur 1998
Grandavegur/Framnesvegur, umferð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.4. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um bílastæði við Grandaveg og stöðvunarskyldu á Aflagranda gagnvart Grandavegi. Borgarráð sendi erindið til lögreglustjóra til kynningar og staðfestingar, sbr. 81. gr. umferðarlaga.


8. fundur 1998
Grandavegur/Framnesvegur, umferð
Lagt fram bréf íbúa við Framnesveg og Grandaveg, dags. 10.03.98, varðandi umferðarvanda í hverfinu og bréf íbúa við Framnesveg 55-68, dags. 10.03.98. Einnig lögð fram tillaga umferðardeildar borgarverkfræðings dags. 31.03.98
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir:
a) 7 bílastæði við Grandaveg að norðanverðu samkv. tillögu umferðardeildar, dags. 3.4.98.
b) Stöðvunarskyldu á Aflagranda gagnvart Grandavegi.
Tillögunni frestað að öðru leyti.


17. fundur 1997
Grandavegur/Framnesvegur, umferð
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 04.09.97, varðandi umferðarúrbætur á Grandavegi með vísan til afgreiðslu borgarráðs, dags. 02.09.97.


15. fundur 1997
Grandavegur/Framnesvegur, umferð
Lagt fram bréf Kristínar A. Árnadóttur, aðstoðarkonu borgarstjóra, dags. 28.04.97, varðandi úrbætur í umferðarmálum á Aflagranda og Grandavegi.
Einnig lagt fram bréf Ólafs Eggertssonar form. húsfélagsins að Grandavegi 47, dags. 26.5.97. Ennfremur lögð fram tillaga umferðardeildar, dags. 4.7.97 um úrbætur í umferðarmálum á Grandavegi og Meistaravöllum.

SKUM samþykkir liði 1 - 5 í tillögu umferðardeildar dags. 4.7. 97. Liðum 6 og 7 í tillögunni er vísað til nánari skoðunar hjá umferðardeild og Borgarskipulagi.