Laugavegur 162

Skjalnúmer : 9947

7. fundur 1995
Laugavegur 162, Þjóðskjalasasfn Íslands
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.3.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.3.95 um Laugaveg 162, Þjóðskjalasafn Íslands.



5. fundur 1995
Laugavegur 162, Þjóðskjalasasfn Íslands
Að beiðni formanns skipulagsnefndar verður málið tekið fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar. Afgreiðslu byggingarnefndar á málinu var frestað á seinasta fundi borgarstjórnar. Árbæjarsafn mun senda álit um málið fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

6. fundur 1995
Laugavegur 162, Þjóðskjalasasfn Íslands
Lagt fram erindi um hækkun húss Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162, sem frestað var á fundi borgarstjórnar 16.2. sl. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 2.3.95.

Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með 3 samhlj. atkv. (Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Jóhann Birgisson sátu hjá):
"Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu, en leggur áherslu á að vandað verði til frágangs og efnisvals m.a. í þakbrúnum og þakklæðningu og að um það verði haft samráð við byggingarfulltrúa".