Vatnagarðar, veitingavagn

Skjalnúmer : 9918

21. fundur 1995
Vatnagarðar, veitingavagn, lóðarumsókn
Lagt fram bréf Haraldar B. Ingólfssonar og Sigurðar Kr. Sigurðssonar, dags. 01.02.95, þar sem óskað er eftir lóð fyrir veitingavagn. Einnig lagt fram bréf sömu aðila, dags. 16.08.95, til Framfarafélagsins í Mjódd og bréf Stefáns Aðalsteinssonar f.h. Framfarafélagsins í Mjódd dags. 07.09.95
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

2. fundur 1995
Vatnagarðar, veitingavagn, lóðarumsókn
Lagt fram bréf Haraldar B. Ingólfssonar og Sigurðar Kr. Sigurðssonar, dags. 15.11.94, þar sem óskað er eftir lóð fyrir veitingavagn í Norður Mjódd eða í Suður Mjódd.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið af eftirgreindum ástæðum:
Samkvæmt skipulagi í Mjódd er sameiginleg lóð afmörkuð fyrir alla verslunarmiðstöðina og sameiginleg bílastæði innan hennar. Utan þessarar heildarlóðar er ekki gert ráð fyrir byggingarlóð á skipulagi né heldur eru fyrirætlanir um breytingar í þá átt, að þar verði reist u.þ.b. 25 m2 hús fyrir "akið-takið" verslun.
Í Suður-Mjódd er gert ráð fyrir lóðum fyrir verslun, þjónustu og stofnanir á aðalskipulagi en samþykkt deiliskipulag liggur ekki fyrir.