Sævarhöfði 2-2A

Skjalnúmer : 9826

26. fundur 1995
Sævarhöfði 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 07.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 06.11.95 um stækkun lóðar að Sævarhöfða 2.



25. fundur 1995
Sævarhöfði 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Ingvars Helgasonar, dags. 11.10.95, varðandi stækkun lóðar Ingvars Helgasonar hf. við Sævarhöfða 2 skv. uppdr. Teiknistofunnar Túngötu 3, dags. 14.02.95. Einnig lagt fram bréf Egils Guðmundssonar, dags. 3.11.95 og uppdr. Péturs Jónssonar, dags. í júlí 1995.
Samþykkt.

1. fundur 1995
Sævarhöfði 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.12.94 um lóðarstækkun að Sævarhöfða 2.



25. fundur 1994
Sævarhöfði 2, lóðarstækkun
Lagt fram erindi Júlíusar V. Ingvarssonar f.h. Ingvars Helgasonar h.f.dags. 30.11.1994, varðandi ósk um að stækka lóðina nr 2 við Sævarhöfða um 2 metra til vesturs alls 315 m2 og breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni. Einnig lagðir fram uppdrættir teiknistofunnar Túngötu 3, dags.26.11.1994 og bréf Júlíusar V. Ingvarssonar, dags. 2.12.94.
Samþykkt.

21. fundur 1994
Sævarhöfði 2, sameining lóða og nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.09.94 á bókun skipulagsnefndar frá 26.09.1994 um sameiningu lóða og nýbyggingu að Sævarhöfða 2.



20. fundur 1994
Sævarhöfði 2, sameining lóða og nýbygging
Lagt fram erindi Júlíusar V. Ingvarssonar f.h. Ingvars Helgasonar h.f., varðandi ósk um að sameina lóðirnar 2 og 2a við Sævarhöfða. Einnig er óskað eftir að fá að byggja nýbyggingu á lóðinni ca. 3000 m2 að stærð.

Samþykkt.
Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að kanna hvort unnt er að fella niður eina aðkeyrslu að lóðinni frá Sævarhöfða.