Kleppsvegur 2-6

Skjalnúmer : 9774

6. fundur 1995
Kleppsvegur 2-6 og 8-16, lóðamál
Lagt fram að nýju bréf Húsfélaganna Kleppsvegi 2-6 og 8-16, dags. 3.6.94, þar sem íbúar vilja afsala sér eignarrétti til borgarinnar á hluta lóðanna (milli 6 og 8, þar sem á hvílir kvöð um umferð og lagnir). Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 28.2.95.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd mælir ekki með að Reykjavíkurborg yfirtaki 5 m breiða spildu milli húsanna, sem nú tilheyrir viðkomandi lóðum. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur fallist á að aflétta kvöð um innkeyrslu þarna en kvöð jarðstrengjalagna yrði óbreytt. Ekkert er því til fyrirstöðu nú að loka innkeyrsluleiðinni milli húsanna. Óski húsfélögin á hinn bóginn að halda innkeyrslu þessari í notkun verður frágangur og viðhald að vera á kostnað húsfélaganna".


16. fundur 1994
Kleppsvegur 2-6 og 8-16, lóðamál
Lagt fram bréf Húsfélaganna Kleppsvegi 2-6 og 8-16, dags. 3.6.94, þar sem íbúar vilja afsala sér eignarrétti til borgarinnar á hluta lóðanna (milli 6 og 8, þar sem á hvílir kvöð um umferð og lagnir).

Vísað til afgreiðslu gatnamálastjóra.