Hálsahverfi

Skjalnúmer : 9773

14. fundur 1999
Hálsahverfi, merkingar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda tillögu.
Samþykkt. "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að láta endurbæta merkingar við Vesturlandsveg og aðkomu að athafnasvæði í Hálsahverfi. Jafnframt samþykkir nefndin að fela Borgarskipulagi og umferðardeild borgarverkfræðings að gera tillögur um umferðarleiðir frá Hálsahverfi inn á Vesturlandsveg til austurs."
Samþykkt.


2. fundur 1995
Hálsahverfi, skipulag og skilmálar
Lagt fram skipulag og tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, að skilmálum fyrir Hálsahverfi, dags. 12.1.95.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að skilmálum með lítilsháttar breytingum. Vísað til byggingarnefndar og umhverfismálaráðs.

20. fundur 1994
Hálsahverfi, stækkun á athafnasvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6.9.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 05.09.1994 um stækkun athafnasvæðis í Hálsahverfi.



19. fundur 1994
Hálsahverfi, stækkun á athafnasvæði
Lögð fram tillaga Einars V .Tryggvasonar, dags. 2.9.94, um stækkun á athafnasvæði í austur að Suðurlandsvegi.

Samþykkt.

16. fundur 1994
Hálsahverfi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, um deiliskipulag athafnasvæðis austan Tunguhálsar, dags. 7.7.94.

Nefndin samþykkir tillöguna til áframhaldandi vinnu.