Borgir án bíla

Skjalnúmer : 9760

18. fundur 1996
Bíla má hvíla, fækkun einkabílanotkunar borgarstarfsmanna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.8.96, varðandi gerð könnunar á umferðarmáta borgarstarfsmanna og hvort mögulegar séu aðgerðir til hvatningar á fækkun einkabílanotkunar þeirra.

Ingibjörg Guðlaugsdóttir kynnti framvindu bíllausa dagsins 22. ágúst 1996.

4. fundur 1997
Bíla má hvíla,
Lögð fram skýrsla verkefnishóps um "Bíla má hvíla", "Cars can be left at home", dags. í janúar 1997.



4. fundur 1997
Bíla má hvíla,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.01.97 um áframhaldandi vinnu við verkefndið "Bíla má hvíla".
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að í tengslum við átakið "Bíla má hvíla" verði frítt í strætó sama dag og átakið fer fram. Lítill árangur varð af sams konar átaki á s.l. ári. Líklegt er að öllu meiri árangur náist ef borgarbúum verði boðið upp á fríar ferðir með strætó sem lið í átakinu".
Borgarráð samþykkti að vísa tilllögunni til Borgarskipulags til athugunar við undirbúning í tengslum við hvíldardag bílsins.


2. fundur 1997
Bíla má hvíla,
Lögð fram tillaga að framhaldi verkefnisins Bíla má hvíla.

Áframhaldandi vinnsla verkefnisins samþykkt.

1. fundur 1997
Bíla má hvíla,
Lögð fram skýrsla verkefnisstjórnar um verkefnið "Hvíldardagur bílsins í Reykjavík 1996", dags. í des. 1996.

Nefndin felur Borgarskipulagi að leggja tillögur fyrir nefndina um framhald verkefnisins.

20. fundur 1996
Bíla má hvíla,
Skýrsla með niðurstöðum úr könnun á viðhorfi og þátttöku í hvíldardegi bílsins þ. 22. ágúst s.l. lögð fram og kynnt. Jafnframt sagt frá niðurstöðum umferðartalninga í tengslum við daginn.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: Skipulagsnefnd vill lýsa yfir ánægju sinni með verkefnið um hvíldardag bílsins þ. 22. ágúst 1996 með yfirskriftinni "Bíla má hvíla". Nefndin leggur til að hvíldardagur bílsins verði haldinn árlega og dagsetning hans og undirbúningur miðaður við að nemendur á öllum skólastigum geti tekið virkan þátt í verkefninu.

17. fundur 1996
Bíla má hvíla, bíllaus dagur í Reykjavík
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Borgarskipulagi kynnti undirbúning að "bíllausum degi" 22. ágúst n.k. í Reykjavík.



22. fundur 1994
Bíla má hvíla,
Lagt fram bréf sendiráðs Íslands í Brussel, dags. 11.10.94, í samræmi við bókun skipulagsnefndar 8. ágúst sl. varðandi aðild Reykjavíkurborgar að "Car Free Cities Club".



17. fundur 1994
Bíla má hvíla, kynning
Kynnt aðild Reykjavíkurborgar að samtökunum "Car Free Cities Club" og starfsemi þeirra. Ennfremur lagðir fram minnispunktar frá ráðstefnu, sem haldin var í Oxford í júlí sl. um hvernig megi draga úr notkun einkabílsins.

Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir kynnti. Borgarskipulagi falið að kanna hvernig hagar til um aðild Reykjavíkurborgar að samtökunum m.a. hvað varðar gjöld og styrki.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri ósk um að gerð verði úttekt á því hvar umferðarhávaði fer yfir leyfileg mörk í borginni sbr. ákvæði laga og reglugerða þar að lútandi.