Miklabraut, breikkun frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi

Skjalnúmer : 9725

11. fundur 1997
Miklabraut, fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd lögðu fram svofellda fyrirspurn:

"Undanfarið hefur verið lögð mikil vinna í tillögugerð til lausnar á umferðarvandamálum á Miklubraut. Lagðar hafa verið fram í skipulagsnefnd þrjár tillögur til lausnar þessum vanda. Meirihlutinn hefur valið eina þessara tillagna og sett inn sem hluta af tillögu að aðalskipulagi og þar með hafnað hugmynd stokk frá Stakkahlíð að Miklatorgi. Eftir mikil mótmæli frá íbúum við Miklubraut hefur komið fram hjá formanni skipulags- og umferðarnefndar að hér sé aðeins um 1. áfanga aðgerða að ræða. Fyrirspurn er því hvort þetta sé rétt skilið og hverjir séu þá næstu áfangar".
Formaður lagði fram svohljóðandi svar.
"Þegar hugmyndir um stokk undir Miklubraut hafa verið kynntar í borgarkerfinu hefur jafnframt verið útstkýrt að öll hönnun miði að því að hægt verði að lengja göngin að Stakkahlíð og þess vegna mun lengra í austur. Jafnframt er minnt á að í fyrsta sinn er nú fjármagn, að upphæð kr. 20 millj., á fjárhagsáætlun borgarinnar sérstaklega í aðgerðir til að minnka hljóð- og loftmengun í íbúðahverfum borgarinnar. Þar þarf að leggja áherslu á íbúðir sem nú búa við erfiðastar aðstæður hvað þetta varðar".


10. fundur 1997
Miklabraut, stokkur
Lögð fram til kynningar gögn um undirgöng á Miklubraut frá Reykjahlíð að Snorrabraut, dags. í maí 1997.




7. fundur 1997
Miklabraut, mengun
Lagt fram bréf Odds R, Hjartarsonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11.03.97, varðandi umsögn um hávaða- og mengunarkafla í skýrslu um skipulag Miklubrautar.

Nefndin mun fjalla nánar um hávaða- og loftmengun á næsta fundi.

26. fundur 1996
Miklabraut, stokkur
Stefán Finnsson, umferðardeild Borgarverkfræðings, Örn Sigurðsson, Verkfræðist. Sigurðar Thoroddsen og Yngvi Þór Loftsson, Landmótun kynntu umferðar- og deiliskipulag Miklubrautar milli Snorrabrautar og Sæbrautar.

23. fundur 1996
Miklabraut, skipulag
Kynning. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 23.10.96, varðandi útfærslu Miklubrautar frá Hringbraut að Sæbraut.

Borgarverkfræðingur, Stefán Finnsson frá umferðardeild og Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt, kynntu mismundandi kosti útfærslu.

15. fundur 1996
Miklabraut, fjölgun akbrauta
Lagðar fram tillögur borgarverkfræðings dags. 03.07'96 um breikkum akbrauta Miklubrautar.

Samþykkt, enda geti akrein nýst sem sér akrein fyrir almenningsvagna í framtíðinni.

8. fundur 1996
Miklabraut, göngutengsl
Kynntar tillögur að göngutengslum yfir/undir Miklubraut austan Réttarholtsvegar.

Skipulagsnefnd fellst á að unnið verði áfram að hönnun brúar næst Réttarholtsvegi á þeim tillögum, sem kynntar hafa verið. Málinu frestað að öðru leyti.

4. fundur 1996
Miklabraut, drög að forsögn.
Lögð fram drög að forsögn að skipulagsvinnu vegna Miklubrautar frá Elliðaám að Snorrabraut, dags. 26.2.'96.

Samþykkt.

22. fundur 1994
Miklabraut, mengun
Lögð fram fundargerð fundar, sem haldinn var 5.10. s.l. til að kynna íbúum tillögur um aðgerðir til að draga úr áhrifum umferðar á íbúðabyggð við Miklubraut á milli Snorrabrautar og Stakkahlíðar.



21. fundur 1994
Miklabraut, skipulag
Lagt fram afrit af bréfi borgarverkfræðings til borgarráðs, dags. 19.9.94, ásamt fylgiskjölum, varðandi aðgerðir til að draga úr áhrifum umferðar á íbúðabyggð við Miklubraut á milli Snorrabrautar og Stakkahlíðar.

Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur, kom á fundinn og kynnti málið.

12. fundur 1994
Miklabraut, skipulag
Lagt fram afrit af bréfi íbúa við Miklubraut til borgarráðs, dags. 8.3.94, varðandi hávaða- og loftmengun vegna umferðar um Miklubraut.

Vísað til umsagnar Borgarskipulags og borgarverkfræðings.