Dunhagi 5

Skjalnúmer : 9697

20. fundur 1997
Dunhagi 5, nýbygging
Lagt fram bréf Ormars Þórs Guðmundssonar, dags. 01.10.97, varðandi Tæknigarð 2, nýbyggingu Endurmenntunarstofnunar og Tölvuskorar H.Í., samkv. uppdr, Arkitektastofunnar, Borgartúni 17, dags. 01.10.97.
Samþykkt, enda kynni byggingarnefnd málið fyrir nágrönnum.

14. fundur 1994
Dunhagi 5, nýbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.05.94 á bókun skipulagsnefndar frá 02.05.1994 um nýbyggingu við Dunhaga.



10. fundur 1994
Dunhagi 5, nýbygging
Lagt fram bréf formanns stjórnar Tæknigarðs hf., dags. 29.4.94, varðandi nýbyggingu 2. áfanga Tæknigarðs við Dunahaga 5, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar sf., dags. 15.10.93. Ennfremur lögð fram greinargerð vegna áforma um nýbyggingu við Tæknigarð, dags. 31.1.94, og greinargerð um skipulag Háskólasvæðis og nágrennis vestan Suðurgötu.
Skipulagsnefnd fellst á erindið fyrir sitt leyti og felur Borgarskipulagi að kynna málið fyrir næstu nágrönnum.