Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði

Skjalnúmer : 9643

9. fundur 2000
Klettasvæði, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. apríl 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27. f.m. um Klettasvæði, breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur.


7. fundur 2000
Klettasvæði, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Borgarskipulags, dags. 10.12.99 ásamt umsögn, dags.11.12.99, um breytingu á A.R. á Skarfagarði og Skarfabakka. Málið var í auglýsingu frá 26. jan. til 23. febr., athugasemdafrestur var til 10. mars 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

1. fundur 2000
Klettasvæði, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um Klettasvæði, breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur og auglýsingu þar um.


26. fundur 1999
Klettasvæði, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagður fram uppdráttur Borgarskipulags, dags. 10.12.99 ásamt umsögn, dags.11.12.99, um breytingu á A.R. á Skarfagarði og Skarfabakka.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á A.R. 1996-2016.

23. fundur 1999
Klettasvæði, br. á deiliskipulagi og br. á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um Klettasvæði, breytingu á deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur.


22. fundur 1999
Klettasvæði, br. á deiliskipulagi og br. á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12.5.99 og 15.05.99, varðandi tillögu að skipulagi á Klettasvæði, samkv. uppdr. og greinargerð Gunnars og Reynis arkitekta, dags. 11.5.99, br. 14.7.99 ásamt greinargerð, dags. maí 1998 og tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Málið var í auglýsingu frá 25. ágúst til 22. sept., athugasemdafrestur var til 6. október 1999. Lagt fram athugasemdabréf frá 4 aðilum, dags. 05.10.99, Náttúruverndar ríkisins, dags. 23.09.99, Hafnarstjóra, dags. 22.09.99, Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 23.09.99, Olíuverslunar Íslands hf, dags. 29.09.99, Kassagerðar Reykjavíkur, dags. 01.10.99.
Svarbréf umferðardeildar, dags. 16.02.98, Almennu verkfræðistofunnar, dags. 29.04.98, úrtak úr greinargerð Gunnars Inga Ragnarssonar verkfr., dags. 15.07.97, Borgarskipulags, dags. 20.10.99, Reykjavíkurhafnar, dags. 20.10.99, Reykjavíkurhafnar 14.10.99 og samantekt Borgarskipulags á athugasemdum og svör við þeim, dags. 21.10.99, lagfært 25.10.99.
Samþykkt að breyta Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 í samræmi við framanlagða tillögu. Deiliskipulagstillagan samþykkt með þeim breytingum að lóðirnar að Köllunarklettsvegi 2 og 3-5 eru stækkaðar í samræmi við tillögu Reykjavíkurhafnar dags. 15.10.99. og 22.10.99.

17. fundur 1999
Klettasvæði, br. á deiliskipulagi og br. á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. júlí 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um tillögu að skipulagi á Klettasvæði.


16. fundur 1999
Klettasvæði, br. á deiliskipulagi og br. á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12.5.99 og 15.05.99, varðandi tillögu að skipulagi á Klettasvæði, samkv. uppdr. og greinargerð Gunnars og Reynis arkitekta, dags. 11.5.99, br. 14.7.99 ásamt greinargerð, dags. maí 1998.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulagstillaga.

4. fundur 1995
Klettasvæði, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 23.1.95 um skipulag Klettasvæðis.



3. fundur 1995
Klettasvæði, skipulag
Lagðar fram tillöguteikningar tæknideildar Reykjavíkurhafnar að afmörkuðu svæði á Klettasvæði, dags. 9.1.95, ásamt samþykkt hafnarstjórnar frá 11.1.95. Jón Þorvaldsson frá Reykjavíkurhöfn kom á fundinn og kynnti málið.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguuppdrátt, dags. 9.1.95.

14. fundur 1994
Klettasvæði, skipulag
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.05.94 á bókun skipulagsnefndar frá 07.03.1994 um skipulag við Klettshöfn.



6. fundur 1994
Klettasvæði, skipulag
Lagt fram bréf hafnarstjóra f.h. hafnarstjórnar, dags. 2.2.94, um umferð, landnotkun, gönguleiður og umhverfi á athafnasvæði hafnarinnar í Klettshöfn.
Fulltrúi Reykjavíkurhafnar kynnir tillögurnar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögurnar í meginatriðum. Vísað til kynningar í umhverfismálaráði.