Lágmúli

Skjalnúmer : 9583

14. fundur 1997
Lágmúli, bílastæðalóð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarrráðs um samþykkt borgarráðs10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um bílastæðalóð við Lágmúla.


12. fundur 1997
Lágmúli, bílastæðalóð
Lagt fram bréf Sigurðar E. Arnórssonar, dags. 10.05.97, varðandi bílastæðalóð á lóðarmörkum Lágmúla 4 með innkeyrslu frá Lágmúla ásamt bréfi sama aðila dags. 23.01.97 f.h. formanna húsfélaganna í Lágmúla 4,5,7 og 9. Einnig lagt fram bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 06.03.97 ásamt uppdrætti Borgarskipulags dags. 06.06.97.
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
"Skipulags- og umferðarnefnd fellst á afmörkun sérstakrar bílastæðalóðar fyrir húsfélögin að Lágmúla 4, 5, 7 og 9 við norðurmörk lóðarinnar nr. 4 við Lágmúla sbr. framlögð gögn. Nánari útfærsla skal unnin í samráði við Borgarskipulag og garðyrkjustjóra. Allur kostnaður við gerð bílastæða og frágangur að landi verði á kostnað lóðarhafa. Gengið verði frá eignaskiptasamningum samhliða lóðarsamningi."