Ferlimál fatlaðra

Skjalnúmer : 9513

11. fundur 1998
Ferlimál fatlaðra,
Kynnt staða og framhald vinnu vegna könnunar á aðgengi fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Jafnframt lögð fram skýrsla nr. IV um viðfangsefnið, dags. í maí 1998.
Vísað til kynningar í borgarráði.
Skipulags- og umferðarnefnd mun leggja áherslu á í allri sinni vinnu m.a. við ný byggingarsvæði að Reykjavík geti orðið fyrirmyndarborg í aðgengismálum fatlaðra árið 2000. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þessa IV. skýrslu ferlinefndarinnar sem unnin er af byggingardeild borgarverkfræðings í Reykjavík og þakkar hennar mikilvægu störf sem engan veginn er þó lokið.


8. fundur 1997
Ferlimál fatlaðra, P-merki
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 26.03.97, varðandi bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.03.97 um P-merki og ferlimál fatlaðra. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs.



6. fundur 1997
Ferlimál fatlaðra, P-merki
Lagt fram bréf Sigurrósar M. Sigurjónsdóttur, f.h. Sjálfsbjargar, varðandi P-merki og ferlimál fatlaðra í borginni. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.03.97.

Vísað til borgarráðs með tillögu um að fatlaðir fái endurgjaldslaust að leggja bílum við stöðumæla. Ennfremur vísað til gatnamálastjóra og Ferlinefndar fatlaðra.

23. fundur 1996
Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 15.10.96.
Borgarráð samþykkir að árlega verði 15 mkr. varið sérstklega til þeirra úrbóta sem bent er á í skýrslunni. Verði kostnaður bókfærður með fyrirfram áætluðu viðhaldi fasteigna en eyrnamerktur sérstaklega. Stjórnendur stofnana skulu árlega sækja um endurbætur og skal byggingadeild borgarverkfræðings forgangsraða verkefnum í samræmi við skýrsluna og áætla kostnað. Við undirbúning og útfærslu á almennu viðhaldi fasteigna skal jafnframt tekið tillit til þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslunni. Á sama hátt skal tekið tillit til þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslunni. Á sama hátt skal taka mið af skýrslunni þegar ný mannvirki eru reist á vegum borgarinnar.


20. fundur 1996
Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lögð fram og kynnt skýrslan Aðgengi fatlaðra hjá Reykjavíkurborg-III, dags. í september 1996.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða svohljóðandi bókun: Skipulagsnefnd leggur til við Borgarráð Reykjavíkur að stjórnendur stofnana geri ráð fyrir að bæta aðgengi fatlaðra í samræmi við ábendingar og forgangsröðun sem fram kemur í skýrslu Ferlinefndar Reykjavíkur frá september 1996. Í þessu felst að sérstök fjárupphæð á fjárhagsáætlun hverrar stofnunar 1997 - 2001 verði merkt bættu aðgengi fatlaðra þannig að eftir fimm ár verði úrbótum lokið. Þessi áætlun verði yfirfarin árlega af byggingardeild borgarverkfræðings til þess að sjá hvernig miði með úrbætur.
Þessi bókun er í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar frá 11. des. 1995 og samþykkt borgarráðs frá 09. jan. 1996.


2. fundur 1996
Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.1.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.1.96 um bætt aðgengi fatlaðra að stofnunum borgarinnar.



1. fundur 1996
Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lagt fram að nýju bréf Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, f.h. Ferlinefndar Reykjavíkur, dags. 11.12.1995, ásamt skýrslum um niðurstöður könnunar á vegum nefndarinnar sumarið 1995, dags. í desember 1995, um aðgengi fatlaðra á stofnunum Reykjavíkurborgar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd vill lýsa ánægju sinni með könnun sem gerð var á vegum Ferlinefndar Reykjavíkur á aðgengi fatlaðra hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og telur að hér sé um tímamótaverk að ræða. Nefndin leggur til við borgarráð Reykjavíkur að Ferlinefnd forgangsraði verkefnum um hvernig hægt sé að bæta aðgengi á næstu 5 árum hjá stofnunum og forgangsraði einnig úrbótum. Þannig muni könnunin koma að fullum notum fyrir fatlaða og aðra, s.s. aldraða. Jafnframt telur skipulagsnefnd rétt að að borgarráð feli Ferlinefnd að gera tillögu um hvernig skuli staðið að ferlimálum, þannig að tryggt sé aðgengi fatlaðra og annarra að nýbyggingum borgarinnar".


28. fundur 1995
Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lagt fram bréf Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, f.h. Ferlinefndar Reykjavíkur, dags. 11.12.1995, ásamt skýrslum um niðurstöður könnunar á vegum nefndarinnar sumarið 1995, dags. í desember 1995, um aðgengi fatlaðra á stofnunum Reykjavíkurborgar.

Frestað.