Skólavörðustígur 16

Skjalnúmer : 9503

7. fundur 1994
Skólavörðustígur 16 og 16A, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um afgreiðslu borgarráðs 1.3.94 á bókun skipulagsnefndar frá 07.02.1994 um nýbyggingu að Skólavörðustíg 16A.
Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að sjá um grenndarkynningu vegna nýbyggingarinnar, auk þess nái hún til húsa norðan Skólavörðustígs.


2. fundur 1994
Skólavörðustígur 16 og 16A, nýbygging
Lagt fram erindi Gunnars Rósinkranz um nýbyggingu á lóðinni skólavörðustígur 16A, samkv. uppdr. Arkþings, dags. 18.1.94.

Frestað.
Athuga bílastæði og tengingu þakhæðar við aðliggjandi hús.


3. fundur 1994
Skólavörðustígur 16 og 16A, nýbygging
Lagt fram bréf Gunnars Rósinkranz f.h. Gerpis s.f., dags. 24.1.94, um nýbyggingu á lóðinni Skólavörðustígur 16A, samkv. uppdr. Arkþings, dags. 3.2.94.

Samþykkt með 4 atkv. gegn 1 (G.J. á móti). G.J. óskaði bókað: "Vegghæð hússins er of mikil, þar með verður meiri skuggamyndun á svæðinu en æskilegt getur talist. Þá er íbúðarfjöldinn of mikill, sem m.a. kemur fram í því að bílastæði eru þröng og leikaðstaða ófullnægjandi. Hefði ég talið að fækka ætti íbúðum úr 8 í 6 og lækka þakbrúnina - Það þýðir ekki að fjölga íbúðum í gamla bænum án þess að huga samtímis að því, hvaða aðstaða íbúum er sköpuð til útivistar og er þá sérstaklega átt við nærleiksvæði fyrir börn".