Alþingisreitur

Skjalnúmer : 9486

25. fundur 1998
Alþingisreitur, þjónustuskáli
Lagðir fram og kynntir uppdrættir Sigurðar Einarssonar, ark. dags. 4.11.98 að þjónustuskála við Alþingi
Nefndin gerir ekki athugasemd við málið.

25. fundur 1998
Alþingisreitur, þjónustuskáli, br. á byggingarreit
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. f.m. um breytingu á Alþingisreit.


23. fundur 1998
Alþingisreitur, þjónustuskáli, br. á byggingarreit
Lögð fram frumdrög að greinargerð Batterísins, dags. 24.09.98, varðandi byggingu þjónustuskála fyrir Alþingi, samkv. uppdr. sama, dags. 24.09.98, ásamt breyttum byggingarreit.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

15. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.06.98 á bókun skipulagsnefndar frá 29.06.98 um deiliskipulag Alþingisreits. Borgarráð samþykkti erindið með fyrirvara um að lausn náist um bílastæðamál á svæðinu.


14. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju erindi Alþingis og Oddfellow dags. 27.05.97 og 01.08.97 ásamt tillögu teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141, dags. 19.3.98 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, líkani og eldri gögnum. Einnig lögð fram yfirlýsing Alþingis um útfærslu á nýbyggingum á reitnum, dags. 23.3.98. Ennfremur lögð fram bréf Elíasar Mar, mótt. 12.05.98 og bréf form. hússtjórnar Oddfellowhússins, dags. 06.05.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 19.06.98. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 22.06.98 og bréf reksrar- og fjármálastj. Alþingis, dags. 26.6.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags dags., 19.6.98, um þær athugasemdir sem bárust í kjölfar auglýsingar á breyttu skipulagi Alþingisreits. Ennfremur samþykkir nefndin samhljóða svofellda bókun:
#Samþykkt nefndarinnar á deiliskipulagstillögunni er gerð með fyrirvara um staðsetningu bílastæða fyrir fatlaða sem sýnd eru á tillögu, dags. 19.03.98 og verði fjallað um þau nánar við athugun á heildarlausn bílastæða.
Skipulags- og umferðarnefnd vekur athygli á þeim möguleika að Oddfellowhúsið verði fært nær upphaflegu útliti og þakhæðin fjarlægð. Með því yfirbragði er Oddfellowhúsið verðugur nágranni Alþingishúss og Ráðhúss og um leið stækkunarmöguleiki. Vísað er einnig til bókunar nefndarinnar frá fundi skipulags- og umferðarnefndar 23.03.98 og undirstrikað að gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg og Alþingi vinni áfram að athugun á að leysa bílastæðamál á svæðinu. Einnig vísar nefndin til yfirlýsingar Alþingis um útfærslu á nýbyggingum á reitnum, dags. 23.03.98.#


8. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.03.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um auglýsingu deiliskipulagsins. Borgarráð samþykkti að heimila auglýsingu, en gerir fyrirvara um frekari athugun á lausn bílastæðamála.


13. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju erindi Alþingis og Oddfellow dags. 27.05.97 og 01.08.97 ásamt tillögu teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141, dags. 22.1.98, breytt 20.03.98 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, líkani og eldri gögnum. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns varðandi fornleifar á Alþingisreit dags. 20.3. 98 og yfirlýsing Alþingis um útfærslu á nýbyggingum á reitnum, dags. 23.3.98. Ennfremur lögð fram bréf Elíasar Mar, mótt. 12.05.98 og bréf form. hússtjórnar Oddfellowhússins, dags. 06.05.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 19.06.98. Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags., 22.06.98.
Frestað að ósk minnihluta nefndarmanna

7. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju erindi Alþingis og Oddfellow dags. 27.05.97 og 01.08.97 ásamt tillögu teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141, dags. 22.1.98, breytt 20.03.98 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, líkani og eldri gögnum. Ennfremur lögð fram umsögn Árbæjarsafns varðandi fornleifar á Alþingisreit dags. 20.3. 98 og yfirlýsing Alþingis um útfærslu á nýbyggingum á reitnum, dags. 23.3.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að gerðar verði nokkrar orðalagsbreytingar í greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Ennfremur samþykkti nefndin svofellda bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd ítrekar skoðun sína á mikilvægi þess að Oddfellowhúsið verði fært nær upphaflegu útliti og þakhæðin fjarlægð. Með því yfirbragði er Oddfellowhúsið verðugur nágranni Alþingishússins og Ráðhúss og um leið framtíðar stækkunarmöguleiki fyrir starfsemi Alþingis. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fullnægja kröfu um stæði fyrir hverja 50m² í nýbyggingum á reitnum. Í forsögn að samkeppni um uppbyggingu Alþingis 1986 var gert ráð fyrir að uppfylla bílastæðakröfur fyrir allar byggingar á reitnum. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg og Alþingi vinni áfram að athugun á að leysa bílastæðamál á svæðinu. Nefndin samþykkir samhljóða að leggja til við borgarráð að deiliskipulagstillagan verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 73/1997".
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað. "Þótt ég fallist á að tillagan verði kynnt vil ég koma á framfæri eftirfarandi: 1. Greinargerð þarf að stilla skýrar upp varðandi ýmis efnisatriði. T.d. er nauðsynlegt að stilla upp forsendukafla þar sem fram kemur rýmisþörf (þarfagreining). Orðalagasbreytingar eru einnig víða nauðsynlegar. 2. Málefni Oddfellow. Miðað við fyrirliggjandi samþ. borgarráðs frá 7.3.95. um málefni Oddfellow þá tel ég rétt að fylgja þeirri samþykkt eftir sérstaklega áður en deiliskipulagið er samþykkt. Taka þarf upp viðræður við Oddfellfow um möguleika áþví að lækka Oddfellow-húsið um eina hæð í framtíðinni gegn því að tryggður verði byggingarréttur til vesturs. Til þess að sá möguleiki skapist er lagt til að hús Skúla Thoroddsen verði flutt yfir í Kirkjustræti og þar verði sköpuð falleg götumynd gamalla húsa sem tengist vel göumynd Aðalstrætis. 3. Byggingarreitir og byggingarmagn. Byggingarreitur á vesturhluta v/Vonarstræti er of nálægt götunni. Hann þarf að draga til baka um ca. 3 metra. Sama á við um byggingarreit v/Kirkjustræti sem breytist ef Skúlahúsið er flutt. Ég tel byggingarmagn nýbygginga of mikið og mun athuga það mál nánar þegar greinargerð hefur verið endurbætt. Ég áskil mér rétt til frekari athugasemda eftir að auglýsingafresti lýkur.
Svarbókun meirihluta: "Varðandi bókun G.J. þá fellst nefndin á að beina þeim tilmælum skipulagshöfunda að gera orðalagsbreytingar á greinargerð. Varðandi flutning húss Skúla Thoroddsen að Vonarstræti 12 þá er það skoðun okkar við nánari athugun að það sé betur komið á upprunalegum stað, skiptir þá ekki síst máli samspil þess við gamalt hús á lóð Vonarstrætis 8".


4. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141, dags. 22.1.98, breytt 06.02.98, ásamt greinargerð, skýringarmyndum og eldri gögnum.
Formaður lagði fram svofellda tillögu að bókun:
"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að auglýsa breytingu á staðfestu deiliskipulagi Kvosarinnar á Alþingisreit. Öll nánari útfærsla á byggingum skal unnin í samráði við Borgarskipulag, embætti byggingarfulltrúa og borgarminjavörð og lögð fyrir SKUM að nýju og kynnt áður en málið kemur til umfjöllunar í byggingarnefnd, enda er lögð rík áhersla á að við nánari útfærslu nýbygginga sé gætt sérstaks tillits við þau hús sem fyrir eru hvað varðar staðsetningu, hlutföll og efnisval."
Frestað.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað. "Við höfum áður samþykkt þingmannaskála og tengingu við Alþingishús. Við teljum að til að styrkja tengsl Alþingisgarðs og Alþingishúss og skála eigi að fjarlægja vesturvegg garðsins og endurhlaða hann ekki. Með þeirri breytingu getum við samþykkt eystri hluta reitsins. Að öðru leyti þarf að vinna skipulag reitsins betur, þar sem hér er um einn mikilvægasta reit borgarinnar að ræða. Þar þarf, m.a. að sýna nánar yfirbragð byggðarinnar. Sýna þarf betur samspil á milli Ráðhúss og nýbygginga á reitnum og sýna þarf fram á hvernig koma má bílastæðum fyrir og koma þarf fram hvaða kröfur eru gerðar um fjölda bílastæða. Við lýsum ánægju með að endanlega skuli hafa verið fallið frá byggingu 30 m langs tengigangs á 2. hæð, svokallaðs "þingmannarörs"."
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: "Mín skoðun er sú að deiliskipulagstillagan sé ekki nægilega vel útfærð og markviss. Nauðsynlegt er að kveða miklu skýrar að orði varðandi þann rétt sem deiliskipulagið felur í sér. Ég er sammmála minnihlutanum í því að nauðsynlegt er að gera nánar grein fyrir samspili Alþingishúss, þingmannaskála og garðsvæðisins (Alþingishússgarðs og ræmu við við þingmannaskála). Þá vil ég taka undir aðra efnisþætti sem fram koma í bókun minnihlutans. Að auki vísa ég í fyrri bókanir mína varðandi þetta mál".
Margrét Sæmundsdóttir vísaði til bókunar sinnar á fundi nefndarinnar 2. febrúar s.l.
Bókun formanns skipulags- og umferðarnefndar: "Deiliskipulagstillaga sú sem hér er til umfjöllunar uppfyllir öll lagaskilyrði skv. nýjum lögum sem gildi tóku hinn 1. jan. s.l. Ekki er rétt á þessu stigi máls að sýna útlit nýbygginga sem ekki er búið að hanna og ekki á að byggja á næstunni. Það kæmi til greina, ef Alþingi kýs svo, að halda samkeppni um nýbyggingu á vestari hluta reitsins innan ramma nýs deiliskipulags. Varðandi bílastæði þá kemur fram að sýnt er fram á eitt bílastæði á hverja 65m2 á lóðum Alþingis og ljóst er að þau rúmast vel neðanjarðar ásamt 20 stæðum sem sýnd eru ofanjarðar. SKUM hefur bókað þá skoðun sína að leitast skuli við að fjölga bílastæðum í bílakjallara enn frekar. Nákvæmara fyrirkomulag bílastæða neðanjarðar helst í hendur við uppbyggingu á lóðinni."


3. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141. dags. 22.1.98 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og eldri gögnum.
Margrét Sæmundsdóttir óskaði bókað:
"Ég er sammála hugmyndum hönnuða um létta glerbyggingu/tengingu við þingmannaskála til vesturs og þá hugmyndafræði sem hún er byggð á."
Frestað.


2. fundur 1998
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141. dags. 22.1.98 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og eldri gögnum.
Frestað.
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað:
"Ég óska eftir frestun:
Frestunin verði nýtt til þess að semja greinargerð þar sem sagt verði frá þeirri forsögn sem nú liggur fyrir. Þá komi einnig fram í þeirri greinargerð þær vangaveltur sem nefndarmenn hafa sett fram um ýmsa þætti. Eitt af því sem vantar í markmiðssetningu er hlutverk útivistarsvæðisins eða garðsins á milli húsanna. Núverandi Alþingishús og garður myndar órofaheild. Það þurfa nýbyggingar og ný garðsvæði einnig að gera. Greinargerðir Alþingis og fyrri tillögur um þetta mál þurfa að liggja frammi á meðan á kynningu stendur. Þá endurflyt ég bókun mína frá síðasta fundi."


24. fundur 1997
Alþingisreitur, deiliskipulag
.Lagt fram að nýju bréf Sigurðar Einarssonar arkitekts, dags. 27.05.97, vegna skipulags Alþingisreits, ásamt greinargerð Batterísins, dags. 11.11.97, breytt 05.12.97 og uppdr. og líkani sama aðila, dags. 26.05.97, breytt síðast 21.11.97. Einnig lögð fram umsögn borgarminjavarðar, dags. 21.11.97, bókun umhverfismálaráðs frá 26.11.97, ásamt bókun Húsfriðunarnefndar, dags. 01.12.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
"Skipulags- og umferðarnefnd fagnar því að sjá tillögu að uppbyggingu á Alþingisreit þar sem Kirkjustræti 8 fær að standa. Nefndin getur fallist á staðsetningu þingmannaskála og tengingu hans við Alþingishús ásamt aðkomu að neðanjarðarbílastæðum sunnan Alþingisgarðs. Óskað er eftir að tenging þingmannaskála til vesturs að eldri byggingum við Kirkjustræti verði endurskoðuð og staðsetning nýbyggingar á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, við hlið Vonarstrætis 12 samanber umsögn borgarminjavarðar dags. 21.11. 1997, ásamt því að leitast verði við að fjölga bílastæðum í kjallara þar til málið kemur til afgreiðslu nefndarinnar á ný. Aðgengi að Alþingisgarði þarf að skoða nánar. Að þessu sinni er ekki verið að taka afstöðu til annarra nýbygginga á reitnum en að ofan er getið."
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað:
"Þótt ekki sé verið að taka afstöðu til annarra nýbygginga á svæðinu en þingmannaskála og tengibyggingar við núverandi Alþingishús vil ég strax á þessu stigi koma eftirfarandi skoðun minni á framfæri. Ég legg til að götumyndir bæði Kirkjustrætis og Vonarstrætis taki mið af því að styrkja eldri byggð á svæðinu. Það mætti gera með því að byggja upp götumyndir með svipuðum hætti og nú er fyrirhugað við Aðalstræti. Áríðandi er að fyrirhugaðar byggingar verði færðar fjær götunni við Vonarstræti og verði byggingarlína miðuð við götulínu Vonarstrætis 12. Nýbyggingar við Tjarnargötu væru síðan með öðru sniði. Þá tel ég neðanjarðartengingu frá þingmannaskála til vesturs vera besta kostinn og gæti gerð hennar tengst byggingu bílageymslu á hagkvæman hátt.
Að lokum skal vakin athygli á því að æskilegt væri útlitslega að lækka Oddfellowhúsið og færa það þar með í upprunalegt horf."


14. fundur 1997
Alþingisreitur, deiliskipulag
Vegna kynningar á Alþingisreit í skipulagsnefnd 9.6.97 er samþykkt að vísa málinu til umhverfismálaráðs.

23. fundur 1997
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lagt fram að nýju bréf Sigurðar Einarssonar arkitekts, dags. 27.05.97, vegna skipulags Alþingisreits. Einnig lögð fram greinargerð Batterísins, dags. 11.11.97, ásamt uppdr. og líkani sama aðila, dags. 26.05.97, breytt síðast 17.11.97. Einnig lagt fram bréf rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, dags. 9.6.97 ásamt fylgigögnum og bréf Torfusamtakanna, dags. 18.7.1997. Ennfremur lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 17.11.97 og umhverfismálaráðs, dags. 27.06.97 ásamt umsögn borgarminjavarðar, dags. 21.11.97.
Sigurður Einarsson, arkitekt, kynnti tillögu að skipulagi. Vísað til umhverfismálaráðs til umsagnar.

12. fundur 1997
Alþingisreitur, deiliskipulag
Lagt fram til kynningar bréf Sigurðar Einarssonar arkitekts dags. 27.05.97 vegna skipulags alþingisreits ásamt uppdr. sama aðila dags. 26.05.97. Einnig lagt fram bréf rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, dags. 9.6.97.
Sigurður Einarsson kynnti tillögu að skipulagi Alþingisreits.
Eftirfarandi bókun samþykkt með 4 atkvæðum.
SKUM fellst á að unnið verði áfram að hönnun húsakynna Alþingis og Oddfellowreglunnar í samræmi við framlögð gögn.
Gerður er fyrirvari varðandi tengigang (glerbrú) við alþingishúsið á 2. hæð.
Lögð er rík áhersla á að nýbyggingar að Kirkjustræti falli vel að núverandi húsaröð og skal nánari útfærsla unnin í samráði við Borgarskipulag, fulltrúa Árbæjarsafns og byggingarfulltrúa og lögð fyrir SKUM að nýju. Skoðað verði nánar hvort ekki megi nýta lóð á horni Vonarstrætis og Templarasunds með öðrum hætti, t.d. að þar verði garður.
Ólafur F. Magnússon situr hjá með eftirfarandi bókun:
"Fyrirhugaður tengigangur ásamt tengibyggingu gæti haft truflandi áhrif á reisn og ásýnd Alþingishússins. Byggingaframkvæmdir á svæðinu sunnan Alþingishússins á horni Templarasunds og Vonarstrætis koma að mínu mati ekki til greina."
Margrét Sæmundsdóttir óskaði bókað:
"Vegna bókunar Ó.F.M. skal tekið fram að engar tillögur um byggingar á lóð á horni Vonarstrætis og Templarasunds komu fram á fundinum".


25. fundur 1994
Alþingisreitur, kynning
Lögð fram til kynningar vinna Borgarskipulags við Alþingishússreit, dags. í nóv. 1994.

Þorvaldur S. Þorvaldsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir frá Borgarskipulagi kynntu málið.