Gullengi 2-6

Skjalnúmer : 9432

6. fundur 2004
Gullengi 2, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Tekton arkitekta, dags. 28.01.04. Einnig lögð fram minnisblöð skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 12. febrúar 2004 og 28. febrúar 2003 ásamt bréfi Borgarskipulags, dags. 16.07.01.
Draga þarf úr byggingarmagni. Hönnuður hafi samband við embættið.

8. fundur 2003
Gullengi 2, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Tekton arkitekta, dags. 29.01.03. Einnig lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 28. febrúar 2003 og bréf Borgarskipulags, dags. 16.07.01.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

2. fundur 1998
Gullengi 2, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.01.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12.01.98 um lóðarafmörkun og aðkomu að Gullengi-Borgavegi..



1. fundur 1998
Gullengi 2, deiliskipulag
Að aflokinni kynningu er lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 03.03.97, breytt 29.09.97, að lóðarafmörkun og aðkomu að bensínstöð og stæði fyrir stóra bíla. Einnig lögð fram að nýju tillaga Hauks Harðarsonar arkitekts FAÍ, dags. 23.09.97, breytt 25.09.97, að fyrirkomulagi á lóðunum. Einnig lagt fram bréf íbúa í Gullengi 5, dags. 21.11.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 05.12.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags ásamt tillögu Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 23.9.´97, br. 25.9.´97 ásamt umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem bárust við kynningu tillögunnar. Nefndin vísar jafnframt til bókunar sinnar frá 29.9.´97.

19. fundur 1997
Gullengi 2, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Hauks Harðarsonar arkitekts FAÍ, dags. 23.09.97, að afmörkun lóðar fyrir stóra bíla og bensínstöð ásamt aðkomu og fyrirkomulagi á lóðunum.

Skipulags- og umferðarnefnd leggur áherslu á að eftir að Borgavegur hefur verið tvöfaldaður verður ekki heimiluð vinstri beygja af Borgavegi inn á lóð bensínstöðvarinnar. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna.