Heiðmörk

Skjalnúmer : 9424

12. fundur 1999
Heiðmörk, vatnsgeymir og lokastöð
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.04.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um vatnsgeymi og lokastöð í Heiðmörk.


88. fundur 1999
Elliðavatnsland 113489 - Vatnstankur T3, Vatnsgeymir og lokastöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja vatnsgeymi og lokastöð á landi Vatnsveitu Reykjavíkur í Heiðmörk.
Stærð: Vatnsgeymir 582,7 ferm., lokastöð 55,1 ferm., samtals 637,8 ferm., 3244,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 81.120
Umsögn heilbrigðis- og umhverfisnefndar dags. 29. mars 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðanefndar dags. 26. apríl 1999 fylgir erindinu.
Var samþykkt af byggingarfulltrúa 26. apríl 1999.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


3470. fundur 1999
Elliðavatnsland 113489 - Vatnstankur T3, Vatnsgeymir og lokastöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja vatnsgeymi og lokastöð á landi Vatnsveitu Reykjavíkur í Heiðmörk.
Stærð: Vatnsgeymir 582,7 ferm., lokastöð 55,1 ferm., samtals 637,8 ferm., 3244,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 81.120
Umsögn heilbrigðis- og umhverfisnefndar dags. 29. mars 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðanefndar dags. 26. apríl 1999 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.


11. fundur 1999
Elliðavatnsland 113489 - Vatnstankur T3, Vatnsgeymir og lokastöð
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 1.03.99 ásamt uppdr. Guðrúnar Stefánsdóttur ark. dags. í febrúar 1999. Sótt er um leyfi til þess að byggja vatnsgeymi og lokastöð á landi Vatnsveitu Reykjavíkur í Heiðmörk. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 08.04.99 ásamt bókun heilbrigðis- og umhverfisnefndar frá 25.03.99.
Samþykkt

9. fundur 1999
Elliðavatnsland 113489 - Vatnstankur T3, Vatnsgeymir og lokastöð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 1.03.99 ásamt uppdr. Guðrúnar Stefánsdóttur ark. dags. í febrúar 1999. Sótt er um leyfi til þess að byggja vatnsgeymi og lokastöð á landi Vatnsveitu Reykjavíkur í Heiðmörk. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 08.04.99.
Vísað til heilbrigðis- og umhverfisnefndar til umsagnar.

3467. fundur 1999
Elliðavatnsland 113489 - Vatnstankur T3, Vatnsgeymir og lokastöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja vatnsgeymi og lokastöð á landi Vatnsveitu Reykjavíkur í Heiðmörk.
Stærð: Vatnsgeymir 582,7 ferm., lokastöð 55,1 ferm., samtals 637,8 ferm., 3244,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 81.120
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar heilbrigðis- og umhverfisnefndar.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.


15. fundur 1995
Heiðmörk, vatnsátöppunarhús
Lagðar fram tillögur að staðsetningu vatnsátöppunarhúss við Suðurá, ásamt greinargerð Línuhönnunar hf., dags. í júni 95 um átöppunarhús Þórsbrunns við Suðurá, Reykjavík og umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 23.6.95.

Á fundinn kom Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur, Þorgeir S. Helgason frá Línuhönnun hf. og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt, sem gerðu grein fyrir málinu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillögu að staðsetningu vatnsátöppunarhúss sunnan Suðurár (merkt lóð nr. 3 í greinargerð Línuhönnunar hf.), með fyrirvara um breytt mörk vatnsverndarsvæða.
Vísað til umhverfismálaráðs og heilbrigðisnefndar.


13. fundur 1995
Heiðmörk, vatnsátöppunarhús
Lagt fram bréf Ragnars Atla Guðmundssonar f.h. Thorspring, dags. 8.1.95, varðandi afmörkun lóðar fyrir vatnsátöppunarhús í Heiðmörkinni. Einnig lagðir fram uppdr. Ögmundar Skarphéðinssonar ásamt tillögu Landslagsarkitekta að staðsetningu, dags. 27.1.93, br. 23.5.95.
Guðmundur Þóroddsson, vatnsveitustjóri og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt, komu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Vísða til umhverfismálaráðs og heilbrigðisnefndar. Ennfremur óskað umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings varðandi rétt ábúandans á Hólmi og um vatnsverndunarsvæði.


6. fundur 1994
Heiðmörk, staðsetning
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.02.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 21.02.1994 um minningarreit í Heiðmörk.



4. fundur 1994
Heiðmörk, staðsetning
Lagt fram bréf Péturs Axels Péturssonar, dags. 1.12.93, varðandi ósk um landspildu til gróðursetningar minningarskógs og sælureits. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 3.12.93 og bókun umhverfismálaráðs frá 2.2.94.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með vísan til bréfs Borgarskipulags, dags. 20.12.93.