Torgsala í miðbænum

Skjalnúmer : 9338

24. fundur 1997
Torgsala í miðbænum, söluturn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.05.97, um að fela Borgarskipulagi í samráði við Þróunfélagið frekari útfærslu reglna varðandi matsöluvagna og skilmála fyrir torgsölu.

H.H.

20. fundur 1996
Torgsala í miðbænum, söluturn
Lagt fram að nýju bréf Frímanns Júlíussonar, dags. 06.09.96, varðandi umsókn um nýja staðsetningu á söluturni, sem nú stendur á Lækjartorgi. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.96.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og er erindinu því synjað.

19. fundur 1996
Torgsala í miðbænum, söluturn
Lagt fram bréf Frímanns Júlíussonar, dags. 6.9.96, varðandi umsókn um nýja staðsetningu á söluturni, sem nú stendur á Lækjartorgi.

Vísað til athugunar Borgarskipulags.